UNICEF sendir hjálpargögn til Indlands vegna COVID-19 Heimsljós 6. maí 2021 15:00 Unicef Útbreiðsla COVID-19 á Indlandi hefur verið stjórnlaus frá því önnur bylgja faraldursins hófst í febrúar samkvæmt frétt UNICEF. „Hörmulegt ástand á Indlandi ætti að hringja viðvörunarbjöllum hjá okkur öllum,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún bendir á að hjálpi heimsbyggðin ekki Indlandi núna dreifist áhrifin um svæðið í kring og síðan heiminn allan og sýni sig í auknum dauðsföllum og stökkbreytingum veirunnar. UNICEF segir í frétt að útbreiðsla COVID-19 á Indlandi hafi verið stjórnlaus frá því önnur bylgja faraldursins hófst í febrúar. „Dauðsföll á hverjum sólarhring skipta þúsundum og spítalar eru löngu orðnir yfirfullir og geta ekki tekið við fleiri sjúklingum. Afleiðingar faraldursins eru skelfilegar fyrir börn í landinu sem hafa misst foreldra og fjölskyldumeðlimi og komast ekki undir læknishendur ef þau veikjast. Óttast er að á Indlandi verði flest dauðsföll barna undir fimm ára vegna raskana á heilbrigðisþjónustu í landinu ef ekki er brugðist við,“ segir í fréttinni. UNICEF og samstarfsaðilar vinna í kappi við tímann við að tryggja öryggi barna og fjölskyldna þeirra. UNICEF er með svæðisskrifstofur á 14 stöðum víðsvegar um Indland og hefur útvegað nauðsynleg sjúkragögn, súrefnisbirgðir, yfir tvær milljónir andlitsgrímur, 85 vélar til að skima fyrir veirunni og búnað til súrefnisframleiðslu á spítölum. Auk þess er áhersla lögð á fræðslu um smitvarnir og að styðja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til þess að hægt sé að sinna börnum og mæðrum sem þurfa þjónustu á borð við mæðra- og ungbarnavernd. UNICEF styður auk þess stjórnvöld á Indlandi við að skipuleggja bólusetningaráætlanir til þess að tryggja að bóluefnum gegn COVID-19 verði útdeilt jafnt til allra íbúa landsins. Brýnna aðgerða er þörf á Indlandi og því kallar UNICEF eftir auknum stuðningi til þess að útvega og koma lífsnauðsynlega búnaði og hjálpargögnum til íbúa Indlands. Neyðarsjóður UNICEF nýtist í að bregðast við þegar hættuástand skapast eins og á Indlandi, og hægt er að styðja með frjálsu framlagi hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent
„Hörmulegt ástand á Indlandi ætti að hringja viðvörunarbjöllum hjá okkur öllum,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún bendir á að hjálpi heimsbyggðin ekki Indlandi núna dreifist áhrifin um svæðið í kring og síðan heiminn allan og sýni sig í auknum dauðsföllum og stökkbreytingum veirunnar. UNICEF segir í frétt að útbreiðsla COVID-19 á Indlandi hafi verið stjórnlaus frá því önnur bylgja faraldursins hófst í febrúar. „Dauðsföll á hverjum sólarhring skipta þúsundum og spítalar eru löngu orðnir yfirfullir og geta ekki tekið við fleiri sjúklingum. Afleiðingar faraldursins eru skelfilegar fyrir börn í landinu sem hafa misst foreldra og fjölskyldumeðlimi og komast ekki undir læknishendur ef þau veikjast. Óttast er að á Indlandi verði flest dauðsföll barna undir fimm ára vegna raskana á heilbrigðisþjónustu í landinu ef ekki er brugðist við,“ segir í fréttinni. UNICEF og samstarfsaðilar vinna í kappi við tímann við að tryggja öryggi barna og fjölskyldna þeirra. UNICEF er með svæðisskrifstofur á 14 stöðum víðsvegar um Indland og hefur útvegað nauðsynleg sjúkragögn, súrefnisbirgðir, yfir tvær milljónir andlitsgrímur, 85 vélar til að skima fyrir veirunni og búnað til súrefnisframleiðslu á spítölum. Auk þess er áhersla lögð á fræðslu um smitvarnir og að styðja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til þess að hægt sé að sinna börnum og mæðrum sem þurfa þjónustu á borð við mæðra- og ungbarnavernd. UNICEF styður auk þess stjórnvöld á Indlandi við að skipuleggja bólusetningaráætlanir til þess að tryggja að bóluefnum gegn COVID-19 verði útdeilt jafnt til allra íbúa landsins. Brýnna aðgerða er þörf á Indlandi og því kallar UNICEF eftir auknum stuðningi til þess að útvega og koma lífsnauðsynlega búnaði og hjálpargögnum til íbúa Indlands. Neyðarsjóður UNICEF nýtist í að bregðast við þegar hættuástand skapast eins og á Indlandi, og hægt er að styðja með frjálsu framlagi hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent