Atvinnuleysi og atvinnuleysi Nanna Hermannsdóttir skrifar 26. apríl 2021 07:31 Nýlega létu mennta- og menningarmálaráðuneytið og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) framkvæma könnun þar sem m.a. átti að kortleggja atvinnuleysi meðal stúdenta síðastliðið sumar. Þetta var gott framtak, enda skynsamlegt fyrir stjórnvöld að skoða reynsluna af aðgerðunum í fyrra áður en þau taka ákvarðanir varðandi aðgerðir fyrir komandi sumar. Í ljósi áframhaldandi kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta og þess að félagsmálaráðherrasakaði forystufólk námsmanna síðasta sumar um ýkjur í málflutningi þeirra um slæma atvinnustöðu stúdenta er mikilvægt að draga réttar ályktanir af niðurstöðum könnunarinnar. Lítið hefur verið fjallað um þær opinberlega. Í tilkynningufrá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um könnunina er ekkert minnst á atvinnuleysi stúdenta. Einu atvinnuleysisupplýsingarnar úr umræddri könnun sem fjallað hefur verið um eru að atvinnuleysi meðal stúdenta síðasta sumar hafi aðeins verið 4%. Niðurstöður könnunarinnar benda hins vegar til að atvinnuleysi hafi í raun verið töluvert mikið meðal stúdenta síðasta sumar og mun meira en þessi 4%, ef miðað er við hefðbundna mælikvarða á atvinnuleysi. Hvernig mælum við atvinnuleysi? Atvinnuleysi er mælt sem hlutfall þeirra sem eru ekki í vinnu en vilja og geta unnið (þ.e. eru í virkri atvinnuleit) af þeim sem eru á vinnumarkaði (1). Á vinnumarkaði eru þau sem vilja og geta unnið, hvort sem þau eru í starfi (starfandi) eða atvinnulaus í virkri atvinnuleit. Tvöföld túlkunarmistök Mistök í túlkun á niðurstöðum könnunarinnar eru í raun tvíþætt. Í fyrsta lagi er ekki gerður greinarmunur á öllum hópnum sem svarar könnuninni og þeim sem eru skilgreindir „á vinnumarkaði“ (þ.e. samtala þeirra sem fengu starf og þeirra sem leituðu en fengu ekki). Fyrstu mistökin eru því að túlka atvinnuleysi út frá heildarfjölda þeirra sem svöruðu könnuninni, sem gefur rúm 4% atvinnuleysi. Eins og farið er í hér að framan er atvinnuleysi reiknað sem hlutfall þeirra sem ekki eru í vinnu en vilja og geta unnið af vinnuaflinu. Sé sú aðferð notuð reiknast atvinnuleysið örlítið meira, eða tæp 5%. Þetta er kannski ekki mikill munur og ég er ekki hingað komin fyrir eitthvað „nitpicking“ heldur tek ég þetta fram í von um bætt vinnubrögð í framtíðinni. Alvarlegri eru hin mistökin. Er sanngjarnt að nota aðra mælikvarða á atvinnuleysi námsmanna en annarra? Grundvallarmistökin við gerð könnunarinnar og túlkun á niðurstöðum hennar eru að líta á þau sem fengu starf síðastliðið sumar sem starfandi allt tímabilið. Sumar„fríið“ við Háskóla Íslands árið 2020 var frá 9. maí til 23./30. ágúst (2). Það eru 108-114 dagar eða rúmlega 3,5 mánuður. Ályktunin um 4% atvinnuleysi byggir á því að þau sem fengu starf hafi verið starfandi hvern einn og einasta dag á umræddu tímabili. Er sanngjarnt og rétt að mæla atvinnuleysi stúdenta á þessu 3-4 mánaða tímabil þannig? Fyndist okkur eðlilegt að meta atvinnuleysi annarra hópa með því að spyrja t.d. „varst þú með vinnu árið 2020?“ án þess að tilgreina hvort einstaklingurinn hafi verið í virku ráðningarsambandi í einn dag eða í 365 daga? Hvernig var staðan í raun? Eftir að hafa melt gögnin í nokkra daga endaði ég með tvær aðferðir til þess að slá gróflega á atvinnuleysið. Þrátt fyrir að sumar„frí“ flestra stúdenta hafi verið rúmir 3,5 mánuðir skulum við gera ráð fyrir að þau hafi aðeins viljað vinna í 3 mánuði. Fyrri aðferðin er að reikna atvinnuleysi miðað við svör um lengd ráðningar yfir sumarið. Samkvæmt þeim útreikningum var atvinnuleysi töluvert mismunandi eftir lengd ráðningar (tafla 1). Út frá þessu er t.d. hægt að gróflega álykta að 17% stúdenta hafi verið atvinnulaus í allavega 1 mánuð (3). Seinni aðferðin felst í því að reikna heildarfjölda mánaða sem þau sem svöruðu könnuninni hefðu viljað vinna (3) og heildarfjölda mánaða sem þau unnu í raun (4) til þess að reyna að meta atvinnuleysi yfir allt tímabilið. Niðurstaðan úr þeim útreikningum sýnir að atvinnuleysi meðal stúdenta hafi verið 13% sumarið 2020 (tafla 2) (5). Ætlum við aftur að gera sömu mistök? Í fyrra voru sköpuð 3.400 sumarstörf fyrir stúdenta á vegum stjórnvalda en störfin voru bara til tveggja mánaða en eins og áður kom fram þá er sumar„fríið“ 3,5 mánuður (6). Aðeins var ráðið í um 3.000 störf, enda höfðuðu þau ekki til fjölbreytts hóps stúdenta, kröfðust menntunar og reynslu sem stór hluti stúdenta uppfyllti ekki. Líkt og fram kom hér að framan taldi félagsmálaráðherra forystufólk stúdentahreyfingarinnar vera að ýkja nauðsyn þess að stúdentum væru tryggðar atvinnuleysisbætur, sama öryggisnet og aðrir á vinnumarkaði búa við. Niðurstöður könnunarinnar sem farið hefur verið yfir hér benda til þess að raunverulegt atvinnuleysi yfir tímabilið hafi mælst í tveggja stafa tölu miðað við þær aðferðir sem notaðar eru til að reikna atvinnuleysi hér á landi. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur á því rétt á sér. Mennta- og menningarmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa tilkynnt að stjórnvöld hyggist skapa 2.500 sumarstörf fyrir stúdenta fyrir sumarið 2021. Í fyrra var ekki byrjað að auglýsa störfin fyrr en 26. maí, 18 dögum eftir lok prófa við stærsta háskóla landsins. Stúdentar höfðu þá þurft að lifa í dágóðan tíma við óvissu um atvinnustöðu sína og tekjur (á sama tíma og þau gengu í gegnum lokapróf) án þess að geta treyst á atvinnuleysistryggingakerfið eins og aðrir hópar sem ekki fá vinnu. Það stefnir í að það sama verði upp á teningnum í ár, en nú eru örfáir dagar í að lokaprófum ljúki en enn bólar ekkert á atvinnuauglýsingum fyrir sumarstörf. Þó stjórnvöld hafi haft marga mánuði til þess að gera betur en í fyrra er allt á síðasta snúningi. Á meðan erum við stúdentar með kvíðahnút í maganum og vitum ekki hvort við eigum fyrir leigunni í júní. (1) Skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar teljast þau atvinnulaus sem ekki voru í starfi í viðmiðunarvikunni, geta hafið störf innan tveggja vikna frá því rannsóknin er gerð og uppfylla auk þess eitthvert eftirfarandi skilyrða: 1. Hafa verið virkir í atvinnuleit sl. fjórar vikur (að viðmiðunarviku meðtalinni). 2. Hafa fundið starf sem byrjar seinna, þó ekki síðar en innan þriggja mánaða. 3. Bíða eftir að vera kallaðir til vinnu. (2) Að jafnaði. Þrjár deildir á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands (HÍ) byrjuðu fyrr og einhver hluti stúdenta tók sjúkra- og endurtökupróf sem gæti hafa stytt „fríið“ þeirra. Lengd „frísins“ var svipuð í Háskólanum á Akureyri (HA) en samtals stunduðu rúm 80% háskólanema á Íslandi nám við HÍ og HA árið 2019-20. (3) Hér er dregin ályktun um að allir sem unnu minna en 3 mánuði hafi viljað vinna lengur. Í annarri spurningu í könnuninni sögðust ⅓ þeirra sem fengu vinnu hafa viljað vinna lengur, rúm ⅔ þeirra sem fengu vinnu unnu í 3 mánuði eða meira. Þetta er þó gróft áætlað enda ekki hægt að fullyrði hver það voru sem vildu vinna lengur. (4) Miðum hér við að meðallengd vinnu þeirra sem vinna ekki slétta mánuði hoppi á hálfum mánuðum. Það er auðvitað gróft viðmið en sýnir líka hve illa könnunin dugar til að meta raunverulegt atvinnuleysi. (5) Ath. að sé miðað við 3,5 mánuð þá er niðurstaðan 20% atvinnuleysi. Líklega var raunverulegt atvinnuleysi einhversstaðar á þessu bili. (6) Hugsanlega hefur einhver hluti stúdenta viljað taka sér frí, t.d. í 2 vikur. Eftir stendur þó 1 mánuður í atvinnuleysi. Stjórnvöld stefna að því að lengja ráðningartímabilið um 2 vikur fyrir komandi sumar, sem er breyting til bóta. Hægt er að nálgast útreikninga hér. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Nanna Hermannsdóttir Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýlega létu mennta- og menningarmálaráðuneytið og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) framkvæma könnun þar sem m.a. átti að kortleggja atvinnuleysi meðal stúdenta síðastliðið sumar. Þetta var gott framtak, enda skynsamlegt fyrir stjórnvöld að skoða reynsluna af aðgerðunum í fyrra áður en þau taka ákvarðanir varðandi aðgerðir fyrir komandi sumar. Í ljósi áframhaldandi kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta og þess að félagsmálaráðherrasakaði forystufólk námsmanna síðasta sumar um ýkjur í málflutningi þeirra um slæma atvinnustöðu stúdenta er mikilvægt að draga réttar ályktanir af niðurstöðum könnunarinnar. Lítið hefur verið fjallað um þær opinberlega. Í tilkynningufrá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um könnunina er ekkert minnst á atvinnuleysi stúdenta. Einu atvinnuleysisupplýsingarnar úr umræddri könnun sem fjallað hefur verið um eru að atvinnuleysi meðal stúdenta síðasta sumar hafi aðeins verið 4%. Niðurstöður könnunarinnar benda hins vegar til að atvinnuleysi hafi í raun verið töluvert mikið meðal stúdenta síðasta sumar og mun meira en þessi 4%, ef miðað er við hefðbundna mælikvarða á atvinnuleysi. Hvernig mælum við atvinnuleysi? Atvinnuleysi er mælt sem hlutfall þeirra sem eru ekki í vinnu en vilja og geta unnið (þ.e. eru í virkri atvinnuleit) af þeim sem eru á vinnumarkaði (1). Á vinnumarkaði eru þau sem vilja og geta unnið, hvort sem þau eru í starfi (starfandi) eða atvinnulaus í virkri atvinnuleit. Tvöföld túlkunarmistök Mistök í túlkun á niðurstöðum könnunarinnar eru í raun tvíþætt. Í fyrsta lagi er ekki gerður greinarmunur á öllum hópnum sem svarar könnuninni og þeim sem eru skilgreindir „á vinnumarkaði“ (þ.e. samtala þeirra sem fengu starf og þeirra sem leituðu en fengu ekki). Fyrstu mistökin eru því að túlka atvinnuleysi út frá heildarfjölda þeirra sem svöruðu könnuninni, sem gefur rúm 4% atvinnuleysi. Eins og farið er í hér að framan er atvinnuleysi reiknað sem hlutfall þeirra sem ekki eru í vinnu en vilja og geta unnið af vinnuaflinu. Sé sú aðferð notuð reiknast atvinnuleysið örlítið meira, eða tæp 5%. Þetta er kannski ekki mikill munur og ég er ekki hingað komin fyrir eitthvað „nitpicking“ heldur tek ég þetta fram í von um bætt vinnubrögð í framtíðinni. Alvarlegri eru hin mistökin. Er sanngjarnt að nota aðra mælikvarða á atvinnuleysi námsmanna en annarra? Grundvallarmistökin við gerð könnunarinnar og túlkun á niðurstöðum hennar eru að líta á þau sem fengu starf síðastliðið sumar sem starfandi allt tímabilið. Sumar„fríið“ við Háskóla Íslands árið 2020 var frá 9. maí til 23./30. ágúst (2). Það eru 108-114 dagar eða rúmlega 3,5 mánuður. Ályktunin um 4% atvinnuleysi byggir á því að þau sem fengu starf hafi verið starfandi hvern einn og einasta dag á umræddu tímabili. Er sanngjarnt og rétt að mæla atvinnuleysi stúdenta á þessu 3-4 mánaða tímabil þannig? Fyndist okkur eðlilegt að meta atvinnuleysi annarra hópa með því að spyrja t.d. „varst þú með vinnu árið 2020?“ án þess að tilgreina hvort einstaklingurinn hafi verið í virku ráðningarsambandi í einn dag eða í 365 daga? Hvernig var staðan í raun? Eftir að hafa melt gögnin í nokkra daga endaði ég með tvær aðferðir til þess að slá gróflega á atvinnuleysið. Þrátt fyrir að sumar„frí“ flestra stúdenta hafi verið rúmir 3,5 mánuðir skulum við gera ráð fyrir að þau hafi aðeins viljað vinna í 3 mánuði. Fyrri aðferðin er að reikna atvinnuleysi miðað við svör um lengd ráðningar yfir sumarið. Samkvæmt þeim útreikningum var atvinnuleysi töluvert mismunandi eftir lengd ráðningar (tafla 1). Út frá þessu er t.d. hægt að gróflega álykta að 17% stúdenta hafi verið atvinnulaus í allavega 1 mánuð (3). Seinni aðferðin felst í því að reikna heildarfjölda mánaða sem þau sem svöruðu könnuninni hefðu viljað vinna (3) og heildarfjölda mánaða sem þau unnu í raun (4) til þess að reyna að meta atvinnuleysi yfir allt tímabilið. Niðurstaðan úr þeim útreikningum sýnir að atvinnuleysi meðal stúdenta hafi verið 13% sumarið 2020 (tafla 2) (5). Ætlum við aftur að gera sömu mistök? Í fyrra voru sköpuð 3.400 sumarstörf fyrir stúdenta á vegum stjórnvalda en störfin voru bara til tveggja mánaða en eins og áður kom fram þá er sumar„fríið“ 3,5 mánuður (6). Aðeins var ráðið í um 3.000 störf, enda höfðuðu þau ekki til fjölbreytts hóps stúdenta, kröfðust menntunar og reynslu sem stór hluti stúdenta uppfyllti ekki. Líkt og fram kom hér að framan taldi félagsmálaráðherra forystufólk stúdentahreyfingarinnar vera að ýkja nauðsyn þess að stúdentum væru tryggðar atvinnuleysisbætur, sama öryggisnet og aðrir á vinnumarkaði búa við. Niðurstöður könnunarinnar sem farið hefur verið yfir hér benda til þess að raunverulegt atvinnuleysi yfir tímabilið hafi mælst í tveggja stafa tölu miðað við þær aðferðir sem notaðar eru til að reikna atvinnuleysi hér á landi. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur á því rétt á sér. Mennta- og menningarmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa tilkynnt að stjórnvöld hyggist skapa 2.500 sumarstörf fyrir stúdenta fyrir sumarið 2021. Í fyrra var ekki byrjað að auglýsa störfin fyrr en 26. maí, 18 dögum eftir lok prófa við stærsta háskóla landsins. Stúdentar höfðu þá þurft að lifa í dágóðan tíma við óvissu um atvinnustöðu sína og tekjur (á sama tíma og þau gengu í gegnum lokapróf) án þess að geta treyst á atvinnuleysistryggingakerfið eins og aðrir hópar sem ekki fá vinnu. Það stefnir í að það sama verði upp á teningnum í ár, en nú eru örfáir dagar í að lokaprófum ljúki en enn bólar ekkert á atvinnuauglýsingum fyrir sumarstörf. Þó stjórnvöld hafi haft marga mánuði til þess að gera betur en í fyrra er allt á síðasta snúningi. Á meðan erum við stúdentar með kvíðahnút í maganum og vitum ekki hvort við eigum fyrir leigunni í júní. (1) Skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar teljast þau atvinnulaus sem ekki voru í starfi í viðmiðunarvikunni, geta hafið störf innan tveggja vikna frá því rannsóknin er gerð og uppfylla auk þess eitthvert eftirfarandi skilyrða: 1. Hafa verið virkir í atvinnuleit sl. fjórar vikur (að viðmiðunarviku meðtalinni). 2. Hafa fundið starf sem byrjar seinna, þó ekki síðar en innan þriggja mánaða. 3. Bíða eftir að vera kallaðir til vinnu. (2) Að jafnaði. Þrjár deildir á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands (HÍ) byrjuðu fyrr og einhver hluti stúdenta tók sjúkra- og endurtökupróf sem gæti hafa stytt „fríið“ þeirra. Lengd „frísins“ var svipuð í Háskólanum á Akureyri (HA) en samtals stunduðu rúm 80% háskólanema á Íslandi nám við HÍ og HA árið 2019-20. (3) Hér er dregin ályktun um að allir sem unnu minna en 3 mánuði hafi viljað vinna lengur. Í annarri spurningu í könnuninni sögðust ⅓ þeirra sem fengu vinnu hafa viljað vinna lengur, rúm ⅔ þeirra sem fengu vinnu unnu í 3 mánuði eða meira. Þetta er þó gróft áætlað enda ekki hægt að fullyrði hver það voru sem vildu vinna lengur. (4) Miðum hér við að meðallengd vinnu þeirra sem vinna ekki slétta mánuði hoppi á hálfum mánuðum. Það er auðvitað gróft viðmið en sýnir líka hve illa könnunin dugar til að meta raunverulegt atvinnuleysi. (5) Ath. að sé miðað við 3,5 mánuð þá er niðurstaðan 20% atvinnuleysi. Líklega var raunverulegt atvinnuleysi einhversstaðar á þessu bili. (6) Hugsanlega hefur einhver hluti stúdenta viljað taka sér frí, t.d. í 2 vikur. Eftir stendur þó 1 mánuður í atvinnuleysi. Stjórnvöld stefna að því að lengja ráðningartímabilið um 2 vikur fyrir komandi sumar, sem er breyting til bóta. Hægt er að nálgast útreikninga hér. Höfundur er hagfræðingur.
(1) Skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar teljast þau atvinnulaus sem ekki voru í starfi í viðmiðunarvikunni, geta hafið störf innan tveggja vikna frá því rannsóknin er gerð og uppfylla auk þess eitthvert eftirfarandi skilyrða: 1. Hafa verið virkir í atvinnuleit sl. fjórar vikur (að viðmiðunarviku meðtalinni). 2. Hafa fundið starf sem byrjar seinna, þó ekki síðar en innan þriggja mánaða. 3. Bíða eftir að vera kallaðir til vinnu. (2) Að jafnaði. Þrjár deildir á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands (HÍ) byrjuðu fyrr og einhver hluti stúdenta tók sjúkra- og endurtökupróf sem gæti hafa stytt „fríið“ þeirra. Lengd „frísins“ var svipuð í Háskólanum á Akureyri (HA) en samtals stunduðu rúm 80% háskólanema á Íslandi nám við HÍ og HA árið 2019-20. (3) Hér er dregin ályktun um að allir sem unnu minna en 3 mánuði hafi viljað vinna lengur. Í annarri spurningu í könnuninni sögðust ⅓ þeirra sem fengu vinnu hafa viljað vinna lengur, rúm ⅔ þeirra sem fengu vinnu unnu í 3 mánuði eða meira. Þetta er þó gróft áætlað enda ekki hægt að fullyrði hver það voru sem vildu vinna lengur. (4) Miðum hér við að meðallengd vinnu þeirra sem vinna ekki slétta mánuði hoppi á hálfum mánuðum. Það er auðvitað gróft viðmið en sýnir líka hve illa könnunin dugar til að meta raunverulegt atvinnuleysi. (5) Ath. að sé miðað við 3,5 mánuð þá er niðurstaðan 20% atvinnuleysi. Líklega var raunverulegt atvinnuleysi einhversstaðar á þessu bili. (6) Hugsanlega hefur einhver hluti stúdenta viljað taka sér frí, t.d. í 2 vikur. Eftir stendur þó 1 mánuður í atvinnuleysi. Stjórnvöld stefna að því að lengja ráðningartímabilið um 2 vikur fyrir komandi sumar, sem er breyting til bóta.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun