Hálendisveiðin róleg vegna kulda Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2021 11:19 Kaldakvísl er meðal þeirra veiðisvæða sem Fish Partner eru með á sínum snærum. Eitt það mest spennandi við stangveiði á Íslandi er að veiða inná hálendi landsins þar sem stórir fiskar og falleg náttúra fléttast saman í einstaka upplifun. Það er þó ekki alveg þannig að hálendið sé farið að taka vel á móti veiðimönnum enda máttu þeir sem til dæmis voru við Köldukvísl og Tungná í gær þola það að veiða í tveggja stiga hita og snjókomu. Það er svo sem ekkert óeðlilegt að það geti verið svalt en þegar langt er liðið á maí er veiðin yfirleitt farin ágætlega af stað. Það var heldur dræm veiðin og lítið af fiski í Köldukvísl og Tungná en fjórir fiskar voru dregnir í háfinn yfir daginn sem er ansi lítið miðað við það magn af fiski sem má finna þarna þegar allt er farið af stað. Þetta þýðir einfaldlega að bleikjan er ekki gengin úr lóninu upp í Köldukvísl og gerir það ekki í neinu magn að ráði fyrr en púpan fer að klekjast. Þegar það gerist verður oft mikið magn af bleikju á neðsta partinum af ánni og þá er líka á góðum degi mokveiði. Það fer vonandi að hlýna næstu daga til að þeir sem eiga daga bókaða á þessu magnaða svæði fái að kynnast því eins og það er best. Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði
Það er þó ekki alveg þannig að hálendið sé farið að taka vel á móti veiðimönnum enda máttu þeir sem til dæmis voru við Köldukvísl og Tungná í gær þola það að veiða í tveggja stiga hita og snjókomu. Það er svo sem ekkert óeðlilegt að það geti verið svalt en þegar langt er liðið á maí er veiðin yfirleitt farin ágætlega af stað. Það var heldur dræm veiðin og lítið af fiski í Köldukvísl og Tungná en fjórir fiskar voru dregnir í háfinn yfir daginn sem er ansi lítið miðað við það magn af fiski sem má finna þarna þegar allt er farið af stað. Þetta þýðir einfaldlega að bleikjan er ekki gengin úr lóninu upp í Köldukvísl og gerir það ekki í neinu magn að ráði fyrr en púpan fer að klekjast. Þegar það gerist verður oft mikið magn af bleikju á neðsta partinum af ánni og þá er líka á góðum degi mokveiði. Það fer vonandi að hlýna næstu daga til að þeir sem eiga daga bókaða á þessu magnaða svæði fái að kynnast því eins og það er best.
Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði