Leikmenn Man. United þurftu að hanga á Old Trafford í sjö tíma fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 11:00 Paul Pogba og félagar í liði Manchester United þurftu að mæta mjög snemma á Old Trafford til að koma í veg fyrir að stuðningsmönnum félagsins tækist að stöðva liðsrútuna. EPA-EFE/Michael Regan Ole Gunnar Solskjær var ekki tilbúinn að kenna mótmælendunum um tapið á móti Liverpool í gærkvöldi en það var á hreinu að undirbúningur liðsins var gjörbreyttur þökk sé umræddum stuðningsmönnum sem söfnuðust í kringum liðshótelið og leikvanginn. Manchester United tapaði 2-4 á móti erkifjendum sínum í Liverpool á heimavelli sínum í gær en Liverpool hafði ekki unnið á Old Trafford í stjóratíð Jürgen Klopp. Leikurinn átti að fara fram fyrir tíu dögum en var frestað vegna mótmæla stuðningsmanna sem brutust inn á leikvanginn. Mikil öryggisgæsla var í kringum leikvanginn í gær og fjölmennti lögreglan í Manchester á svæðið. Ole Gunnar Solskjaer pleads for calm as Man Utd erect ring of steel around Old Trafford https://t.co/ORgt17YpqH— Telegraph Football (@TeleFootball) May 11, 2021 Leikmenn Manchester United þurftu að dúsa á Old Trafford í heila sjö klukkutíma fyrir leik. Þeir komu á völlinn í kringum hádegið í stað þess að eyða tímanum á hótelinu. Reiðir stuðningsmenn Manchester United umkringdu liðshótelið fyrir leikinn fyrir tíu dögum og liðsrútan fór aldrei af stað. Nú var aftur á áætlun að koma í veg fyrir að rútan færi af stað en forráðamenn Manchester United sáu við því með því að láta leikmenn mæta miklu fyrr á leikvanginn. "They transformed Old Trafford into a hotel" @David_Ornstein reveals how #MUFC avoided the Old Trafford protests by arriving over six hours before kick off v #LFC pic.twitter.com/0d6rq1kgRs— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 14, 2021 Það þýddi að leikmenn Manchester United borðuðu á Old Trafford og tóku orkublundinn þar líka. Starfsmenn United höfðu komið fyrir rúmum í svítum leikvangsins þar sem leikmenn gátu lagt sig í friði. Manchester United hefur núna tapað tveimur heimaleikjum í röð síðan að mótmælin hófust en Solskjær vildi ekki nota þau sem afsökun. „Um leið og við vorum mættir þá var öll einbeiting okkar á leikinn. Það er samt gjörólíkur undirbúningur að koma á völlinn á hádegi fyrir leik sem er að byrja korter yfir átta. Það er langur tími til að vera hér en mér fannst strákarnir vinna vel úr því,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Auðvitað truflaði þetta okkur aðeins og var engin óskastaða en við urðum bara að taka á því,“ sagði Solskjær. "We have tried to keep it a close as possible." Ole Gunnar Solskjaer talks about Manchester United preparations ahead of the Liverpool game amidst the fan protests outside Old Trafford saying his squad are good at adapting #MUNLIV pic.twitter.com/VR6rHghfQt— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2021 „Liverpool átti sigurinn skilinn. Við fengum á okkur mörk á lykiltímum í leiknum. Við gáfum þeim tvö þessara marka. Við skoruðum aftur og fengum frábært færi en hlutirnir féllu bara ekki með okkur,“ sagði Solskjær. Manchester United fær að vera með nokkra áhorfendur í stúkunni á næsta heimaleik á móti Fulham og vonast Solskjær til að það breyti andrúmsloftinu í kringum heimaleiki liðsins. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Manchester United tapaði 2-4 á móti erkifjendum sínum í Liverpool á heimavelli sínum í gær en Liverpool hafði ekki unnið á Old Trafford í stjóratíð Jürgen Klopp. Leikurinn átti að fara fram fyrir tíu dögum en var frestað vegna mótmæla stuðningsmanna sem brutust inn á leikvanginn. Mikil öryggisgæsla var í kringum leikvanginn í gær og fjölmennti lögreglan í Manchester á svæðið. Ole Gunnar Solskjaer pleads for calm as Man Utd erect ring of steel around Old Trafford https://t.co/ORgt17YpqH— Telegraph Football (@TeleFootball) May 11, 2021 Leikmenn Manchester United þurftu að dúsa á Old Trafford í heila sjö klukkutíma fyrir leik. Þeir komu á völlinn í kringum hádegið í stað þess að eyða tímanum á hótelinu. Reiðir stuðningsmenn Manchester United umkringdu liðshótelið fyrir leikinn fyrir tíu dögum og liðsrútan fór aldrei af stað. Nú var aftur á áætlun að koma í veg fyrir að rútan færi af stað en forráðamenn Manchester United sáu við því með því að láta leikmenn mæta miklu fyrr á leikvanginn. "They transformed Old Trafford into a hotel" @David_Ornstein reveals how #MUFC avoided the Old Trafford protests by arriving over six hours before kick off v #LFC pic.twitter.com/0d6rq1kgRs— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 14, 2021 Það þýddi að leikmenn Manchester United borðuðu á Old Trafford og tóku orkublundinn þar líka. Starfsmenn United höfðu komið fyrir rúmum í svítum leikvangsins þar sem leikmenn gátu lagt sig í friði. Manchester United hefur núna tapað tveimur heimaleikjum í röð síðan að mótmælin hófust en Solskjær vildi ekki nota þau sem afsökun. „Um leið og við vorum mættir þá var öll einbeiting okkar á leikinn. Það er samt gjörólíkur undirbúningur að koma á völlinn á hádegi fyrir leik sem er að byrja korter yfir átta. Það er langur tími til að vera hér en mér fannst strákarnir vinna vel úr því,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Auðvitað truflaði þetta okkur aðeins og var engin óskastaða en við urðum bara að taka á því,“ sagði Solskjær. "We have tried to keep it a close as possible." Ole Gunnar Solskjaer talks about Manchester United preparations ahead of the Liverpool game amidst the fan protests outside Old Trafford saying his squad are good at adapting #MUNLIV pic.twitter.com/VR6rHghfQt— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2021 „Liverpool átti sigurinn skilinn. Við fengum á okkur mörk á lykiltímum í leiknum. Við gáfum þeim tvö þessara marka. Við skoruðum aftur og fengum frábært færi en hlutirnir féllu bara ekki með okkur,“ sagði Solskjær. Manchester United fær að vera með nokkra áhorfendur í stúkunni á næsta heimaleik á móti Fulham og vonast Solskjær til að það breyti andrúmsloftinu í kringum heimaleiki liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira