Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2021 07:30 Ed Woodward er afar umdeildur. vísir/getty Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. Á þriðjudagskvöldið var greint frá því að Woodward myndi hætta sem stjórnarformaður United í árslok. Fréttirnar komu á svipuðum tíma og ensku félögin greindu eitt af öðru frá því að þau hafi hætt við þátttöku í ofurdeildinni svokölluðu. Þátttaka United í ofurdeildinni mæltist afar illa fyrir hjá stuðningsmönnum United og þá gagnrýndi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, Woodward harðlega fyrir hans þátt í stofnun ofurdeildarinnar. Í gær bárust fréttir af því að Woodward hefði alltaf verið efins um ofurdeildina og hreinlega ákveðið að hætta hjá United vegna andstöðu við hana. Ekki eru allir sem taka þessa skýringu trúanlega og finnst sem Woodward sé þarna að lappa upp á laskað orðspor sitt. Meðal þeirra er Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði United. Hann deildi frétt BBC um að Woodward hafi ekki getað stutt ofurdeildina með með broskalli sem er grenjandi úr hlátri. https://t.co/dSICGie197— Gary Neville (@GNev2) April 22, 2021 Neville hefur verið ófeiminn við að gagnrýna Woodward í gegnum tíðina. Hann tók við sem stjórnarformaður United 2013, eða eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri liðsins. Síðan þá hefur United ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari. United var eitt sex enskra félaga sem tók þátt í stofnun ofurdeildarinnar ásamt Arsenal, Tottenham, Liverpool, Manchester City og Chelsea. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Á þriðjudagskvöldið var greint frá því að Woodward myndi hætta sem stjórnarformaður United í árslok. Fréttirnar komu á svipuðum tíma og ensku félögin greindu eitt af öðru frá því að þau hafi hætt við þátttöku í ofurdeildinni svokölluðu. Þátttaka United í ofurdeildinni mæltist afar illa fyrir hjá stuðningsmönnum United og þá gagnrýndi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, Woodward harðlega fyrir hans þátt í stofnun ofurdeildarinnar. Í gær bárust fréttir af því að Woodward hefði alltaf verið efins um ofurdeildina og hreinlega ákveðið að hætta hjá United vegna andstöðu við hana. Ekki eru allir sem taka þessa skýringu trúanlega og finnst sem Woodward sé þarna að lappa upp á laskað orðspor sitt. Meðal þeirra er Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði United. Hann deildi frétt BBC um að Woodward hafi ekki getað stutt ofurdeildina með með broskalli sem er grenjandi úr hlátri. https://t.co/dSICGie197— Gary Neville (@GNev2) April 22, 2021 Neville hefur verið ófeiminn við að gagnrýna Woodward í gegnum tíðina. Hann tók við sem stjórnarformaður United 2013, eða eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri liðsins. Síðan þá hefur United ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari. United var eitt sex enskra félaga sem tók þátt í stofnun ofurdeildarinnar ásamt Arsenal, Tottenham, Liverpool, Manchester City og Chelsea.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira