Til hvers að taka þátt ef við ætlum ekki að reyna vinna? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 20:31 Southgate vill sjá enska landsliðið taka næsta skref. Steven Paston/Getty Images Landsliðsþjálfari Englendinga, Gareth Southgate, segir tilgangslaust að taka þátt á Evrópumótinu í sumar ef liðið ætli sér ekki að fara alla leið. „Hver er tilgangurinn að fara á mótið ef þú ætlar ekki að reyna vinna það,“ sagði Southgate í viðtali við Sky Sports í dag. Undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi árið 2018 en þjálfarinn vill gera enn betur í ár. „Auðvitað viljum við sem hópur fara og vinna mótið. Við erum með hóp leikmanna sem getur keppt við hvaða lið sem er. Ekki aðeins í dag heldur næstu árin. Þegar við settumst niður og ræddum þróun liðsins var það meðal þess sem við ræddum um.“ „Við viljum vinna, ef þú vinnur þá viltu vinna aftur. Þetta er hringrás sem tekur aldrei enda. Við höfum ekkert unnið enn en við höfum fengið mikið hrós. Við þurfum að taka þessi næstu skref.“ England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi á EM í sumar. Allir leikir liðsins munu fara fram á Wembley-vellinum í Lundúnum og verða 22.500 áhorfendur leyfðir á leikjum liðsins. „Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti og liðið á því möguleika að skrá sig í sögubækurnar. Það er áskorunin sem við - þjálfarateymið og leikmennirnir - stöndum frammi fyrir. Við vitum að það er langt síðan England náði slíkum árangri. Við höfum þróað leik okkar undanfarin ár og þurfum að halda því áfram. Við verðum að vilja vera þjóð sem er alltaf að berjast um að komast í úrslit á stórmótum því það er það sem stærstu fótboltaþjóðirnar gera.“ „Ég veit að við höfum alltaf talið okkur vera í sama flokki og þessar stærstu þjóðir en sagan er ekki endilega sammála okkur. Þessar stærstu þjóðir hafa náð árangri reglulega og farið langt í stórmótum, við þurfum að gera það líka,“ sagi Gareth Southgate að lokum. Ótrúlegt en satt ræddi hann ekkert gengi Englands á síðasta Evrópumóti en þá var Roy Hodgson við stjórnvölin. Vart þarf að minna íslensku þjóðina á hvernig leikar fóru í Nice í Frakklandi, sumarið 2016. Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn eftir 4-0 sigur Englands á Íslandi er liðin mættust á Wembley undir lok síðasta árs. Er enska landsliðið nægilega gott til að fara alla leið á Evrópumótinu í sumar?VÍSIR/GETTY Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
„Hver er tilgangurinn að fara á mótið ef þú ætlar ekki að reyna vinna það,“ sagði Southgate í viðtali við Sky Sports í dag. Undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi árið 2018 en þjálfarinn vill gera enn betur í ár. „Auðvitað viljum við sem hópur fara og vinna mótið. Við erum með hóp leikmanna sem getur keppt við hvaða lið sem er. Ekki aðeins í dag heldur næstu árin. Þegar við settumst niður og ræddum þróun liðsins var það meðal þess sem við ræddum um.“ „Við viljum vinna, ef þú vinnur þá viltu vinna aftur. Þetta er hringrás sem tekur aldrei enda. Við höfum ekkert unnið enn en við höfum fengið mikið hrós. Við þurfum að taka þessi næstu skref.“ England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi á EM í sumar. Allir leikir liðsins munu fara fram á Wembley-vellinum í Lundúnum og verða 22.500 áhorfendur leyfðir á leikjum liðsins. „Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti og liðið á því möguleika að skrá sig í sögubækurnar. Það er áskorunin sem við - þjálfarateymið og leikmennirnir - stöndum frammi fyrir. Við vitum að það er langt síðan England náði slíkum árangri. Við höfum þróað leik okkar undanfarin ár og þurfum að halda því áfram. Við verðum að vilja vera þjóð sem er alltaf að berjast um að komast í úrslit á stórmótum því það er það sem stærstu fótboltaþjóðirnar gera.“ „Ég veit að við höfum alltaf talið okkur vera í sama flokki og þessar stærstu þjóðir en sagan er ekki endilega sammála okkur. Þessar stærstu þjóðir hafa náð árangri reglulega og farið langt í stórmótum, við þurfum að gera það líka,“ sagi Gareth Southgate að lokum. Ótrúlegt en satt ræddi hann ekkert gengi Englands á síðasta Evrópumóti en þá var Roy Hodgson við stjórnvölin. Vart þarf að minna íslensku þjóðina á hvernig leikar fóru í Nice í Frakklandi, sumarið 2016. Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn eftir 4-0 sigur Englands á Íslandi er liðin mættust á Wembley undir lok síðasta árs. Er enska landsliðið nægilega gott til að fara alla leið á Evrópumótinu í sumar?VÍSIR/GETTY
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti