Wijnaldum til Barcelona með blessun Messis Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2021 10:51 Georginio Wijnaldum var kvaddur á Anfield um helgina og leystur út með gjöfum, eftir að liðið tryggði sér 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Andrew Powell Hollenski landsliðsmaðurinn Georginio Wijnaldum mun gera samning við Barcelona sem gildir til sumarsins 2024. Hann fer frítt til félagsins frá Liverpool þar sem samningur hans er að renna út. Þetta segir íþróttafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann tekur fram að ekkert samkomulag hafi náðst við Bayern München enda hafi Wijnaldum viljað fara til Barcelona frekar. Aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum varðandi samning hans við Barcelona. Gini Wijnaldum is set to join Barcelona as a free agent until June 2024 - there s nothing agreed with FC Bayern, he wants to sign for Barça. Last details and... here we go soon! #FCB @MatteMoretto— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Romano vísar einnig til íþróttafréttamannsins Matteo Moretto sem sagði frá yfirvofandi vistaskiptum Wijnaldum, og að þeir Ronald Koeman og Lionel Messi hefðu báðir lagt blessun sína yfir komu miðjumannsins öfluga. Núgildandi samningur Messis við Barcelona rennur reyndar út í sumar og því ríkir óvissa um framtíð hans hjá félaginu. El Barça a punto de fichar a Georginio Wijnaldum como agente libre. El holandés firmaría un contrato por tres temporadas. Fichaje muy querido, sobretodo por Koeman y Leo Messi que han dado el visto bueno — Matteo Moretto (@MatteMoretto) May 25, 2021 Wijnaldum, sem er þrítugur, hefur verið hjá Liverpool frá árinu 2016 en lék áður með Newcastle, PSV og Feyenoord. Hann er á leið á Evrópumótið með hollenska landsliðinu sem leika mun á heimavelli í Amsterdam, í C-riðli. Í kveðjufærslu til Liverpool á Instagram-síðu sinni kvaðst Wijnaldum ánægður að geta kvatt félagið í Meistaradeildarsæti en Liverpool endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Verðlaunin sem við unnum, stuðningsmenn að syngja nafnið mitt, ég mun aldrei gleyma þeim frábæru áföngum sem við náðum með þessu stórkostlega félagi. Við deildum saman ógleymanlegum stundum og enginn getur tekið þær af okkur,“ skrifaði Wijnaldum. View this post on Instagram A post shared by Gini Wijnaldum (@gwijnaldum) „Ég hefði ólmur viljað áfram spila fyrir Liverpool í mörg ár til viðbótar en því miður fóru hlutirnir á annan veg. Ég þarf að hefja nýtt ævintýri,“ skrifaði Wijnaldum en tók fram að hann væri samningsbundinn Liverpool til 1. júlí og að allt gæti gerst í fótbolta. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Þetta segir íþróttafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann tekur fram að ekkert samkomulag hafi náðst við Bayern München enda hafi Wijnaldum viljað fara til Barcelona frekar. Aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum varðandi samning hans við Barcelona. Gini Wijnaldum is set to join Barcelona as a free agent until June 2024 - there s nothing agreed with FC Bayern, he wants to sign for Barça. Last details and... here we go soon! #FCB @MatteMoretto— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Romano vísar einnig til íþróttafréttamannsins Matteo Moretto sem sagði frá yfirvofandi vistaskiptum Wijnaldum, og að þeir Ronald Koeman og Lionel Messi hefðu báðir lagt blessun sína yfir komu miðjumannsins öfluga. Núgildandi samningur Messis við Barcelona rennur reyndar út í sumar og því ríkir óvissa um framtíð hans hjá félaginu. El Barça a punto de fichar a Georginio Wijnaldum como agente libre. El holandés firmaría un contrato por tres temporadas. Fichaje muy querido, sobretodo por Koeman y Leo Messi que han dado el visto bueno — Matteo Moretto (@MatteMoretto) May 25, 2021 Wijnaldum, sem er þrítugur, hefur verið hjá Liverpool frá árinu 2016 en lék áður með Newcastle, PSV og Feyenoord. Hann er á leið á Evrópumótið með hollenska landsliðinu sem leika mun á heimavelli í Amsterdam, í C-riðli. Í kveðjufærslu til Liverpool á Instagram-síðu sinni kvaðst Wijnaldum ánægður að geta kvatt félagið í Meistaradeildarsæti en Liverpool endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Verðlaunin sem við unnum, stuðningsmenn að syngja nafnið mitt, ég mun aldrei gleyma þeim frábæru áföngum sem við náðum með þessu stórkostlega félagi. Við deildum saman ógleymanlegum stundum og enginn getur tekið þær af okkur,“ skrifaði Wijnaldum. View this post on Instagram A post shared by Gini Wijnaldum (@gwijnaldum) „Ég hefði ólmur viljað áfram spila fyrir Liverpool í mörg ár til viðbótar en því miður fóru hlutirnir á annan veg. Ég þarf að hefja nýtt ævintýri,“ skrifaði Wijnaldum en tók fram að hann væri samningsbundinn Liverpool til 1. júlí og að allt gæti gerst í fótbolta.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira