„Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2021 21:57 Rúnar Kristinsson sparaði ekki stóru orðin um Arnór Svein. Vísir/Vilhelm Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. „Við byrjuðum leikinn ofboðslega vel og pressuðum Blikana ofarlega á vellinum. Við reyndum að koma þeim í vandræði og það heppnaðist nokkuð vel. Þegar þeir þurftu að senda langa sendingu fram vorum við svo sterkari þar líka og fengum tvö mörk tiltölulega snemma," sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. KR var komið í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og það gaf þeim augljóslega mikið sjálfstraust. „Ég held að þetta hafi verið högg fyrir þá, vitandi að þeir töpuðu tvisvar fyrir okkur hér á Kópavogsvelli í fyrra. Við náðum yfirhöndinni með því að skora svona snemma og það lagði grunninn að okkar sigri." KR vann Breiðablik þrisvar á síðasta tímabili, báða leikina í deildinni ásamt því að leggja þá að velli í bikarkeppninni. „Okkur hefur gengið vel hér á Kópavogsvelli. Það er gaman að spila við Breiðablik, þeir eru með öðruvísi lið en flest önnur í deildinni og það er gaman að eiga við þá. Það er erfitt því þeir gera sína hluti ofboðslega vel. Við erum mjög sáttir að stoppa það sem þeir eru góðir í og ná sigri." Blikum gekk illa að finna opnanir á vörn KR, þeir fengu ekki mörg galpin færi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson áttu fínan leik í miðri vörninni. „Arnór Sveinn er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati, það hefur bara enginn fattað það nema ég. Hann er búinn að skóla Finn Tómas til og nú er hann kominn með Grétar Snæ sér við hlið. Grétar er búinn að vaxa og vaxa, hann átti frábæran leik í dag og ég ætla að vona að hann sé maður til að standa undir því að vera jafn góður í næstu leikjum." „Grétar stóðst prófið í dag gríðarlega vel. Hann hefur ekki fengið mörg stór próf hjá okkur, það er búið að vera Covid og æfingar stöðvuðust. Við spiluðum við Val en síðan við lið þar sem við vorum mikið með boltann og að sækja. Við áttum eftir að sjá meira af hans varnartöktum og hann stendur þetta allt af sér." Margir búast við spennandi Íslandsmóti og Rúnar býst við Blikum í þeirri baráttu. „Með réttu hafa margir spáð þeim Íslandsmeistaratitli. Ef maður horfir á hópinn, getuna og svo er þetta annað árið hjá Óskari sem er góður þjálfari þá geta þeir gert tilkall til þess að vinna. Líkt og til dæmis Valur og FH sem eru með stærri hópa en við," sagði Rúnar og sagði að KR væri að reyna að stækka hópinn. „Við þurfum aðeins meiri breidd og aðeins fleiri möguleika. Það er ekkert fast á borði. Við erum með Aron Bjarka, Grétar og Arnór sem miðverði og þeir hafa aðeins verið í vandræðum með meiðsli og það má lítið út af bregða. Við erum að skoða miðverði, miðjumann og líka framherja. „Við höfum eingöngu skoðað erlendis, ég tek ekki hvern sem er. Ég skoða vel og lengi og á erfitt með að taka ákvörðun. Vonandi skilar þolinmæðin því að við fáum góðan leikmann í næstu viku." Breiðablik KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn ofboðslega vel og pressuðum Blikana ofarlega á vellinum. Við reyndum að koma þeim í vandræði og það heppnaðist nokkuð vel. Þegar þeir þurftu að senda langa sendingu fram vorum við svo sterkari þar líka og fengum tvö mörk tiltölulega snemma," sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. KR var komið í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og það gaf þeim augljóslega mikið sjálfstraust. „Ég held að þetta hafi verið högg fyrir þá, vitandi að þeir töpuðu tvisvar fyrir okkur hér á Kópavogsvelli í fyrra. Við náðum yfirhöndinni með því að skora svona snemma og það lagði grunninn að okkar sigri." KR vann Breiðablik þrisvar á síðasta tímabili, báða leikina í deildinni ásamt því að leggja þá að velli í bikarkeppninni. „Okkur hefur gengið vel hér á Kópavogsvelli. Það er gaman að spila við Breiðablik, þeir eru með öðruvísi lið en flest önnur í deildinni og það er gaman að eiga við þá. Það er erfitt því þeir gera sína hluti ofboðslega vel. Við erum mjög sáttir að stoppa það sem þeir eru góðir í og ná sigri." Blikum gekk illa að finna opnanir á vörn KR, þeir fengu ekki mörg galpin færi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson áttu fínan leik í miðri vörninni. „Arnór Sveinn er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati, það hefur bara enginn fattað það nema ég. Hann er búinn að skóla Finn Tómas til og nú er hann kominn með Grétar Snæ sér við hlið. Grétar er búinn að vaxa og vaxa, hann átti frábæran leik í dag og ég ætla að vona að hann sé maður til að standa undir því að vera jafn góður í næstu leikjum." „Grétar stóðst prófið í dag gríðarlega vel. Hann hefur ekki fengið mörg stór próf hjá okkur, það er búið að vera Covid og æfingar stöðvuðust. Við spiluðum við Val en síðan við lið þar sem við vorum mikið með boltann og að sækja. Við áttum eftir að sjá meira af hans varnartöktum og hann stendur þetta allt af sér." Margir búast við spennandi Íslandsmóti og Rúnar býst við Blikum í þeirri baráttu. „Með réttu hafa margir spáð þeim Íslandsmeistaratitli. Ef maður horfir á hópinn, getuna og svo er þetta annað árið hjá Óskari sem er góður þjálfari þá geta þeir gert tilkall til þess að vinna. Líkt og til dæmis Valur og FH sem eru með stærri hópa en við," sagði Rúnar og sagði að KR væri að reyna að stækka hópinn. „Við þurfum aðeins meiri breidd og aðeins fleiri möguleika. Það er ekkert fast á borði. Við erum með Aron Bjarka, Grétar og Arnór sem miðverði og þeir hafa aðeins verið í vandræðum með meiðsli og það má lítið út af bregða. Við erum að skoða miðverði, miðjumann og líka framherja. „Við höfum eingöngu skoðað erlendis, ég tek ekki hvern sem er. Ég skoða vel og lengi og á erfitt með að taka ákvörðun. Vonandi skilar þolinmæðin því að við fáum góðan leikmann í næstu viku."
Breiðablik KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti