Blikar ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan 2013 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 14:01 ÍBV sýndi Íslandsmeisturum Breiðabliks enga virðingu í gær og vann 4-2 sigur. vísir/elín björg Átta ár eru síðan lið skoraði jafn mörg mörk gegn Breiðabliki í einum leik og ÍBV í gær. Eyjakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum Blika á Hásteinsvelli í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær, 4-2. Sigurinn var óvæntur endaði tapaði ÍBV fyrir Þór/KA, 1-2, í 1. umferðinni á meðan Breiðablik sigraði Fylki, 9-0. ÍBV lenti 0-1 undir í leiknum í gær en var 4-1 yfir í hálfleik eftir ótrúlegar lokamínútur í fyrri hálfleik. Eyjakonur héldu svo út þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV en Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir mörk Breiðabliks. Breiðablik hefur ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan liðið tapaði 6-0 fyrir Stjörnunni 15. september 2013. Tveir leikmenn sem léku með Blikum í gær spiluðu þann leik; Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Tímabilið 2013 endaði Breiðablik í 5. sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan varð Íslandsmeistari með fullu húsi stiga. Fengu á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil Undanfarin ár hefur vörn Blika verið afar öflug og á sex tímabilum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fékk liðið aldrei meira en fimmtán mörk á sig. Í fyrra fékk Breiðablik aðeins þrjú mörk á sig í fimmtán deildarleikjum. Í gær fékk liðið því á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil. Fyrsta tapið í tæp tvö ár Tapið í Eyjum í gær var fyrsta tap Breiðabliks í deildarleik síðan í lokaumferðinni 2018. Blikar töpuðu þá 3-2 fyrir Valskonum 22. september en voru þegar búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik tapaði ekki leik tímabilin 2019 og 2020 og rústaði svo Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Blikar höfðu því leikið 34 deildarleiki í röð án þess að tapa áður en að leiknum í Eyjum kom. Blikar geta þó huggað sig við það að Valskonur, sem flestir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn við þær, gerðu markalaust jafntefli við Þróttara í gær. Tveir leikir í 2. umferð Pepsi Max-deildinni fara fram í kvöld og verður viðureign Þórs/KA og Selfoss sýnd beint á Stöð 2 Sport. Hún hefst klukkan 18:00. Í hinum leik kvöldsins eigast Stjarnan og nýliðar Keflavíkur við. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta horft á leikinn í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30 Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45 Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Eyjakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum Blika á Hásteinsvelli í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær, 4-2. Sigurinn var óvæntur endaði tapaði ÍBV fyrir Þór/KA, 1-2, í 1. umferðinni á meðan Breiðablik sigraði Fylki, 9-0. ÍBV lenti 0-1 undir í leiknum í gær en var 4-1 yfir í hálfleik eftir ótrúlegar lokamínútur í fyrri hálfleik. Eyjakonur héldu svo út þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV en Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir mörk Breiðabliks. Breiðablik hefur ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan liðið tapaði 6-0 fyrir Stjörnunni 15. september 2013. Tveir leikmenn sem léku með Blikum í gær spiluðu þann leik; Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Tímabilið 2013 endaði Breiðablik í 5. sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan varð Íslandsmeistari með fullu húsi stiga. Fengu á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil Undanfarin ár hefur vörn Blika verið afar öflug og á sex tímabilum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fékk liðið aldrei meira en fimmtán mörk á sig. Í fyrra fékk Breiðablik aðeins þrjú mörk á sig í fimmtán deildarleikjum. Í gær fékk liðið því á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil. Fyrsta tapið í tæp tvö ár Tapið í Eyjum í gær var fyrsta tap Breiðabliks í deildarleik síðan í lokaumferðinni 2018. Blikar töpuðu þá 3-2 fyrir Valskonum 22. september en voru þegar búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik tapaði ekki leik tímabilin 2019 og 2020 og rústaði svo Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Blikar höfðu því leikið 34 deildarleiki í röð án þess að tapa áður en að leiknum í Eyjum kom. Blikar geta þó huggað sig við það að Valskonur, sem flestir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn við þær, gerðu markalaust jafntefli við Þróttara í gær. Tveir leikir í 2. umferð Pepsi Max-deildinni fara fram í kvöld og verður viðureign Þórs/KA og Selfoss sýnd beint á Stöð 2 Sport. Hún hefst klukkan 18:00. Í hinum leik kvöldsins eigast Stjarnan og nýliðar Keflavíkur við. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta horft á leikinn í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30 Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45 Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30
Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45
Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01