„Leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2021 07:37 Boris hefur þverneitað fyrir að hafa látið ummælin falla. epa/Neil Hall Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sætir nú auknum þrýstingi eftir að breskir miðlar greindu frá því í gær að hann hefði sagt að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að grípa aftur til harðra sóttvarnaðgerða. Mikil reiði greip um sig vegna málsins, ekki síst af hálfu þeirra sem misst hafa ástvin sökum Covid-19, en forsætisráðherrann og stuðningsmenn hans hafa neitað því að hann hafi nokkurn tímann sagt annað eins. Ummælin eru sögð hafa fallið að loknum fundi í Downing-stræti í nóvember síðastliðnum, þegar Johnson sá sig tilneyddan til að fyrirskipa fjögurra vikna sóttvarnaðgerðir vegna uppsveiflu í kórónuveirufaraldrinum. „Engin fleiri fokking útgöngubönn; leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ á Johnson að hafa sagt. Fjöldi miðla hefur greint frá atvikinu en að sögn heimildarmanns Guardian voru ummælin látin falla fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans, í viðurvist nokkurra einstaklinga. Annar heimildarmaður, sem var ekki viðstaddur, segir að um þau hafi verið rætt á síðasta ári en sá heyrði að Johnson hefði sagt: „Engin fleiri fokking útgöngubönn; skítt með afleiðingarnar“. Þrátt fyrir staðfasta neitun frá Johnson og talsmanni hans greindi BBC frá atvikinu og sagðist hafa fengið það staðfest að þau hefðu fallið eftir heitar umræður í Downing-stræti. Andstæðingar Johnson hafa gagnrýnt hann harðlega í kjölfarið og sagt hann hafa náð botninum með því að gera lítið úr þeim 127 þúsund sem hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi. Þá hafa samtök aðstandenda sem hafa misst ástvini úr Covid-19 sagt ummælin eins og að fá hnefahögg í magann og hafa magnað reiði þeirra vegna þeirra svara stjórnvalda að ekki verði hægt að hefja rannsókn á viðbrögðum yfirvalda vegna faraldursins á næstu mánuðum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Mikil reiði greip um sig vegna málsins, ekki síst af hálfu þeirra sem misst hafa ástvin sökum Covid-19, en forsætisráðherrann og stuðningsmenn hans hafa neitað því að hann hafi nokkurn tímann sagt annað eins. Ummælin eru sögð hafa fallið að loknum fundi í Downing-stræti í nóvember síðastliðnum, þegar Johnson sá sig tilneyddan til að fyrirskipa fjögurra vikna sóttvarnaðgerðir vegna uppsveiflu í kórónuveirufaraldrinum. „Engin fleiri fokking útgöngubönn; leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ á Johnson að hafa sagt. Fjöldi miðla hefur greint frá atvikinu en að sögn heimildarmanns Guardian voru ummælin látin falla fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans, í viðurvist nokkurra einstaklinga. Annar heimildarmaður, sem var ekki viðstaddur, segir að um þau hafi verið rætt á síðasta ári en sá heyrði að Johnson hefði sagt: „Engin fleiri fokking útgöngubönn; skítt með afleiðingarnar“. Þrátt fyrir staðfasta neitun frá Johnson og talsmanni hans greindi BBC frá atvikinu og sagðist hafa fengið það staðfest að þau hefðu fallið eftir heitar umræður í Downing-stræti. Andstæðingar Johnson hafa gagnrýnt hann harðlega í kjölfarið og sagt hann hafa náð botninum með því að gera lítið úr þeim 127 þúsund sem hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi. Þá hafa samtök aðstandenda sem hafa misst ástvini úr Covid-19 sagt ummælin eins og að fá hnefahögg í magann og hafa magnað reiði þeirra vegna þeirra svara stjórnvalda að ekki verði hægt að hefja rannsókn á viðbrögðum yfirvalda vegna faraldursins á næstu mánuðum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira