Alþjóðaorkumálastofnunin: Hætta þarf fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti strax Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2021 13:34 Frá Garzweiler-kolanámunni við Jackerath í Þýskalandi. Hætta verður allri fjárfestingu í jarðefnaeldsneyti ætli menn sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. AP/Martin Meissner Hægt er að feta þröngt einstigi til að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um hnattræna hlýnun en til þess verður að hætta strax fjárfestingum í nýjum kolanámum og olíu- og gaslindum í heiminum. Umbylta þarf orkukerfi heimsins og skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um hvað þarf að gerast í orkugeiranum til þess að mannkynið nái kolefnishlutleysi fyrir miðjan þessa öld og halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Í skýrslunni eru lögð fram fjögur hundruð skref sem varða leiðina að því að umbylta orkugeiranum. Fyrir utan að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti er þar lagt til að sölu á bílum með sprengihreyfilvélum verði hætt fyrir 2035 og að hlutur sólar- og vindorku fjórfaldist frá metárinu í fyrra fyrir árið 2030, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050 eða fyrr sem mörg ríki heims hafa sett sér, þar á meðal Ísland, þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að taka fram úr kolaorku strax árið 2026, sigla fram úr olíu og gasi fyrir 2030 og árið 2050 þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að framleiða tvo þriðju hluta allrar orku í heiminum og 90% raforkunnar, að því er segir í umfjöllun Carbon Brief um skýrsluna. Laura Cozzi, einn skýrsluhöfundanna, segir að ekki þurfi aðeins að stórauka framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa og sölu á rafbílum heldur þurfi einnig að auka orkunýtni verulega næsta áratuginn. Byggja þurfi upp raforkukerfi og hleðslustöðvar fyrir rafbíla til þess að hægt verði að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn. Margir viðbótarkostir við að hverfa frá jarðefnaeldsneyti Fyrir utan að forða hörmungum vegna áframhaldandi loftslagsbreytinga gera skýrsluhöfundar stofnunarinnar ráð fyrir því að aðgerðir til að rjúfa fíkn mannkynsins í jarðefnaeldsneyti hafi mikla kosti í för með sér. Kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina muni auka heimsframleiðslu, skapa milljónir starfa, sjá heimsbyggðinni fyrir raforku fyrir árið 2030 og koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna loftmengunar. Spár Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sjálfrar bendir ekki til þess að mannkynið sé á réttir leið til þess að ná kolefnishlutleysi og metnaðarfyllra markmiðinu sem samið var um í París. Hún gerir ráð fyrir því að aukningin á losun á gróðurhúsalofttegundum í ár eftir tímabundinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum verði sú næstmesta í áratug. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en 1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt gæti hlýnun náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgdi hækkun yfirborðs sjávar, stækari hitabylgjur, skæðari þurrkar, ákafari úrkoma og vaxandi veðuröfgar sem ógna bæði lífríki jarðar og samfélagi manna. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um hvað þarf að gerast í orkugeiranum til þess að mannkynið nái kolefnishlutleysi fyrir miðjan þessa öld og halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Í skýrslunni eru lögð fram fjögur hundruð skref sem varða leiðina að því að umbylta orkugeiranum. Fyrir utan að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti er þar lagt til að sölu á bílum með sprengihreyfilvélum verði hætt fyrir 2035 og að hlutur sólar- og vindorku fjórfaldist frá metárinu í fyrra fyrir árið 2030, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050 eða fyrr sem mörg ríki heims hafa sett sér, þar á meðal Ísland, þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að taka fram úr kolaorku strax árið 2026, sigla fram úr olíu og gasi fyrir 2030 og árið 2050 þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að framleiða tvo þriðju hluta allrar orku í heiminum og 90% raforkunnar, að því er segir í umfjöllun Carbon Brief um skýrsluna. Laura Cozzi, einn skýrsluhöfundanna, segir að ekki þurfi aðeins að stórauka framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa og sölu á rafbílum heldur þurfi einnig að auka orkunýtni verulega næsta áratuginn. Byggja þurfi upp raforkukerfi og hleðslustöðvar fyrir rafbíla til þess að hægt verði að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn. Margir viðbótarkostir við að hverfa frá jarðefnaeldsneyti Fyrir utan að forða hörmungum vegna áframhaldandi loftslagsbreytinga gera skýrsluhöfundar stofnunarinnar ráð fyrir því að aðgerðir til að rjúfa fíkn mannkynsins í jarðefnaeldsneyti hafi mikla kosti í för með sér. Kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina muni auka heimsframleiðslu, skapa milljónir starfa, sjá heimsbyggðinni fyrir raforku fyrir árið 2030 og koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna loftmengunar. Spár Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sjálfrar bendir ekki til þess að mannkynið sé á réttir leið til þess að ná kolefnishlutleysi og metnaðarfyllra markmiðinu sem samið var um í París. Hún gerir ráð fyrir því að aukningin á losun á gróðurhúsalofttegundum í ár eftir tímabundinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum verði sú næstmesta í áratug. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en 1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt gæti hlýnun náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgdi hækkun yfirborðs sjávar, stækari hitabylgjur, skæðari þurrkar, ákafari úrkoma og vaxandi veðuröfgar sem ógna bæði lífríki jarðar og samfélagi manna.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira