Pattstaða í stjórnarmyndunarviðræðum Netanjahús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2021 09:38 Likud-flokkur Netanjahús gæti í fyrsta sinn í tólf ár verið í stjórnarandtöðu takist Netanjahú að tryggja stjórnarmeirihluta. AP/Maya Alleruzzo Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn en hann hafði frest þar til á miðnætti í gærkvöldi. Þetta gæti þýtt að Likud-flokkur forsætisráðherrans verði í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í tólf ár. Netanjahú hefur ekki reynst auðvelt að tryggja stjórnarmeirihluta í kjölfar þingkosninganna sem fóru fram þann 23. mars síðastliðinn. Það voru fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum sem enduðu án augljóss sigurvegara. Og þrátt fyrir fjölda funda með öðrum þingflokksleiðtogum hefur Netanjahú ekki tekist að tryggja stjórnarsamstarf á þeim fjórum vikum sem hann hafði til þess. Nú flyst stjórnarmyndunarumboðið aftur til Reuven Rivlin, forseta landsins. Rivlin getur ákveðið að afhenda öðrum þingflokksleiðtoga umboðið, veitt Netanjahú tveggja vikna aukafrest eða hann gæti veitt þinginu umboð til að velja ríkisstjórn. Verði síðasti valkosturinn fyrir valinu þýðir það að þingmaður verði næsti forsætisráðherra, sem almennt tíðkast ekki í Ísrael. Takist ekkert af þessu mun þurfa að boða til enn einna þingkosninganna í haust. Þarf að tryggja minnst 61 þingmann til að ná stjórnarmeirihluta Í þingkosningunum í mars hlaut Likud-flokkurinn flest þingsvæði, eða 30 af 120 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn hins vegar þarf flokkurinn að tryggja sér samstarf með minnst tveimur öðrum flokkum, eða ná minnst 61 þingmönnum í stjórnarmeirihluta. Svo virðist vera sem engir flokkar vilji starfa með Likud og Netanjahú en það hefur reynst flokknum erfitt hve þjóðernissinnaður Netanjahú er og afstöðu hans til trúarmála. Hægri flokkurinn Yamina, sem fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús leiðir, hefur meira að segja afþakkað stjórnarsamstarf með Likud. Flokkurinn Ný von (e. New Hope) hefur einnig neitað stjórnartsamstarfi, en hann leiðir einnig fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús. Hann segir ástæðu þess að flokkarnir geti ekki starfað saman drastískan mun á persónulegum skoðunum. Þá hefur hægriflokkurinn Trúarlegur síonismi (e. Religious Zionism) neitað að mynda stjórn með Likud en til þess að tryggja stjórnarmeirihluta þyrftu flokkarnir að starfa með einhverjum flokka Araba sem er á þingi. Þá hefur reynst Netanjahú erfitt að dómsmál gegn honum stendur nú yfir en hann hefur verið ákærður fyrir spillingu, fjársvik, trúnaðarbrot og mútuþægni. Nú standa vitnaleiðslur yfir í dómsmálinu og hefur eitt vitnanna meðal annars greint frá því að Netanjahú hafi skipst á greiðum við valdamikinn fjölmiðlamógúl. Netanjahú hefur neitað allri sök í málinu. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Netanjahú hefur ekki reynst auðvelt að tryggja stjórnarmeirihluta í kjölfar þingkosninganna sem fóru fram þann 23. mars síðastliðinn. Það voru fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum sem enduðu án augljóss sigurvegara. Og þrátt fyrir fjölda funda með öðrum þingflokksleiðtogum hefur Netanjahú ekki tekist að tryggja stjórnarsamstarf á þeim fjórum vikum sem hann hafði til þess. Nú flyst stjórnarmyndunarumboðið aftur til Reuven Rivlin, forseta landsins. Rivlin getur ákveðið að afhenda öðrum þingflokksleiðtoga umboðið, veitt Netanjahú tveggja vikna aukafrest eða hann gæti veitt þinginu umboð til að velja ríkisstjórn. Verði síðasti valkosturinn fyrir valinu þýðir það að þingmaður verði næsti forsætisráðherra, sem almennt tíðkast ekki í Ísrael. Takist ekkert af þessu mun þurfa að boða til enn einna þingkosninganna í haust. Þarf að tryggja minnst 61 þingmann til að ná stjórnarmeirihluta Í þingkosningunum í mars hlaut Likud-flokkurinn flest þingsvæði, eða 30 af 120 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn hins vegar þarf flokkurinn að tryggja sér samstarf með minnst tveimur öðrum flokkum, eða ná minnst 61 þingmönnum í stjórnarmeirihluta. Svo virðist vera sem engir flokkar vilji starfa með Likud og Netanjahú en það hefur reynst flokknum erfitt hve þjóðernissinnaður Netanjahú er og afstöðu hans til trúarmála. Hægri flokkurinn Yamina, sem fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús leiðir, hefur meira að segja afþakkað stjórnarsamstarf með Likud. Flokkurinn Ný von (e. New Hope) hefur einnig neitað stjórnartsamstarfi, en hann leiðir einnig fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús. Hann segir ástæðu þess að flokkarnir geti ekki starfað saman drastískan mun á persónulegum skoðunum. Þá hefur hægriflokkurinn Trúarlegur síonismi (e. Religious Zionism) neitað að mynda stjórn með Likud en til þess að tryggja stjórnarmeirihluta þyrftu flokkarnir að starfa með einhverjum flokka Araba sem er á þingi. Þá hefur reynst Netanjahú erfitt að dómsmál gegn honum stendur nú yfir en hann hefur verið ákærður fyrir spillingu, fjársvik, trúnaðarbrot og mútuþægni. Nú standa vitnaleiðslur yfir í dómsmálinu og hefur eitt vitnanna meðal annars greint frá því að Netanjahú hafi skipst á greiðum við valdamikinn fjölmiðlamógúl. Netanjahú hefur neitað allri sök í málinu.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34
Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56