Pfizer flýtir afhendingu bóluefna til Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 12:16 250 milljónir skammta bóluefnis Pfizer eiga að berast til Evrópusambandsins fyrir lok júní. EPA/Christophe Ena Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að senda Evrópusambandinu 50 milljónir fleiri skammta af bóluefni fyrirtækjanna á þessum ársfjórðungi en áður stóð til. Það er til viðbótar við þá 200 milljónir skammta sem ESB býst við að fá fyrir lok júnímánaðar. Skammtarnir verða því 250 milljónir á öðrum ársfjórðungi. Þessir fimmtíu skammtar sem hafa bæst við, áttu upprunalega að berast á fjórða ársfjórðungi ársins. Á fyrsta ársfjórðungi bárust 66 milljónir skammta bóluefnis Pfizer til Evrópusambandsins. Ísland tekur þátt í samstarfi Evrópuþjóða um bóluefnakaup og er þeim útdeilt hlutfallslega miðað við íbúafjölda til ríkja. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynnti þessar vendingar í yfirlýsingu í dag. Þar sagði hún einnig að búið væri að bólusetja 27 milljónir Evrópubúa að fullu. Today we have reached 100 million vaccinations in the EU. A milestone we can be proud of!We are also accelerating the delivery of vaccines. We spare no effort to ensure that Europeans can be vaccinated as fast as possible. #StrongerTogether https://t.co/eK09vYhcnG— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) April 14, 2021 Eins og fram kemur í frétt Bloomberg gætu nýju skammtarnir komið til móts við þær tafir sem hafa orðið á notkun bóluefna AstraZenecea og Janssen (Johnson & Johnson) , vegna mögulegra fylgikvilla. Dreifingu bóluefnis Janssen í Evrópu hefur verið frestað. Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti í morgun að ekki stæði til að framlengja samninga við fyrirtækin og þess í stað yrði áhersla lögð á kaupa á mRNA-bóluefnum Pfizer og Moderna. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Skammtarnir verða því 250 milljónir á öðrum ársfjórðungi. Þessir fimmtíu skammtar sem hafa bæst við, áttu upprunalega að berast á fjórða ársfjórðungi ársins. Á fyrsta ársfjórðungi bárust 66 milljónir skammta bóluefnis Pfizer til Evrópusambandsins. Ísland tekur þátt í samstarfi Evrópuþjóða um bóluefnakaup og er þeim útdeilt hlutfallslega miðað við íbúafjölda til ríkja. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynnti þessar vendingar í yfirlýsingu í dag. Þar sagði hún einnig að búið væri að bólusetja 27 milljónir Evrópubúa að fullu. Today we have reached 100 million vaccinations in the EU. A milestone we can be proud of!We are also accelerating the delivery of vaccines. We spare no effort to ensure that Europeans can be vaccinated as fast as possible. #StrongerTogether https://t.co/eK09vYhcnG— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) April 14, 2021 Eins og fram kemur í frétt Bloomberg gætu nýju skammtarnir komið til móts við þær tafir sem hafa orðið á notkun bóluefna AstraZenecea og Janssen (Johnson & Johnson) , vegna mögulegra fylgikvilla. Dreifingu bóluefnis Janssen í Evrópu hefur verið frestað. Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti í morgun að ekki stæði til að framlengja samninga við fyrirtækin og þess í stað yrði áhersla lögð á kaupa á mRNA-bóluefnum Pfizer og Moderna.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20
Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56
Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29
Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13