Prófum læknanema frestað vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2021 18:09 Fólk bíður í röð eftir að komast í skimun í borginni Bangalore á Indlandi. EPA/JAGADEESH NV Prófum læknanema á Indlandi hefur verið frestað svo þeir geti tekið þátt í baráttunni við Covid-19 þar í landi. Heilbrigðiskerfi Indlands ræður ekki við faraldurinn en er mikill skortur á sjúkrarúmum og súrefni. Smituðum hefur fjölgað gífurlega hratt en undanfarna tólf daga hefur fjöldi þeirra sem greinst hafa smitaðir fyrir yfir þrjú hundruð þúsund á degi hverjum. Í dag var tilkynnt að 368.147 hefðu greinst smitaðir milli daga og 3.417 hefðu dáið. Í heildina hafa tæplega 20 milljónir smitast og um 219 þúsund dáið, svo vitað sé. Sérfræðingar segja mögulegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í landinu sé fimm til tíu sinnum hærri. Í frétt Reuters segir að fólk með Covid-19 sé að deyja á bílastæðum sjúkrahúsa vegna álagsins á heilbrigðiskerfinu. Skrifstofa Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í dag að prófum læknanema á síðasta ári yrði frestað. Þau gætu því verið til aðstoðar á sjúkrahúsum, undir eftirliti lækna. Í tilkynningunni kom fram að þeir sem myndu taka þátt fengju forgang í ríkisstörf. Þau muni einnig fá heiðursorðu frá forsætisráðherranum, eftir að hafa aðstoðar í minnst hundrað daga. All such professionals who sign up for minimum 100 days of Covid duty and complete it successfully will also be given the Prime Minister s Distinguished Covid National Service Samman from Government of India.— PMO India (@PMOIndia) May 3, 2021 AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Modis hafi verið harðlega gagnrýnd vegna bylgjunnar sem gengur nú yfir landið og hvernig brugðist hefur verið við henni. Flokkur hans tapaði ríkisþingskosningum Í Vestur-Bengal og öðrum ríkjum. Sjá einnig: Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Heilbrigðisráðuneyti Indlands tilkynnti í dag að hlutfall þeirra sem greinast smitaðir, miðað við fjölda prófa, hefði lækkað milli daga og er það í fyrsta sinn frá 15. apríl. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Smituðum hefur fjölgað gífurlega hratt en undanfarna tólf daga hefur fjöldi þeirra sem greinst hafa smitaðir fyrir yfir þrjú hundruð þúsund á degi hverjum. Í dag var tilkynnt að 368.147 hefðu greinst smitaðir milli daga og 3.417 hefðu dáið. Í heildina hafa tæplega 20 milljónir smitast og um 219 þúsund dáið, svo vitað sé. Sérfræðingar segja mögulegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í landinu sé fimm til tíu sinnum hærri. Í frétt Reuters segir að fólk með Covid-19 sé að deyja á bílastæðum sjúkrahúsa vegna álagsins á heilbrigðiskerfinu. Skrifstofa Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í dag að prófum læknanema á síðasta ári yrði frestað. Þau gætu því verið til aðstoðar á sjúkrahúsum, undir eftirliti lækna. Í tilkynningunni kom fram að þeir sem myndu taka þátt fengju forgang í ríkisstörf. Þau muni einnig fá heiðursorðu frá forsætisráðherranum, eftir að hafa aðstoðar í minnst hundrað daga. All such professionals who sign up for minimum 100 days of Covid duty and complete it successfully will also be given the Prime Minister s Distinguished Covid National Service Samman from Government of India.— PMO India (@PMOIndia) May 3, 2021 AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Modis hafi verið harðlega gagnrýnd vegna bylgjunnar sem gengur nú yfir landið og hvernig brugðist hefur verið við henni. Flokkur hans tapaði ríkisþingskosningum Í Vestur-Bengal og öðrum ríkjum. Sjá einnig: Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Heilbrigðisráðuneyti Indlands tilkynnti í dag að hlutfall þeirra sem greinast smitaðir, miðað við fjölda prófa, hefði lækkað milli daga og er það í fyrsta sinn frá 15. apríl.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14
Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32