Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 14:01 Hermaður stendur vörð í Afganistan. EPA/JALIL REZAYEE Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. Árásum í Afganistan hefur fjölgað verulega og mannfalli líka á tæpum tveimur vikum eða frá 1. maí, þegar Bandaríkin hófu formlega að kalla herlið sitt heim frá landinu. Samhliða því hafa friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl strandað. AFP fréttaveitan hefur eftir Tareq Arian, innanríkisráðherra, að tekin hafi verið ákvörðun að hörfa frá Nerkh. Talibanar segjast hafa náð tökum á höfuðstöðvum lögreglunnar þar og herstöð. Varnarmálaráðuneyti Afganistans hefur heitið því að gera gagnárás og ná tökum á héraðinu aftur. Til þess er verið að senda sérsveitir til að aðstoða lögreglu og almenna hermenn. Hér má sjá Nirkh-héraðið og hve nálægt Kabúl það er. Um héraðið gengur hraðbraut sem tengir Kabúl við Kandahar, eitt helsta vígi Talibana í Afganistan. Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur Talibönum vaxið töluvert ásmegin í dreifðari byggðum Afganistan og í raun umkringt stærri byggðir, eins og Kabúl, þar sem ríkisstjórnin ræður ríkjum. Talibanar hafa svo gert mannskæðar árásir í þeim byggðum og myrt fólk. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í apríl að hann hefði tekið þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og sagði hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Frá því Biden tilkynnti ákvörðun sína hafa Talibanar forðast að gera árásir á herlið Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Eins og áður segir hefur árásum á hermenn Afganistans og almenna borgara hins vegar fjölgað. Afganistan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Árásum í Afganistan hefur fjölgað verulega og mannfalli líka á tæpum tveimur vikum eða frá 1. maí, þegar Bandaríkin hófu formlega að kalla herlið sitt heim frá landinu. Samhliða því hafa friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl strandað. AFP fréttaveitan hefur eftir Tareq Arian, innanríkisráðherra, að tekin hafi verið ákvörðun að hörfa frá Nerkh. Talibanar segjast hafa náð tökum á höfuðstöðvum lögreglunnar þar og herstöð. Varnarmálaráðuneyti Afganistans hefur heitið því að gera gagnárás og ná tökum á héraðinu aftur. Til þess er verið að senda sérsveitir til að aðstoða lögreglu og almenna hermenn. Hér má sjá Nirkh-héraðið og hve nálægt Kabúl það er. Um héraðið gengur hraðbraut sem tengir Kabúl við Kandahar, eitt helsta vígi Talibana í Afganistan. Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur Talibönum vaxið töluvert ásmegin í dreifðari byggðum Afganistan og í raun umkringt stærri byggðir, eins og Kabúl, þar sem ríkisstjórnin ræður ríkjum. Talibanar hafa svo gert mannskæðar árásir í þeim byggðum og myrt fólk. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í apríl að hann hefði tekið þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og sagði hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Frá því Biden tilkynnti ákvörðun sína hafa Talibanar forðast að gera árásir á herlið Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Eins og áður segir hefur árásum á hermenn Afganistans og almenna borgara hins vegar fjölgað.
Afganistan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira