Telja að áhorf muni rúmlega þrefaldast með auðveldara aðgengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2021 15:46 Það stefnir í að töluvert fleiri fylgist með Dagnýju Brynjarsdóttur og Maríu Þórisdóttur á næstu leiktíð. Zac Goodwin/Getty Images Ný rannsókn sýnir að áhorf á kvennaknattspyrnu gæti aukist um að allt að 350 prósent með auknu aðgengi og sýnileika. The Guardian greinir frá og vitnar þar í rannsókn frá fyrr í vikunni þar sem í ljós kom að það er eftirspurn eftir auðveldara aðgengi að kvennaknattspyrnu. Þar segir að áhorf á kvennaknattspyrnu í Bretlandi gæti aukist um 296,7 prósent ef leikirnir væru aðgengilegri í sjónvarpi. Innan Evrópusambandsins gæti aukningin orðið allt að 358,7% og svo 304,6% í Bandaríkjunum. Könnunin var gerð eftir að Women´s Super League – úvalsdeild kvenna í Englandi – gerði nýjan átta milljón punda sjónvarpssamning. Verða leikirnir nú sýndir á rásum breska ríkisútvarpsins [BBC] sem og aðalrásum Sky Sports. New report finds an increase in accessibility of women s football could lead to viewing figures shooting up by more than 350% globally. Story: @SuzyWrack https://t.co/Sr03vzkE7X— Guardian sport (@guardian_sport) April 21, 2021 „Þetta kemur mér ekki á óvart. Nýi sjónvarpssamningurinn þýðir reglulegri umfjöllun fyrir breska áhorfendur – karlkyns, kvenkyns, þá sem hafa ekki áhuga á fótbolta og þar fram eftir götunum – við munum venjast því að íþróttin sé þarna og að hún verði þá hluti af íþróttalegri menningu okkar,“ sagði Dr. Beth Fielding Lloyd. Hún starfar við Sheffield Hallam-háskólann sem fyrirlesari á sviðum íþrótta og þjálfunar. Könnun sýnir einnig að 61,9% þeirra sem horfa á kvennaknattspyrnu í Bretlandi eru karlmenn og að 34,4% karla og 27,1% kvenna myndu horfa ef leikina ef þeir væru sjónvarpaðir. Áðurnefndur sjónvarpssamningur gerir leikina mun sýnilegri en áður þar sem leikir hafa nær eingöngu verið sýndir á hliðar- eða vefrásum. Við minnum á að Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu hefst nú í byrjun maí mánaðar og sýnir Stöð 2 Sport beint frá tveimur leikjum í fyrstu umferð. Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Fylki þann 4. maí á Kópavogsvelli. Degi síðar mætast Valur og Stjarnan að Hlíðarenda. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
The Guardian greinir frá og vitnar þar í rannsókn frá fyrr í vikunni þar sem í ljós kom að það er eftirspurn eftir auðveldara aðgengi að kvennaknattspyrnu. Þar segir að áhorf á kvennaknattspyrnu í Bretlandi gæti aukist um 296,7 prósent ef leikirnir væru aðgengilegri í sjónvarpi. Innan Evrópusambandsins gæti aukningin orðið allt að 358,7% og svo 304,6% í Bandaríkjunum. Könnunin var gerð eftir að Women´s Super League – úvalsdeild kvenna í Englandi – gerði nýjan átta milljón punda sjónvarpssamning. Verða leikirnir nú sýndir á rásum breska ríkisútvarpsins [BBC] sem og aðalrásum Sky Sports. New report finds an increase in accessibility of women s football could lead to viewing figures shooting up by more than 350% globally. Story: @SuzyWrack https://t.co/Sr03vzkE7X— Guardian sport (@guardian_sport) April 21, 2021 „Þetta kemur mér ekki á óvart. Nýi sjónvarpssamningurinn þýðir reglulegri umfjöllun fyrir breska áhorfendur – karlkyns, kvenkyns, þá sem hafa ekki áhuga á fótbolta og þar fram eftir götunum – við munum venjast því að íþróttin sé þarna og að hún verði þá hluti af íþróttalegri menningu okkar,“ sagði Dr. Beth Fielding Lloyd. Hún starfar við Sheffield Hallam-háskólann sem fyrirlesari á sviðum íþrótta og þjálfunar. Könnun sýnir einnig að 61,9% þeirra sem horfa á kvennaknattspyrnu í Bretlandi eru karlmenn og að 34,4% karla og 27,1% kvenna myndu horfa ef leikina ef þeir væru sjónvarpaðir. Áðurnefndur sjónvarpssamningur gerir leikina mun sýnilegri en áður þar sem leikir hafa nær eingöngu verið sýndir á hliðar- eða vefrásum. Við minnum á að Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu hefst nú í byrjun maí mánaðar og sýnir Stöð 2 Sport beint frá tveimur leikjum í fyrstu umferð. Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Fylki þann 4. maí á Kópavogsvelli. Degi síðar mætast Valur og Stjarnan að Hlíðarenda.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn