Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 22:21 Rannsókn brasilíska þingsins gæti leitt til þess að Bolsonaro forseti (f.m.) verði kærður fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur ekki aðeins lagst gegn sóttvarnaaðgerðum alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir heldur hefur hann reynt að fella aðgerðir einstakra ríkja úr gildi fyrir dómstólum. Vísir/EPA Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. Fleiri en fjórtán milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni í Brasilíu samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro forseti hefur frá upphafi gert lítið úr alvarleika faraldursins og gagnrýnt samkomutakmarkanir, grímuskyldu og bólusetningar. Forsetinn hefur jafnvel tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum eigin ríkisstjórnar. Stuðningur við Bolsonaro hefur hrunið samhliða því sem holskefla smitaðra sligar heilbrigðiskerfi landsins. Sjúkrahús eru yfirfull og fólk deyr á meðan það bíður eftir að fá meðferð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir það situr forsetinn fast við sinn keip og leggst gegn samkomutakmörkunum með þeim rökum að efnahagslega höggið vegna þeirra væri verra en veiran sjálf. Hæstiréttur landsins skipaði fyrir um að öldungadeild þingsins skyldi rannsaka viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum. Þingnefnd kannar meðal annars hvers vegna svo hægt gengur að afla bóluefna, hvernig ríkisstjórnin gerði lítið úr alvarleika faraldursins, talaði fyrir notkun lyfja sem ekki var sýnt fram á að gögnuðust gegn Covid-19 og skort á lækningabúnaði svo eitthvað sé nefnt. Þá beinist rannsóknin að því hvort að Bolsonaro hafi vísvitandi leyft faraldrinum að grassera í því skyni að ná hjarðónæmi í landinu og hvort að þjóðarmorð hafi verið framið á frumbyggjum í Amasonfrumskóginum þegar sérlega banvænt afbrigði veirunnar fékk að geisa á meðal þeirra stjórnlaust. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Fleiri en fjórtán milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni í Brasilíu samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro forseti hefur frá upphafi gert lítið úr alvarleika faraldursins og gagnrýnt samkomutakmarkanir, grímuskyldu og bólusetningar. Forsetinn hefur jafnvel tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum eigin ríkisstjórnar. Stuðningur við Bolsonaro hefur hrunið samhliða því sem holskefla smitaðra sligar heilbrigðiskerfi landsins. Sjúkrahús eru yfirfull og fólk deyr á meðan það bíður eftir að fá meðferð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir það situr forsetinn fast við sinn keip og leggst gegn samkomutakmörkunum með þeim rökum að efnahagslega höggið vegna þeirra væri verra en veiran sjálf. Hæstiréttur landsins skipaði fyrir um að öldungadeild þingsins skyldi rannsaka viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum. Þingnefnd kannar meðal annars hvers vegna svo hægt gengur að afla bóluefna, hvernig ríkisstjórnin gerði lítið úr alvarleika faraldursins, talaði fyrir notkun lyfja sem ekki var sýnt fram á að gögnuðust gegn Covid-19 og skort á lækningabúnaði svo eitthvað sé nefnt. Þá beinist rannsóknin að því hvort að Bolsonaro hafi vísvitandi leyft faraldrinum að grassera í því skyni að ná hjarðónæmi í landinu og hvort að þjóðarmorð hafi verið framið á frumbyggjum í Amasonfrumskóginum þegar sérlega banvænt afbrigði veirunnar fékk að geisa á meðal þeirra stjórnlaust.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33