Ótímabært að fagna árangri í loftslagsmálum - Loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar dugir ekki Auður Önnu Magnúsdóttir, Árni Finnsson og Tinna Hallgrímsdóttir skrifa 12. maí 2021 08:30 Opið bréf frá forsvarsfólki þriggja náttúruverndarsamtaka til: Forsætisráðherra, Katrínar JakobsdóttirUmhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundar Inga GuðbrandssonarFjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna BenediktssonarSamgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar Tvö prósent samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2018 og 2019. Þetta er löngu tímabær breyting frá sífelldum vexti í losun undanfarin ár og áratugi. Því miður er ljóst að þessi samdráttur er að litlu leyti árangur markvissra aðgerða stjórnvalda, heldur fyrst og fremst vegna fækkunar ferðamanna og minni fiskveiða. Sú grundvallarbreyting sem kallað hefur verið eftir lætur því bíða eftir sér. Ef ekki verður gagnger breyting á er ólíklegt að þessi, þó jákvæða, þróun á árinu 2019 verði varanleg. Við teljum því fullyrðingu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um að ,,kyrrstaðan hafi verið rofin” algjörlega ótímabæra. Stjórnvöld verða að grípa til skilvirkari aðgerða en fram til þessa. Ekki einungis til að viðhalda samdrætti, heldur líka til að auka samdrátt. Til þess að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5°C þarf heimslosun að helmingast fyrir árið 2030. Íslendingar eru rík þjóð og hefur því bæði getu og ber siðferðislega skyldu til að taka á sig aukna ábyrgð. Stjórnvöld hafa sent frá sér óljós skilaboð um að ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðist við 55% samdrátt, í samfloti við aðildarríki ESB og Noreg, fyrir árið 2030. Samtökin krefjast þess að Ísland setji sér og lögfesti sjálfstætt, metnaðarfullt markmið líkt og önnur Norðurlönd hafa gert. Einnig þarf að setja magnbundna og tímasetta stefnu og aðgerðaáætlun um hvernig er hægt að ná því fyrir árið 2030. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað lýst því yfir að neyðarástand ríki í heiminum vegna loftslagsbreytinga og vegna eyðingar vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni, hinni raunverulegu undirstöðu lífs á Jörðinni. Löngu tímabært er að Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við í samræmi við það. Stjórnvöldum ber að tryggja viðunandi upplýsingamiðlun varðandi frammistöðu Íslands í loftslagsmálum og gagnsæi um ákvarðanatöku og markmið í málaflokknum. Samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin leggi minni áherslu á að hampa eigin ágæti og meiri á að tryggja lýðræðislegt aðhald og þátttöku. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri LandverndarÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka ÍslandsTinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Árni Finnsson Auður Önnu Magnúsdóttir Tinna Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Opið bréf frá forsvarsfólki þriggja náttúruverndarsamtaka til: Forsætisráðherra, Katrínar JakobsdóttirUmhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundar Inga GuðbrandssonarFjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna BenediktssonarSamgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar Tvö prósent samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2018 og 2019. Þetta er löngu tímabær breyting frá sífelldum vexti í losun undanfarin ár og áratugi. Því miður er ljóst að þessi samdráttur er að litlu leyti árangur markvissra aðgerða stjórnvalda, heldur fyrst og fremst vegna fækkunar ferðamanna og minni fiskveiða. Sú grundvallarbreyting sem kallað hefur verið eftir lætur því bíða eftir sér. Ef ekki verður gagnger breyting á er ólíklegt að þessi, þó jákvæða, þróun á árinu 2019 verði varanleg. Við teljum því fullyrðingu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um að ,,kyrrstaðan hafi verið rofin” algjörlega ótímabæra. Stjórnvöld verða að grípa til skilvirkari aðgerða en fram til þessa. Ekki einungis til að viðhalda samdrætti, heldur líka til að auka samdrátt. Til þess að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5°C þarf heimslosun að helmingast fyrir árið 2030. Íslendingar eru rík þjóð og hefur því bæði getu og ber siðferðislega skyldu til að taka á sig aukna ábyrgð. Stjórnvöld hafa sent frá sér óljós skilaboð um að ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðist við 55% samdrátt, í samfloti við aðildarríki ESB og Noreg, fyrir árið 2030. Samtökin krefjast þess að Ísland setji sér og lögfesti sjálfstætt, metnaðarfullt markmið líkt og önnur Norðurlönd hafa gert. Einnig þarf að setja magnbundna og tímasetta stefnu og aðgerðaáætlun um hvernig er hægt að ná því fyrir árið 2030. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað lýst því yfir að neyðarástand ríki í heiminum vegna loftslagsbreytinga og vegna eyðingar vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni, hinni raunverulegu undirstöðu lífs á Jörðinni. Löngu tímabært er að Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við í samræmi við það. Stjórnvöldum ber að tryggja viðunandi upplýsingamiðlun varðandi frammistöðu Íslands í loftslagsmálum og gagnsæi um ákvarðanatöku og markmið í málaflokknum. Samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin leggi minni áherslu á að hampa eigin ágæti og meiri á að tryggja lýðræðislegt aðhald og þátttöku. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri LandverndarÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka ÍslandsTinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar