Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2021 10:57 Modi forsætisráðherra lét skegg sitt vaxa sítt til að koma sér í mjúkinn hjá kjósendum í Vestur-Bengal. Stuðningsmenn hans líktu honum við dáðasta son ríkisins, Nóbelsverðlaunaskáldið Rabindranath Tagore. Vísir/EPA Flokkur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tapaði ríkisþingskosningum í Vestur-Bengal þrátt fyrir að hann hefði lagt ofurkapp á það í kosningabaráttunni. Modi var jafnvel sakaður um að láta kosningarnar sig meiru varða en kórónuveirufaraldurinn sem geisar nú stjórnlaust víða um landið. Kosningarnar í Vestur-Bengal og fjórum öðrum ríkjum fóru fram í skugga ófremdarástands vegna faraldursins. Fleiri en 300.000 manns hafa nú greinst smitaðir af veirunni á hverjum einasta degi í tíu daga í röð. Í gær var slegið met um dauðsföll á einum degi þegar greint var frá 3.689 dauðsföllum. Svo svart er ástandið að sjúkrahús skortir fleiri pláss og súrefni til að gefa sjúklingum í andnauð. Að minnsta kosti tólf sjúklingar létust þegar súrefni kláraðist á sjúkrahúsi í Delí í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir stöðu faraldursins háði BJP-flokkur Modi forsætisráðherra umfangsmikla kosningabaráttu í Vestur-Bengal. Modi sjálfur ferðaðist ítrekað þangað á kosningafundi. Fjöldafundirnar og kosningarnar hafa verið tengdar við fjölgun smitaðra þar og Modi hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að vanrækja skyldur sínar sem forsætisráðherra með tíðum ferðum sínum til að vinna hugi og hjörtu Bengala. BJP-flokkur Modi hélt fjölda kosningafunda í aðdraganda ríkisþingkosninganna. Þeir hafa meðal annars verið tengdir við fjölgun kórónuveirusmita undanfarnar vikur.Vísir/EPA Allt kom þó fyrir ekki og fór Mamata Banjeree, sitjandi ríkisstjóri Vestur-Bengal, og flokkur hennar með sigur af hólmi. Banjeree hefur verið harður gagnrýnandi Modi. Sigur hennar kom stjórnmálaskýrendum á óvart í ljósi þess hversu miklu flokkur Modi tjaldaði til í kosningabaráttunni, bæði tíma og peningum, að því er BBC segir frá. Banjeree sagði að úrslitin í Vestur-Bengal hefðu bjargað Indlandi og að hún ætlaði að gerast baráttuna við faraldurinn að helsta forgangsmáli sínu. Sjálf tapaði hún þó sæti sínu á ríkisþinginu fyrir fyrrverandi aðstoðarmanni sem gekk til liðs við BJP. Segist Banjeree ætla að skjóta úrslitum til dómstóla. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Kosningarnar í Vestur-Bengal og fjórum öðrum ríkjum fóru fram í skugga ófremdarástands vegna faraldursins. Fleiri en 300.000 manns hafa nú greinst smitaðir af veirunni á hverjum einasta degi í tíu daga í röð. Í gær var slegið met um dauðsföll á einum degi þegar greint var frá 3.689 dauðsföllum. Svo svart er ástandið að sjúkrahús skortir fleiri pláss og súrefni til að gefa sjúklingum í andnauð. Að minnsta kosti tólf sjúklingar létust þegar súrefni kláraðist á sjúkrahúsi í Delí í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir stöðu faraldursins háði BJP-flokkur Modi forsætisráðherra umfangsmikla kosningabaráttu í Vestur-Bengal. Modi sjálfur ferðaðist ítrekað þangað á kosningafundi. Fjöldafundirnar og kosningarnar hafa verið tengdar við fjölgun smitaðra þar og Modi hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að vanrækja skyldur sínar sem forsætisráðherra með tíðum ferðum sínum til að vinna hugi og hjörtu Bengala. BJP-flokkur Modi hélt fjölda kosningafunda í aðdraganda ríkisþingkosninganna. Þeir hafa meðal annars verið tengdir við fjölgun kórónuveirusmita undanfarnar vikur.Vísir/EPA Allt kom þó fyrir ekki og fór Mamata Banjeree, sitjandi ríkisstjóri Vestur-Bengal, og flokkur hennar með sigur af hólmi. Banjeree hefur verið harður gagnrýnandi Modi. Sigur hennar kom stjórnmálaskýrendum á óvart í ljósi þess hversu miklu flokkur Modi tjaldaði til í kosningabaráttunni, bæði tíma og peningum, að því er BBC segir frá. Banjeree sagði að úrslitin í Vestur-Bengal hefðu bjargað Indlandi og að hún ætlaði að gerast baráttuna við faraldurinn að helsta forgangsmáli sínu. Sjálf tapaði hún þó sæti sínu á ríkisþinginu fyrir fyrrverandi aðstoðarmanni sem gekk til liðs við BJP. Segist Banjeree ætla að skjóta úrslitum til dómstóla.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14