Svar til Valgerðar – Tölum frekar um pólitíkina fyrir ofan pólitíkina Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 14. maí 2021 10:00 Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Hún telur það dapurlega stöðu að foreldrar barnanna séu í stöðugum átökum við eitt stærsta sveitarfélag landsins og vonar að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna þessum börnum betur. Annað sé mismunun. Það er hárrétt hjá Valgerði að þetta sé óboðlegt og staðreyndin er reyndar sú að þetta er einnig ólöglegt því þetta er þvert á lög um grunnskóla, þvert á reglugerð um börn með sérþarfir, og þvert á barnasáttmálann. En það sem Valgerður og fleiri þurfa að skilja er að vandinn er landlægur Eftir að ég opnaði mig um mína persónulegu baráttu við kerfið hafa margir foreldrar haft samband. Sumir hafa ekki endilega verið að óska eftir sérskóla, heldur einungis því að komið sé til móts við þarfir barna þeirra í hverfisskólanum eins og stefnan skóli án aðgreiningar kveður á um. Þetta eru einstaklingar m.a. frá Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Akranesi, Reykjavík og fleiri stöðum. Og hverjir stjórna í Hafnarfirði? Og hverjir hafa ávallt stjórnað í Garðabæ? Þá er heldur ekki eins og við séum að sjá þennan vanda núna fyrst því þessi mál verið í molum í mörg ár, einnig þegar sjálfstæðismenn réðu ríkjum í Reykjavík. Vandinn er því augljóslega ekki svæðisbundinn við Reykjavík né er hann bundinn við stjórn ákveðinna flokka heldur erum við að glíma við ákaflega stóran vanda á landsvísu. Menntakerfið er í heild sinni meingallað og það bitnar á stórum hóp viðkvæmra einstaklinga. Stefnan „skóli án aðgreiningar“ var innleidd og sérskólar að mestu lagðir niður. Sérdeildir voru settar upp í einhverjum skólum en alls ekki öllum. Sérfræðingar vinna með kennurum í sumum skólum en alls ekki öllum. Samt eiga allir að geta gengið í sinn hverfisskóla óháð atgervi eða stöðu. Hvernig gengur það upp? Það gengur einfaldlega ekki upp Að sjálfsögðu gengur það ekki upp. Úr verður skólakerfi þar sem sumir njóta sín en aðrir ekki. Mismunun eins og Valgerður talar um. Þarfir sumra eru vanræktar en annarra ekki. Þetta vita margir og þetta vita flest allir sem starfa við skólakerfið eða stjórn þess hjá bæjarfélögunum. En Valgerður er ein fárra sem vekur athygli á málinu í samfélagsumræðunni. Hvers vegna stígur ekkert af þessu fólki sem vinnur við þetta meingallaða kerfi fram og styður börnin og foreldrana í þessari baráttu? Hvað er að í samfélaginu þegar vanræksla barna fær að viðgangast á þennan hátt? Hvar eru fjölmiðlar? Erum við að glíma við einhvers konar samfélagslega eða pólitíska meðvirkni? Ég hvet fólk sem vinnur við þetta meingallaða kerfi að stíga fram og tjá sig! Þó ég fagni því að Valgerður veiti þessu málefni athygli þá vil ég samt benda á að málefnið er of viðkvæmt til þess að nota það í pólitískum tilgangi. Vandinn er landlægur snýst um „pólitíkina fyrir ofan pólitíkina“. Ef hugur fylgir máli væri áhrifaríkara að beina þessum drifkrafti að eigin flokkssystkinum því það vill svo til að það er akkúrat fólkið sem hefur nokkur völd í samfélaginu eins og stendur, m.a. fjármálavöld. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Hún telur það dapurlega stöðu að foreldrar barnanna séu í stöðugum átökum við eitt stærsta sveitarfélag landsins og vonar að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna þessum börnum betur. Annað sé mismunun. Það er hárrétt hjá Valgerði að þetta sé óboðlegt og staðreyndin er reyndar sú að þetta er einnig ólöglegt því þetta er þvert á lög um grunnskóla, þvert á reglugerð um börn með sérþarfir, og þvert á barnasáttmálann. En það sem Valgerður og fleiri þurfa að skilja er að vandinn er landlægur Eftir að ég opnaði mig um mína persónulegu baráttu við kerfið hafa margir foreldrar haft samband. Sumir hafa ekki endilega verið að óska eftir sérskóla, heldur einungis því að komið sé til móts við þarfir barna þeirra í hverfisskólanum eins og stefnan skóli án aðgreiningar kveður á um. Þetta eru einstaklingar m.a. frá Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Akranesi, Reykjavík og fleiri stöðum. Og hverjir stjórna í Hafnarfirði? Og hverjir hafa ávallt stjórnað í Garðabæ? Þá er heldur ekki eins og við séum að sjá þennan vanda núna fyrst því þessi mál verið í molum í mörg ár, einnig þegar sjálfstæðismenn réðu ríkjum í Reykjavík. Vandinn er því augljóslega ekki svæðisbundinn við Reykjavík né er hann bundinn við stjórn ákveðinna flokka heldur erum við að glíma við ákaflega stóran vanda á landsvísu. Menntakerfið er í heild sinni meingallað og það bitnar á stórum hóp viðkvæmra einstaklinga. Stefnan „skóli án aðgreiningar“ var innleidd og sérskólar að mestu lagðir niður. Sérdeildir voru settar upp í einhverjum skólum en alls ekki öllum. Sérfræðingar vinna með kennurum í sumum skólum en alls ekki öllum. Samt eiga allir að geta gengið í sinn hverfisskóla óháð atgervi eða stöðu. Hvernig gengur það upp? Það gengur einfaldlega ekki upp Að sjálfsögðu gengur það ekki upp. Úr verður skólakerfi þar sem sumir njóta sín en aðrir ekki. Mismunun eins og Valgerður talar um. Þarfir sumra eru vanræktar en annarra ekki. Þetta vita margir og þetta vita flest allir sem starfa við skólakerfið eða stjórn þess hjá bæjarfélögunum. En Valgerður er ein fárra sem vekur athygli á málinu í samfélagsumræðunni. Hvers vegna stígur ekkert af þessu fólki sem vinnur við þetta meingallaða kerfi fram og styður börnin og foreldrana í þessari baráttu? Hvað er að í samfélaginu þegar vanræksla barna fær að viðgangast á þennan hátt? Hvar eru fjölmiðlar? Erum við að glíma við einhvers konar samfélagslega eða pólitíska meðvirkni? Ég hvet fólk sem vinnur við þetta meingallaða kerfi að stíga fram og tjá sig! Þó ég fagni því að Valgerður veiti þessu málefni athygli þá vil ég samt benda á að málefnið er of viðkvæmt til þess að nota það í pólitískum tilgangi. Vandinn er landlægur snýst um „pólitíkina fyrir ofan pólitíkina“. Ef hugur fylgir máli væri áhrifaríkara að beina þessum drifkrafti að eigin flokkssystkinum því það vill svo til að það er akkúrat fólkið sem hefur nokkur völd í samfélaginu eins og stendur, m.a. fjármálavöld. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar