Fín veiði í Eyrarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 28. apríl 2021 09:40 Sjóbirtingur Eyrarvatn í Svínadal hefur yfirleitt verið best yfir hásumarið en í vatninu er mest bleikja en oft veiðist þar stöku lax og sjóbirtingur. Vatnið er nýopnað eftir veturinn fyrir veiðimönnum og það furðulega er að veiðin þar hefur bara suma daga verið góð og það er ekki bleikja sem er að veiðast núna. Þessa dagana hefur verið að veiðast töluvert af sjóbirting og við vitum af minnsta kosti einum veiðimanni sem er komin yfir tuttugu birtinga í nokkrum ferðum í vatnið. Mest af sjóbirtinginum er 2-3 pund en inn á milli eru þó stærri fiskar. Veiðimenn eru þó engu að síður hvattir til að sleppa mögrum fisk þar sem hann er á niðurgöngu úr vatnakerfinu eftir hrygningu eins er þessi magri fiskur bara ekkert spennandi að borða. Inn á milli eru samt nokkrir vel haldnir geldfiskar og þá er í lagi að hirða en veiðimenn eru engu að síður hvattir til að gæta hófs þar sem þessi stofn hefur verið í uppsveiflu en lítið mál er að ofveiða hann aftur fram á þann stað að lítið verði til að veiða. Fishpartner selja leyfi í vötnin í Svínadal. Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði
Vatnið er nýopnað eftir veturinn fyrir veiðimönnum og það furðulega er að veiðin þar hefur bara suma daga verið góð og það er ekki bleikja sem er að veiðast núna. Þessa dagana hefur verið að veiðast töluvert af sjóbirting og við vitum af minnsta kosti einum veiðimanni sem er komin yfir tuttugu birtinga í nokkrum ferðum í vatnið. Mest af sjóbirtinginum er 2-3 pund en inn á milli eru þó stærri fiskar. Veiðimenn eru þó engu að síður hvattir til að sleppa mögrum fisk þar sem hann er á niðurgöngu úr vatnakerfinu eftir hrygningu eins er þessi magri fiskur bara ekkert spennandi að borða. Inn á milli eru samt nokkrir vel haldnir geldfiskar og þá er í lagi að hirða en veiðimenn eru engu að síður hvattir til að gæta hófs þar sem þessi stofn hefur verið í uppsveiflu en lítið mál er að ofveiða hann aftur fram á þann stað að lítið verði til að veiða. Fishpartner selja leyfi í vötnin í Svínadal.
Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði