Nokkur orð um kynferðislegt ofbeldi Margrét Valdimarsdóttir skrifar 7. maí 2021 09:31 Fyrir um 25 árum heyrði ég útvarpsviðtal við þáverandi talskonu Stígamóta um háa tíðni nauðgana á útihátíðum. Umræðuefnið var fastur liður í kringum verslunarmannahelgi. Útvarpsmaðurinn spurði hvaða skilaboðum talskonan vildi koma til ungra kvenna, hvaða ráð hún vildi gefa þeim. Talskonan sagði að við ungar konur á leiðinni á útihátíð vildi hún segja „góða skemmtun“, en að hún vildi minna karla á öllum aldri á að nauðga engum. Útvarpsmaðurinn varð vandræðalegur og þakkaði henni fyrir komuna. Svar talskonunnar opnaði augu mín fyrir því hvað þær hugmyndir sem við höfum um kynferðisbrot eru litaðar af mikilli þolendaskömm. Hugmyndin um að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir brotinu, eða að a.m.k. ábyrgir fyrir að koma í veg fyrir það, skýrir að hluta til af hverju fáir segja frá. Ég man líka eftir rúmlega 20 ára gamalli frétt af ungri konu á Húsavík, sú steig fram og sagði frá. Það var sérstaklega fréttnæmt að hluti íbúa safnaði undirskriftum til að styðja gerandann, ekki þolandann. Stuðningsyfirlýsing með yfir 100 undirskriftum var birt í bæjarblaðinu. Fólki fannst þetta fínn gaur. Þessi frétt varð til þess að ég fór að íhuga hvaða áhrif skrímslavæðing gerenda getur haft. Sú ranghugmynd að menn sem gerast sekir um kynferðisbrot séu fáir og alvondir skýrir hvers vegna fólk á erfitt með að trúa að „venjulegir“ menn geti nauðgað. Hvað undirskriftalistann varðar þá er það í mínum huga aukaatriði að maðurinn á Húsavík var síðar sakfelldur, bæði í héraði og í hæstarétti. Ekkert þeirra sem skrifaði undir var á staðnum og gat því vitað hvort nauðgunin átti sér stað eða ekki, það er og var alltaf aðalatriðið. Mörgum árum seinna, sagði þolandinn frá því í fjölmiðlum að það eina verra en nauðgunin hefði verið að sjá fólk „halda með“ gerandanum. Rétt eins og þið, þá veit ég ekki hvað gerðist 14. mars síðastliðinn. Mér finnst þó mikilvægt að við áttum okkur á því að athugasemdir við fréttir, statusar, tíst og myndbönd á samfélagsmiðlum eru nútíma undirskriftalistar í bæjarblaðinu. Það sem við segjum á internetinu er ekki ekkert. Íslenskar rannsóknir sýna að hlutfall þolenda sem tilkynnir kynferðisbrot til lögreglu hefur aukist lítillega á síðustu árum. Það er þó enn lágt, og mun lægra en hlutfall þolenda annars konar brota. Ef einhver segir okkur frá kynferðisofbeldi ættu okkar viðbrögð að vera að trúa og sýna stuðning. Enn í dag er erfitt fyrir þolendur að segja frá. Saklaus uns sekt er sönnuð er mikilvæg regla í dómsmálum, en á ekki við um samskipti milli einstaklinga. Ég hef séð tillögu um uppsetningu á heimasíðu þar sem fólk getur nafnlaust sakað fólk um kynferðisofbeldi. Ég myndi ekki styðja né taka þátt í því. Slíkt hefur verið notað sem kúgunartæki í öðrum löndum. Það er ekki það sem við þurfum. Við þurfum samfélag þar sem fólk styður þolendur í sínu nærumhverfi og kynferðisbrot eru tekin alvarlega í réttarkerfinu. Höfundur er félags- og afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræði við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um 25 árum heyrði ég útvarpsviðtal við þáverandi talskonu Stígamóta um háa tíðni nauðgana á útihátíðum. Umræðuefnið var fastur liður í kringum verslunarmannahelgi. Útvarpsmaðurinn spurði hvaða skilaboðum talskonan vildi koma til ungra kvenna, hvaða ráð hún vildi gefa þeim. Talskonan sagði að við ungar konur á leiðinni á útihátíð vildi hún segja „góða skemmtun“, en að hún vildi minna karla á öllum aldri á að nauðga engum. Útvarpsmaðurinn varð vandræðalegur og þakkaði henni fyrir komuna. Svar talskonunnar opnaði augu mín fyrir því hvað þær hugmyndir sem við höfum um kynferðisbrot eru litaðar af mikilli þolendaskömm. Hugmyndin um að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir brotinu, eða að a.m.k. ábyrgir fyrir að koma í veg fyrir það, skýrir að hluta til af hverju fáir segja frá. Ég man líka eftir rúmlega 20 ára gamalli frétt af ungri konu á Húsavík, sú steig fram og sagði frá. Það var sérstaklega fréttnæmt að hluti íbúa safnaði undirskriftum til að styðja gerandann, ekki þolandann. Stuðningsyfirlýsing með yfir 100 undirskriftum var birt í bæjarblaðinu. Fólki fannst þetta fínn gaur. Þessi frétt varð til þess að ég fór að íhuga hvaða áhrif skrímslavæðing gerenda getur haft. Sú ranghugmynd að menn sem gerast sekir um kynferðisbrot séu fáir og alvondir skýrir hvers vegna fólk á erfitt með að trúa að „venjulegir“ menn geti nauðgað. Hvað undirskriftalistann varðar þá er það í mínum huga aukaatriði að maðurinn á Húsavík var síðar sakfelldur, bæði í héraði og í hæstarétti. Ekkert þeirra sem skrifaði undir var á staðnum og gat því vitað hvort nauðgunin átti sér stað eða ekki, það er og var alltaf aðalatriðið. Mörgum árum seinna, sagði þolandinn frá því í fjölmiðlum að það eina verra en nauðgunin hefði verið að sjá fólk „halda með“ gerandanum. Rétt eins og þið, þá veit ég ekki hvað gerðist 14. mars síðastliðinn. Mér finnst þó mikilvægt að við áttum okkur á því að athugasemdir við fréttir, statusar, tíst og myndbönd á samfélagsmiðlum eru nútíma undirskriftalistar í bæjarblaðinu. Það sem við segjum á internetinu er ekki ekkert. Íslenskar rannsóknir sýna að hlutfall þolenda sem tilkynnir kynferðisbrot til lögreglu hefur aukist lítillega á síðustu árum. Það er þó enn lágt, og mun lægra en hlutfall þolenda annars konar brota. Ef einhver segir okkur frá kynferðisofbeldi ættu okkar viðbrögð að vera að trúa og sýna stuðning. Enn í dag er erfitt fyrir þolendur að segja frá. Saklaus uns sekt er sönnuð er mikilvæg regla í dómsmálum, en á ekki við um samskipti milli einstaklinga. Ég hef séð tillögu um uppsetningu á heimasíðu þar sem fólk getur nafnlaust sakað fólk um kynferðisofbeldi. Ég myndi ekki styðja né taka þátt í því. Slíkt hefur verið notað sem kúgunartæki í öðrum löndum. Það er ekki það sem við þurfum. Við þurfum samfélag þar sem fólk styður þolendur í sínu nærumhverfi og kynferðisbrot eru tekin alvarlega í réttarkerfinu. Höfundur er félags- og afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræði við HA.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun