Herra Hnetusmjör hættur við mótmæli í bili Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 13:05 Herra Hnetusmjör hefur gengið fram fyrir skjöldu sem ötull talsmaður þess að landamærunum sé lokað í sóttvarnaskyni. Vísir Ekkert verður af áformum rapparans Herra Hnetusmjör um að stífla Reykjanesbrautina í mótmælaskyni í bili. Eftir að frumvarp um skylduvist á sóttkvíarhóteli fyrir ákveðna hópa var samþykkt í gær, telur rapparinn mótmæli ekki nauðsynleg „AÐ SVÖ STÖDDU“, eins og hann skrifaði í hástöfum á hringrás sinni á Instagram um hádegisbil í dag. Áformin virðast þó aðeins geymd, en ekki gleymd. „Það er greinilegt að það er hópur fólks sem fylgist grannt með gangi smita í gegnum landamærin og er fljótur að láta í sér heyra ef þess þarf,“ skrifar rapparinn, Árni Páll Árnason. Yfirlýsing rappara um frumvarp um sóttvarnalög og útlendinga.Instagram Það sem fékk Árna til að hverfa frá boðuðum mótmælum var að hans sögn ákvæði sem kveður á um að sóttvarnalæknir skilgreini helstu hááhættusvæðin fyrir heilbrigðisráðherra, svo að hægt sé að skikka farþega frá þeim á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. „Það hefur sýnt sig að um leið og ríkisstjórnin hefur reynt að taka ákvarðanir sjálf án innleggs frá Þórólfi þá fer allt í steik. Almannahagsmunir eru númer eitt og ég tel að með þessari skýru breytingu verða þeir hafðir að leiðarljósi,“ skrifar rapparinn. Herra Hnetusmjör kynnti fyrst hugmyndir sínar um að stífla landamærin í viðtali í síðustu viku en þær hafa síðan mætt harðri gagnrýni, meðal annars frá Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar. Hann sagði áformin ógeðfelld. Upphaflega var krafa rapparans að landamærunum yrði lokað, eins og það var orðað, til þess að veiran rataði ekki inn í landið í sama mæli og hún hefur verið að gera vegna ferðamanna sem rjúfa sóttkví. Að mati Herra Hnetusmjörs hefur að nokkru leyti verið orðið við því með breytingum frumvarpsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Tengdar fréttir Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Eftir að frumvarp um skylduvist á sóttkvíarhóteli fyrir ákveðna hópa var samþykkt í gær, telur rapparinn mótmæli ekki nauðsynleg „AÐ SVÖ STÖDDU“, eins og hann skrifaði í hástöfum á hringrás sinni á Instagram um hádegisbil í dag. Áformin virðast þó aðeins geymd, en ekki gleymd. „Það er greinilegt að það er hópur fólks sem fylgist grannt með gangi smita í gegnum landamærin og er fljótur að láta í sér heyra ef þess þarf,“ skrifar rapparinn, Árni Páll Árnason. Yfirlýsing rappara um frumvarp um sóttvarnalög og útlendinga.Instagram Það sem fékk Árna til að hverfa frá boðuðum mótmælum var að hans sögn ákvæði sem kveður á um að sóttvarnalæknir skilgreini helstu hááhættusvæðin fyrir heilbrigðisráðherra, svo að hægt sé að skikka farþega frá þeim á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. „Það hefur sýnt sig að um leið og ríkisstjórnin hefur reynt að taka ákvarðanir sjálf án innleggs frá Þórólfi þá fer allt í steik. Almannahagsmunir eru númer eitt og ég tel að með þessari skýru breytingu verða þeir hafðir að leiðarljósi,“ skrifar rapparinn. Herra Hnetusmjör kynnti fyrst hugmyndir sínar um að stífla landamærin í viðtali í síðustu viku en þær hafa síðan mætt harðri gagnrýni, meðal annars frá Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar. Hann sagði áformin ógeðfelld. Upphaflega var krafa rapparans að landamærunum yrði lokað, eins og það var orðað, til þess að veiran rataði ekki inn í landið í sama mæli og hún hefur verið að gera vegna ferðamanna sem rjúfa sóttkví. Að mati Herra Hnetusmjörs hefur að nokkru leyti verið orðið við því með breytingum frumvarpsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Tengdar fréttir Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41
„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07