Elliðavatn opnar á fimmtudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 20. apríl 2021 12:00 Það veiðast oft flottir urriðar í Elliðavatni Mynd: KL Elliðavatn er eitt af þessum vötnum sem kennir veiðimönnum einna best hvernig á að veiða silung enda oft verið nefnt háskóli silungsveiðimannsins. Vatnið er eitt það allra vinsælasta á höfuðborgarsvæðinu enda stutt fyrir íbúa svæðisins að skella sér í veiði hluta dags eða allann daginn. Veiði í vatninu er góð en þar er með mestu leiti urriði en einnig er þar bleikja sem þó var mun fjölmennari í vatninu á árum áður. Vorveiðin getur verið virkilega góð og þá helst ef menn eru að nota litlar straumflugur og veiða djúpt. Það hefur reynst mörgum ótrúlega vel að nota sömu straumflugur og hafa verið að gefa vel í vorveiðinni í Þingvallavatni og þó svo að það sé ekki mikið af stórum urriða í Elliðavatni, algeng stærð 2-3 pund, þá er ótrúlegt hvað þessir minni urriðar eru brattir í að taka stórar flugur. Vatnið opnar fyrir veiðimönnum sem endranær á sumardaginn fyrsta næstkomandi fimmtudag og það verður líklega fjölmennt við vatnið ef veður verður sæmilegt. Stangveiði Mest lesið Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði
Vatnið er eitt það allra vinsælasta á höfuðborgarsvæðinu enda stutt fyrir íbúa svæðisins að skella sér í veiði hluta dags eða allann daginn. Veiði í vatninu er góð en þar er með mestu leiti urriði en einnig er þar bleikja sem þó var mun fjölmennari í vatninu á árum áður. Vorveiðin getur verið virkilega góð og þá helst ef menn eru að nota litlar straumflugur og veiða djúpt. Það hefur reynst mörgum ótrúlega vel að nota sömu straumflugur og hafa verið að gefa vel í vorveiðinni í Þingvallavatni og þó svo að það sé ekki mikið af stórum urriða í Elliðavatni, algeng stærð 2-3 pund, þá er ótrúlegt hvað þessir minni urriðar eru brattir í að taka stórar flugur. Vatnið opnar fyrir veiðimönnum sem endranær á sumardaginn fyrsta næstkomandi fimmtudag og það verður líklega fjölmennt við vatnið ef veður verður sæmilegt.
Stangveiði Mest lesið Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði