Gummi Ben um breytinguna á Pepsi Max Stúkunni: Þetta er bara nútíminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 16:40 Guðmundur Benediktsson stýrir áfram Pepsi Max Stúkunni í sumar. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og félagar fara aftur af stað með Pepsi Max stúkuna í kvöld en þá verður spáð í spilin fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Það eru bara tveir dagar í það að Pepsi Max deildin hefjist hjá körlunum eða með opnunarleik Vals og ÍA á Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Fyrsta umferðin klárast síðan á laugardag og sunnudag. Í kvöld mun Guðmundur Benediktsson fara yfir komandi tímabil í Pepsi Max stúkunni og ræða við þjálfara liðanna tólf sem spila í deildinni í sumar. Guðmundur mun síðan líka fá þjálfara liðanna tólf til að svara ýmsum spurningum um komandi tímabil eins og hverjir falla, hverjir koma mest á óvart, hver verður bestur og hverjir verða meistarar. Pepsi Max stúka kvöldsins hefst klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport eða strax á eftir Meistaradeildinni. Guðmundur Benediktsson ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag um fyrirkomulag Pepsi Max Stúkunnar í sumar en hún mun taka smá breytingum á milli ára. „Það eina sem ég veit er að þetta verður ógeðslega gaman. Þetta er að byrja á föstudaginn og við ætlum að auka alla umfjöllun um deildina,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Við ætlum að gera upp hvern einasta dag. Hver leikdagur verður gerður upp eftir síðasta leik þann daginn. Ef það er einn leikur þá gerum við hann upp en ef að það eru þrír leikir þá gerum við þá upp,“ sagði Guðmundur. „Ég held að það verði meiri og betri umfjöllun,“ sagði Guðmundur og það er breytingar á mönnunum í stúkunni. Klippa: Breytingar á Pepsi Max Stúkunni í sumar „Við erum komnir með nýja sérfræðinga í okkar lið. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf. Við erum komnir með sterka nýja pósta inn. Óli Jóh kemur með mestu reynslu sem hefur sést í íslensku sjónvarpi leyfi ég mér að fullyrða,“ sagði Guðmundur en Ólafur Jóhannesson ætlar að setjast í sérfræðingastólinn í sumar. „Svo erum við með Jón Þór fyrrum landsliðsþjálfara kvenna og Baldur Sigurðsson kemur líka inn auk sérfræðinganna sem verða áfram frá síðustu leiktíð. Ég er bara spenntur fyrir þessu öllu,“ sagði Guðmundur. Stóra breytingin á Pepsi Max Stúkunni er að það verður ekki lengur þessi eini uppgjörsþáttur eftir hverja umferð heldur verður allt gert upp strax eftir leiki. „Það er 2021 og við eigum að hætta með svona bálka eftir umferðina þar sem er kannski verið að tala um þriggja daga gamla leiki. Nú bara gerum við þetta upp á hverjum leikdegi og það verður, held ég, allt miklu betra. Þetta er bara nútíminn,“ sagði Guðmundur Benediktsson en það má horfa á spjallið við hann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Það eru bara tveir dagar í það að Pepsi Max deildin hefjist hjá körlunum eða með opnunarleik Vals og ÍA á Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Fyrsta umferðin klárast síðan á laugardag og sunnudag. Í kvöld mun Guðmundur Benediktsson fara yfir komandi tímabil í Pepsi Max stúkunni og ræða við þjálfara liðanna tólf sem spila í deildinni í sumar. Guðmundur mun síðan líka fá þjálfara liðanna tólf til að svara ýmsum spurningum um komandi tímabil eins og hverjir falla, hverjir koma mest á óvart, hver verður bestur og hverjir verða meistarar. Pepsi Max stúka kvöldsins hefst klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport eða strax á eftir Meistaradeildinni. Guðmundur Benediktsson ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag um fyrirkomulag Pepsi Max Stúkunnar í sumar en hún mun taka smá breytingum á milli ára. „Það eina sem ég veit er að þetta verður ógeðslega gaman. Þetta er að byrja á föstudaginn og við ætlum að auka alla umfjöllun um deildina,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Við ætlum að gera upp hvern einasta dag. Hver leikdagur verður gerður upp eftir síðasta leik þann daginn. Ef það er einn leikur þá gerum við hann upp en ef að það eru þrír leikir þá gerum við þá upp,“ sagði Guðmundur. „Ég held að það verði meiri og betri umfjöllun,“ sagði Guðmundur og það er breytingar á mönnunum í stúkunni. Klippa: Breytingar á Pepsi Max Stúkunni í sumar „Við erum komnir með nýja sérfræðinga í okkar lið. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf. Við erum komnir með sterka nýja pósta inn. Óli Jóh kemur með mestu reynslu sem hefur sést í íslensku sjónvarpi leyfi ég mér að fullyrða,“ sagði Guðmundur en Ólafur Jóhannesson ætlar að setjast í sérfræðingastólinn í sumar. „Svo erum við með Jón Þór fyrrum landsliðsþjálfara kvenna og Baldur Sigurðsson kemur líka inn auk sérfræðinganna sem verða áfram frá síðustu leiktíð. Ég er bara spenntur fyrir þessu öllu,“ sagði Guðmundur. Stóra breytingin á Pepsi Max Stúkunni er að það verður ekki lengur þessi eini uppgjörsþáttur eftir hverja umferð heldur verður allt gert upp strax eftir leiki. „Það er 2021 og við eigum að hætta með svona bálka eftir umferðina þar sem er kannski verið að tala um þriggja daga gamla leiki. Nú bara gerum við þetta upp á hverjum leikdegi og það verður, held ég, allt miklu betra. Þetta er bara nútíminn,“ sagði Guðmundur Benediktsson en það má horfa á spjallið við hann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira