Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 20:01 Strati Hvartos og Caroline Fiorito, ferðalangar frá Los Angeles, voru spennt fyrir Íslandsferðinni. Vísir/Sigurjón Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Delta flýgur farþegum til landsins en félagið mun nú í maí hefja daglegt áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Íslands. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði að koma ferðamannanna marki mögulega upphaf íslenska ferðasumarsins. Einhverra áhrifa virðist mögulega þegar farið að gæta í ferðaþjónustunni. „Ætli það hafi ekki selst jafnmikið síðustu viku og er búið að vera að seljast núna frá áramótum,“ sagði Hallgrímur Lárusson, bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni. Hann var mættur á Keflavíkurflugvöll í morgun til að sækja ferðamann sem kom með Delta-fluginu og aka honum á dvalarstað hans í Reykjavík. Hallgrímur Lárusson bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni.Vísir/Sigurjón Fréttastofa fylgdist með ferðamönnum streyma gegnum flugvöllinn í morgun. Flestir voru á því að Ísland væri öruggur valkostur í heimsfaraldri. „Við kusum Ísland því það virðist besti kosturinn nú í faraldrinum. Við teljum landið öruggasta staðinn að ferðast til. Einnig eru mjög fáir ferðamenn hér nú,“ sagði Strati Hvartos, ljósmyndari frá Los Angeles, sem stefnir á að vera hér á landi í tvær vikur ásamt kærustu sinni, leikmyndahönnuðinum Caroline Fiorito. Og allir sem fréttastofa ræddi við hlökkuðu til ferðalagsins um Ísland. Þær Yasmine Kim og Megan Newsom læknanemar voru mjög spenntar fyrir ferð sinni en þær stefndu á Suðurland. „Við vorum að ljúka læknanámi og þetta er því útskriftarferð,“ sagði Megan. Flugmaðurinn Rohan Bahtia var loks mættur í langþráð frí. „Við höfum beðið í eitt og hálft ár eftir því að komast til Íslands. Landið er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við erum glöð að vera komin.“ Koppa-fjölskyldan frá Bandaríkjunum; Sarah og Corey ásamt dætrum sínum þremur, þeim Sophiu, Ameliu og Annalise.Vísir/Sigurjón Tilhlökkunin gerði strax vart við sig í flugvélinni að sögn Koppa-fjölskyldunnar; Söruh, hjúkrunarfræðings, Corey, iðnaðarmanns, og dætra þeirra þriggja; Sophiu, Ameliu og Annalise. „Allir voru mjög spenntir að komast á annan stað en í Bandaríkjunum. Við hlökkum til að heimsækja annað land. Stemningin var mjög góð. Vélin var full,“ sagði Sarah. Elsta dóttirin Sophia kvaðst hlakka til ferðarinnar. Innt eftir því hverju hún væri spenntust fyrir sagði hún að það væru líklega fossarnir. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Delta flýgur farþegum til landsins en félagið mun nú í maí hefja daglegt áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Íslands. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði að koma ferðamannanna marki mögulega upphaf íslenska ferðasumarsins. Einhverra áhrifa virðist mögulega þegar farið að gæta í ferðaþjónustunni. „Ætli það hafi ekki selst jafnmikið síðustu viku og er búið að vera að seljast núna frá áramótum,“ sagði Hallgrímur Lárusson, bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni. Hann var mættur á Keflavíkurflugvöll í morgun til að sækja ferðamann sem kom með Delta-fluginu og aka honum á dvalarstað hans í Reykjavík. Hallgrímur Lárusson bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni.Vísir/Sigurjón Fréttastofa fylgdist með ferðamönnum streyma gegnum flugvöllinn í morgun. Flestir voru á því að Ísland væri öruggur valkostur í heimsfaraldri. „Við kusum Ísland því það virðist besti kosturinn nú í faraldrinum. Við teljum landið öruggasta staðinn að ferðast til. Einnig eru mjög fáir ferðamenn hér nú,“ sagði Strati Hvartos, ljósmyndari frá Los Angeles, sem stefnir á að vera hér á landi í tvær vikur ásamt kærustu sinni, leikmyndahönnuðinum Caroline Fiorito. Og allir sem fréttastofa ræddi við hlökkuðu til ferðalagsins um Ísland. Þær Yasmine Kim og Megan Newsom læknanemar voru mjög spenntar fyrir ferð sinni en þær stefndu á Suðurland. „Við vorum að ljúka læknanámi og þetta er því útskriftarferð,“ sagði Megan. Flugmaðurinn Rohan Bahtia var loks mættur í langþráð frí. „Við höfum beðið í eitt og hálft ár eftir því að komast til Íslands. Landið er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við erum glöð að vera komin.“ Koppa-fjölskyldan frá Bandaríkjunum; Sarah og Corey ásamt dætrum sínum þremur, þeim Sophiu, Ameliu og Annalise.Vísir/Sigurjón Tilhlökkunin gerði strax vart við sig í flugvélinni að sögn Koppa-fjölskyldunnar; Söruh, hjúkrunarfræðings, Corey, iðnaðarmanns, og dætra þeirra þriggja; Sophiu, Ameliu og Annalise. „Allir voru mjög spenntir að komast á annan stað en í Bandaríkjunum. Við hlökkum til að heimsækja annað land. Stemningin var mjög góð. Vélin var full,“ sagði Sarah. Elsta dóttirin Sophia kvaðst hlakka til ferðarinnar. Innt eftir því hverju hún væri spenntust fyrir sagði hún að það væru líklega fossarnir.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira