Úran í Íran: Segjast geta auðgað úran að vild Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 14:17 Gervihnattarmynd af Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni í Íran. AP/Planet labs Vísindamenn í Íran byrjuðu í dag að auðga úran í 60 prósent hreinleika, sem er hærra en gert hefur verið áður þar í landi. Með því er hreinleiki þess úrans orðinn nálægt því sem til þarf í kjarnorkuvopn. Ráðamenn í Íran hafa áður sagt að þeir geti notað 60 prósent auðgað úran til að keyra kjarnorkuknúin skip. Ríkið býr þó ekki yfir neinum slíkum skipum. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum embættismanni að nokkur grömm verði framleidd á hverri klukkustund og þykir líklegt að ákvörðunin muni leiða til frekari spennu í tengslum við kjarnorkuáætlun ríkisins. Ríkissjónvarp Írans hafði í dag eftir Ali Akbar Salehi, yfirmanni kjarnorkustofnunar Írans, að ríkið gæti nú auðgað úran í hvaða hreinleika sem óskað væri. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að skemmdarverk voru framin á skilvindum í Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni, þar sem Íranir hafa verið að auðga úran. Ráðamenn í Íran hafa sakað Ísrael um að bera ábyrgð á skemmdarverkinu og hafa heitið hefndum. Sjá einnig: Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Ráðamenn í Íran hafa ítrekað sagt að þeir ætli sér ekki að koma upp kjarnorkuvopnum og kjarnorka verði eingöngu notuð í friðsömum tilgangi. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf úran sem hefur verið auðgað að 90 prósenta hreinleika, sem er tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auðga í 60 prósent. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranir ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að koma í veg fyrir að Íran geti komið upp kjarnorkuvopnum. Ísraelar hafa tvisvar sinnum gert loftárásir gegn Íran, með það markmið að stöðva kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur í fyrra, beindust spjótin fljótt að Ísrael. Erindrekar frá Íran, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu eru nú í Vín í Austurríki þar sem þeir ræða sín á milli mögulegar leiðir til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Samkvæmt frétt Reuters hafa þessar nýjustu vendingar flækt viðræðurnar sagði embættismaður ESB við fréttaveituna að viðræðurnar yrðu líklegast stöðvaðar um tíma. Sendinefndir Bandaríkjanna og Írans myndu snúa aftur heim og fá frekari leiðbeiningar frá stjórnvöldum sínum. Íran Kjarnorka Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Ráðamenn í Íran hafa áður sagt að þeir geti notað 60 prósent auðgað úran til að keyra kjarnorkuknúin skip. Ríkið býr þó ekki yfir neinum slíkum skipum. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum embættismanni að nokkur grömm verði framleidd á hverri klukkustund og þykir líklegt að ákvörðunin muni leiða til frekari spennu í tengslum við kjarnorkuáætlun ríkisins. Ríkissjónvarp Írans hafði í dag eftir Ali Akbar Salehi, yfirmanni kjarnorkustofnunar Írans, að ríkið gæti nú auðgað úran í hvaða hreinleika sem óskað væri. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að skemmdarverk voru framin á skilvindum í Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni, þar sem Íranir hafa verið að auðga úran. Ráðamenn í Íran hafa sakað Ísrael um að bera ábyrgð á skemmdarverkinu og hafa heitið hefndum. Sjá einnig: Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Ráðamenn í Íran hafa ítrekað sagt að þeir ætli sér ekki að koma upp kjarnorkuvopnum og kjarnorka verði eingöngu notuð í friðsömum tilgangi. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf úran sem hefur verið auðgað að 90 prósenta hreinleika, sem er tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auðga í 60 prósent. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranir ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að koma í veg fyrir að Íran geti komið upp kjarnorkuvopnum. Ísraelar hafa tvisvar sinnum gert loftárásir gegn Íran, með það markmið að stöðva kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur í fyrra, beindust spjótin fljótt að Ísrael. Erindrekar frá Íran, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu eru nú í Vín í Austurríki þar sem þeir ræða sín á milli mögulegar leiðir til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Samkvæmt frétt Reuters hafa þessar nýjustu vendingar flækt viðræðurnar sagði embættismaður ESB við fréttaveituna að viðræðurnar yrðu líklegast stöðvaðar um tíma. Sendinefndir Bandaríkjanna og Írans myndu snúa aftur heim og fá frekari leiðbeiningar frá stjórnvöldum sínum.
Íran Kjarnorka Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira