Leiðin á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2021 16:00 Ísland hóf undirbúning sinn fyrir leikina í haust með vináttulandsleikjum við Ítalíu fyrr í þessum mánuði. Ísland tapaði fyrri leiknum 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli en báðir leikirnir fóru fram í Flórens. Getty/Matteo Ciambelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni næsta heimsmeistaramóts. HM fer næst fram sumarið 2023 og verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Íslenska landsliðið freistar þess að komast á HM í fyrsta sinn en liðið spilar hins vegar í lokakeppni EM á næsta ári, í fjórða sinn. Dregið verður í undankeppni HM þann 30. apríl. Ísland er í næstefsta styrkleikaflokki og getur því ekki dregist gegn öðrum liðum í þeim flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni HM: Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría. Undankeppni HM hefst í september og þá leikur Ísland sína fyrstu mótsleiki undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn voru vináttulandsleikir við Ítalíu ytra, 1-0 tap og 1-1 jafntefli, en Ítalir eru einmitt í efsta styrkleikaflokki. Leiðin á HM er afar torfær, þrátt fyrir að þátttökuþjóðir verði nú í fyrsta sinn 32 talsins í stað 24 áður. Alls er 51 þjóð í undankeppninni í Evrópu en 11-12 Evrópuþjóðir komast á HM. Leikið verður í níu riðlum í undankeppninni. Aðeins efsta lið hvers undanriðils kemst beint á HM en liðin í 2. sæti komast í umspil. Óhætt er að segja að umspilið sé nokkuð flókið en því er lýst hér að neðan: Umspilið: Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM. Eins og fyrr segir hefst undankeppnin um miðjan september. Leikið verður í september, október og nóvember á þessu ári, í apríl á næsta ári, og undankeppninni lýkur svo um mánaðamótin ágúst-september 2022. Umspilið í Evrópu verður svo dagana 3.-11. október 2022. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
HM fer næst fram sumarið 2023 og verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Íslenska landsliðið freistar þess að komast á HM í fyrsta sinn en liðið spilar hins vegar í lokakeppni EM á næsta ári, í fjórða sinn. Dregið verður í undankeppni HM þann 30. apríl. Ísland er í næstefsta styrkleikaflokki og getur því ekki dregist gegn öðrum liðum í þeim flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni HM: Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría. Undankeppni HM hefst í september og þá leikur Ísland sína fyrstu mótsleiki undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn voru vináttulandsleikir við Ítalíu ytra, 1-0 tap og 1-1 jafntefli, en Ítalir eru einmitt í efsta styrkleikaflokki. Leiðin á HM er afar torfær, þrátt fyrir að þátttökuþjóðir verði nú í fyrsta sinn 32 talsins í stað 24 áður. Alls er 51 þjóð í undankeppninni í Evrópu en 11-12 Evrópuþjóðir komast á HM. Leikið verður í níu riðlum í undankeppninni. Aðeins efsta lið hvers undanriðils kemst beint á HM en liðin í 2. sæti komast í umspil. Óhætt er að segja að umspilið sé nokkuð flókið en því er lýst hér að neðan: Umspilið: Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM. Eins og fyrr segir hefst undankeppnin um miðjan september. Leikið verður í september, október og nóvember á þessu ári, í apríl á næsta ári, og undankeppninni lýkur svo um mánaðamótin ágúst-september 2022. Umspilið í Evrópu verður svo dagana 3.-11. október 2022.
Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría.
Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira