Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2021 14:20 Hermaðurinn Jurgen Conings hefur hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem leitt hefur viðbrögð yfirvalda í Belgíu við Covid-19. Van Ranst og fjölskylda hans hafa verið flutt á öruggan stað. Lögreglan í Belgíu og EPA Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. Blaðamenn segjast hafa heyrt skotum hleypt af í skóginum í dag en lögreglan hefur varist allra fegna. Conings hafði skilið bíl sinn eftir nærri skóginum. Í bílnum hafði hann komið fyrir handsprengju sem hann hafði tengt við hurðar bílsins, svo ef þær yrðu opnaðar myndi handsprengjan springa. Í bílnum fannst líka mikið magn vopna. Het Nieuwsblad segir lögregluna vera með gífurlegan viðbúnað í þjóðgarðinum og annarsstaðar í Belgíu, þar sem Conings skildi eftir tvö bréf til kærustu sinnar þar sem hann er sagður hafa hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar, og gefið í skyn að hann gæti gert árás á önnur skotmörk sín. Sjá einnig: Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Van Ranst hefur verið fluttur í öruggt skjól, ásamt fjölskyldu sinni. Conings er 46 ára gamall og hefur verið í belgíska hernum frá 1992. Hann hefur viðamikla reynslu en hefur undanfarið ítrekað verið ávíttur fyrir rasisma og ofbeldisfulla hegðun. Belgískir þingmenn hafa í dag lýst yfir furðu sinni á því að hermaður sem hafi mögulega verið undir eftirlit vegna hegðunar sinnar hafi getað keyrt úr herstöð í bíl hlöðnum vopnum. Varnarmálaráðherra Belgíu hét því í dag að gripið yrði til aðgerða gegn öfgamönnum í her Belgíu. Vitað sé um um þrjátíu hermenn sem taldir séu vera hægri sinnaðir öfgamenn. Þjóðgarðurinn þar sem Conings er talinn í felum liggur nærri Hollandi og þeim megin við landamærunum eru yfirvöld einnig með mikinn viðbúnað, því óttast er að hann geti flúið þangað. Sérsveitir lögreglunnar í Hollandi eru meðal annars sagðar vakta landamærin. Belgía Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Blaðamenn segjast hafa heyrt skotum hleypt af í skóginum í dag en lögreglan hefur varist allra fegna. Conings hafði skilið bíl sinn eftir nærri skóginum. Í bílnum hafði hann komið fyrir handsprengju sem hann hafði tengt við hurðar bílsins, svo ef þær yrðu opnaðar myndi handsprengjan springa. Í bílnum fannst líka mikið magn vopna. Het Nieuwsblad segir lögregluna vera með gífurlegan viðbúnað í þjóðgarðinum og annarsstaðar í Belgíu, þar sem Conings skildi eftir tvö bréf til kærustu sinnar þar sem hann er sagður hafa hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar, og gefið í skyn að hann gæti gert árás á önnur skotmörk sín. Sjá einnig: Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Van Ranst hefur verið fluttur í öruggt skjól, ásamt fjölskyldu sinni. Conings er 46 ára gamall og hefur verið í belgíska hernum frá 1992. Hann hefur viðamikla reynslu en hefur undanfarið ítrekað verið ávíttur fyrir rasisma og ofbeldisfulla hegðun. Belgískir þingmenn hafa í dag lýst yfir furðu sinni á því að hermaður sem hafi mögulega verið undir eftirlit vegna hegðunar sinnar hafi getað keyrt úr herstöð í bíl hlöðnum vopnum. Varnarmálaráðherra Belgíu hét því í dag að gripið yrði til aðgerða gegn öfgamönnum í her Belgíu. Vitað sé um um þrjátíu hermenn sem taldir séu vera hægri sinnaðir öfgamenn. Þjóðgarðurinn þar sem Conings er talinn í felum liggur nærri Hollandi og þeim megin við landamærunum eru yfirvöld einnig með mikinn viðbúnað, því óttast er að hann geti flúið þangað. Sérsveitir lögreglunnar í Hollandi eru meðal annars sagðar vakta landamærin.
Belgía Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira