Í brýnu sló milli Dr. Football og Mike á Spot Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2021 16:21 Mikael Nikulásson og Hjörvar Hafliðason, helstu fótboltahlaðvarpsstjörnur landsins. Miklu sögum fer af átökum þeirra á milli á íþróttabarnum Spot í gærkvöldi. Hjörvar segir í tilkynningu að þeim hafi lent saman en allir séu vinir í dag og því ekkert mál. Helstu hlaðvarpsstjörnum landsins lenti saman á íþróttabarnum Spot í gærkvöldi. Hjörvar Hafliðason og Mikael Nikulásson, fótboltasérfræðingar sem eru annars vegar með hlaðvarpið Dr. Football og hins vegar The Mike Show, voru báðir staddir á íþróttabarnum Spot í gær. Þá fór fram úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni í fótbolta. Manchester United gegn Villareal. United tapaði eftir sögulega vítaspyrnukeppni. Lenti saman en báðir sáttir í dag Miklum sögum fer af því að þeir hafi beinlínis látið hnefana tala og Bakkus ráðandi öllum aðstæðum. En Hjörvar segir það hinar mestu ýkjur, í raun vitleysu en hann vill ekki tjá sig frekar um málið við Vísi. Hann bendir á tilkynningu sem hann hefur sett á síðu hlaðvarps síns: „Engar áhyggjur kæru leikmenn. Við Mike erum enn bestu vinir. Við leikgreindum leikinn í gær og fórum vissulega yfir sviðið. Við höfum verið að rífast frá árinu 1998 og það er ekkert að fara breytast. Okkur lenti aðeins saman í gær eins og á öllum Reiðhallaræfingum í den en erum báðir mjög sáttir í dag. Heyrumst í fyrramálið.“ Báðir United-menn þannig að ekki hefur það valdið deilum Svo mörg voru þau orð. Hjörvar hefur haldið úti gríðarlega vinsælum hlaðvarpsþætti sem heitir Dr. Football. Lengi vel var Mikael fastur póstur í þættinum en svo fór að hann stofnaði sinn eigin hlaðvarpsþátt sem heitir The Mike Show. Spennustigið í leiknum var hátt og kom til vítakeppni. Og þá á jafnframt að hafa soðið uppúr milli þeirra fyrrum samstarfsmanna sem nú eiga í samkeppni. Báðir halda þeir með United þannig að eitthvað annað á hafa komið til og eru áhugamenn um fótbolta víða að spá í spilin sín á milli, á samfélagsmiðlum; að skilnaðurinn hafi verið sársaukafyllri en fram hefur komið. Samfélagsmiðlar Næturlíf Fótbolti Meistaradeild Evrópu Kópavogur Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjá meira
Hjörvar Hafliðason og Mikael Nikulásson, fótboltasérfræðingar sem eru annars vegar með hlaðvarpið Dr. Football og hins vegar The Mike Show, voru báðir staddir á íþróttabarnum Spot í gær. Þá fór fram úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni í fótbolta. Manchester United gegn Villareal. United tapaði eftir sögulega vítaspyrnukeppni. Lenti saman en báðir sáttir í dag Miklum sögum fer af því að þeir hafi beinlínis látið hnefana tala og Bakkus ráðandi öllum aðstæðum. En Hjörvar segir það hinar mestu ýkjur, í raun vitleysu en hann vill ekki tjá sig frekar um málið við Vísi. Hann bendir á tilkynningu sem hann hefur sett á síðu hlaðvarps síns: „Engar áhyggjur kæru leikmenn. Við Mike erum enn bestu vinir. Við leikgreindum leikinn í gær og fórum vissulega yfir sviðið. Við höfum verið að rífast frá árinu 1998 og það er ekkert að fara breytast. Okkur lenti aðeins saman í gær eins og á öllum Reiðhallaræfingum í den en erum báðir mjög sáttir í dag. Heyrumst í fyrramálið.“ Báðir United-menn þannig að ekki hefur það valdið deilum Svo mörg voru þau orð. Hjörvar hefur haldið úti gríðarlega vinsælum hlaðvarpsþætti sem heitir Dr. Football. Lengi vel var Mikael fastur póstur í þættinum en svo fór að hann stofnaði sinn eigin hlaðvarpsþátt sem heitir The Mike Show. Spennustigið í leiknum var hátt og kom til vítakeppni. Og þá á jafnframt að hafa soðið uppúr milli þeirra fyrrum samstarfsmanna sem nú eiga í samkeppni. Báðir halda þeir með United þannig að eitthvað annað á hafa komið til og eru áhugamenn um fótbolta víða að spá í spilin sín á milli, á samfélagsmiðlum; að skilnaðurinn hafi verið sársaukafyllri en fram hefur komið.
Samfélagsmiðlar Næturlíf Fótbolti Meistaradeild Evrópu Kópavogur Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjá meira