Real staðfestir komu Ancelotti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2021 20:00 Carlo Ancelotti er tekinn við Real Madrid á nýjan leik. Hann leysir Zinedine Zidane af hólmi en hér eru þeir á árum áður er Ancelotti var aðalþjálfari liðsins en Zidane aðstoðarþjálfari. EPA-EFE/JuanJo Martin Real Madrid hefur staðfest að Carlo Ancelotti verði næsti þjálfari liðsins. Tekur hann við af Zinedine Zidane sem sagði starfi sínu lausu að lokinni nýafstaðinni leiktíð. Ítalinn Ancelotti er öllum hnútum kunnugur í Madríd en hann stýrði Real frá 2013 til 2015. Þar stýrði hann liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu ásamt því að vinna spænska Konungsbikarinn, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Hann hefur nú samið við félagið að nýju og skrifaði undir þriggja ára samning. Throwback to La Decima, Carlo Ancelotti s greatest triumph at Real Madrid pic.twitter.com/8KdgSNLEHu— B/R Football (@brfootball) June 1, 2021 Í desember 2019 tók hann við enska úrvalsdeildarfélaginu Everton og skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning. Liðið endaði í 13. sæti þá leiktíð en á nýafstaðinni leiktíð var Everton lengi vel í baráttunni um Evrópusæti en fataðist flugið fyrir rest og lauk leik í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Nú er ljóst að Ancelotti mun ekki gera aðra atlögu að Evrópusæti með Everton þar sem hann er farinn til höfuðborgar Spánar á nýjan leik. Hinn 61 árs gamli Ancelotti tjáði sig á Twitter-síðu sinni nú fyrir skömmu. Þar þakkar hann Everton, leikmönnum og stuðningsfólki fyrir frábæra tíma en hann leiti nú að nýjum áskorunum hjá félagi sem hefur alltaf staðið honum nærri, Real Madrid. I would like to thank Everton FC, my players and the supporters for giving me the opportunity to manage this fantastic and historical club. I decided to leave as I have a new challenge with a team that was always in my heart, Real Madrid. pic.twitter.com/SDV8T7qMDR— Carlo Ancelotti (@MrAncelotti) June 1, 2021 Ancelotti hefur á ferli sínum sem þjálfari unnið alls 15 titla. Hann hefur stýrt liðum á borð við Juventus, AC Milan, Chelsea, París Saint-Germain, Bayern München og Napoli. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Ítalinn Ancelotti er öllum hnútum kunnugur í Madríd en hann stýrði Real frá 2013 til 2015. Þar stýrði hann liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu ásamt því að vinna spænska Konungsbikarinn, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Hann hefur nú samið við félagið að nýju og skrifaði undir þriggja ára samning. Throwback to La Decima, Carlo Ancelotti s greatest triumph at Real Madrid pic.twitter.com/8KdgSNLEHu— B/R Football (@brfootball) June 1, 2021 Í desember 2019 tók hann við enska úrvalsdeildarfélaginu Everton og skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning. Liðið endaði í 13. sæti þá leiktíð en á nýafstaðinni leiktíð var Everton lengi vel í baráttunni um Evrópusæti en fataðist flugið fyrir rest og lauk leik í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Nú er ljóst að Ancelotti mun ekki gera aðra atlögu að Evrópusæti með Everton þar sem hann er farinn til höfuðborgar Spánar á nýjan leik. Hinn 61 árs gamli Ancelotti tjáði sig á Twitter-síðu sinni nú fyrir skömmu. Þar þakkar hann Everton, leikmönnum og stuðningsfólki fyrir frábæra tíma en hann leiti nú að nýjum áskorunum hjá félagi sem hefur alltaf staðið honum nærri, Real Madrid. I would like to thank Everton FC, my players and the supporters for giving me the opportunity to manage this fantastic and historical club. I decided to leave as I have a new challenge with a team that was always in my heart, Real Madrid. pic.twitter.com/SDV8T7qMDR— Carlo Ancelotti (@MrAncelotti) June 1, 2021 Ancelotti hefur á ferli sínum sem þjálfari unnið alls 15 titla. Hann hefur stýrt liðum á borð við Juventus, AC Milan, Chelsea, París Saint-Germain, Bayern München og Napoli.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn