Gæti óvænt snúið aftur á EM eftir langt hlé vegna kynlífsmyndbandskúgunar Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2021 07:30 Karim Benzema hefur verið frábær fyrir Real Madrid í mörg ár. Getty/Juan Manuel Serrano Arce Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, tilkynnir í kvöld hvaða 26 leikmenn hann ætlar að taka með á EM í júní. Mögulegt er að Karim Benzema verði í þeim hópi. Þetta segir franski miðillinn L'Equipe í dag. Blaðið segir þó ljóst að endurkoma Benzema kæmi mjög á óvart en hann hefur ekki verið valinn í franska landsliðið síðan árið 2015. Benzema missti þannig af EM 2016, þegar Frakkar unnu silfur, og HM 2018 þar sem Frakkar unnu gull. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Benzema hefur aftur á móti verið lykilleikmaður hjá Real Madrid í mörg ár. Frá því að hann datt út úr landsliðinu fyrir hálfu sjötta ári hefur hann meðal annars orðið tvisvar Spánarmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Hann var á sunnudaginn valinn besti Frakkinn sem spilar utan heimalandsins. L'Equipe segir að Deschamps komi til með að velja Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Kingsley Coman, Olivier Giroud, Ousmane Dembélé, Wissam Ben Yedder og Anthony Martial, en að þá verði enn pláss fyrir tvo leikmenn framarlega á vellinum. Thomas Lemar, sem glímt hefur við meiðsli, gæti orðið annar þeirra en Benzema mögulega hinn. Evrópumótið hefst 11. júní. Frakkar eru í algjörum dauðariðli, riðlinum sem Ísland hefði leikið í ef liðið hefði komist á mótið. Frakkar mæta Þýskalandi í fyrsta leik, 15. júní, því næst Ungverjalandi og loks Portúgal. EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Þetta segir franski miðillinn L'Equipe í dag. Blaðið segir þó ljóst að endurkoma Benzema kæmi mjög á óvart en hann hefur ekki verið valinn í franska landsliðið síðan árið 2015. Benzema missti þannig af EM 2016, þegar Frakkar unnu silfur, og HM 2018 þar sem Frakkar unnu gull. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Benzema hefur aftur á móti verið lykilleikmaður hjá Real Madrid í mörg ár. Frá því að hann datt út úr landsliðinu fyrir hálfu sjötta ári hefur hann meðal annars orðið tvisvar Spánarmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Hann var á sunnudaginn valinn besti Frakkinn sem spilar utan heimalandsins. L'Equipe segir að Deschamps komi til með að velja Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Kingsley Coman, Olivier Giroud, Ousmane Dembélé, Wissam Ben Yedder og Anthony Martial, en að þá verði enn pláss fyrir tvo leikmenn framarlega á vellinum. Thomas Lemar, sem glímt hefur við meiðsli, gæti orðið annar þeirra en Benzema mögulega hinn. Evrópumótið hefst 11. júní. Frakkar eru í algjörum dauðariðli, riðlinum sem Ísland hefði leikið í ef liðið hefði komist á mótið. Frakkar mæta Þýskalandi í fyrsta leik, 15. júní, því næst Ungverjalandi og loks Portúgal.
EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira