Enginn dó á Bretlandi í fyrsta sinn frá mars í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 20:00 Bretar í röð eftir bólusetningu. EPA/ANDY RAIN Enginn dó Bretlandi vegna Covid-19 í gær, samkvæmt opinberum tölum dagsins. Það er í fyrsta sinn frá 7. mars í fyrra, áður en gripið var til fyrsta samkomubannsins á Bretlandi. Heilbrigðisráðherra Bretlands varar íbúa þó við því að baráttunni sé ekki lokið enn. Nýjustu opinberu tölur Bretlandseyja segja 3.165 fimm hafa greinst smitaða á milli daga. Samkvæmt frétt Sky News koma tölur dagsins í kjölfar langrar helgi og geta bæði tilkynnt tilfelli og dauðsföll verið lægri samkvæmt opinberum tölum en í rauninni. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, birti tíst í dag þar sem hann sagði þjóðina alla fagna því að enginn hefði dáið í gær. Bóluefnin væru greinilega að virka og vernda fólk. Hann sagði að þrátt fyrir það væri ljóst baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, væri ekki lokið. Tilfellum færi fjölgandi og hvatti Hancock fólk til að sinna persónulegum sóttvörnum áfram og láta bólusetja sig. The whole country will be so glad there were no covid related deaths recorded yesterday. The vaccines are clearly working - protecting you, those around you and your loved ones.1/2— Matt Hancock (@MattHancock) June 1, 2021 Þann 10. maí síðastliðinn voru engin dauðsföll tilkynnt í Englandi, Skotlandi og Norður-Írlandi. Þá dóu þó fjórir í Wales. Í heildina hafa alls 4.490.438 smitast af Covid-19 á Bretlandi, samkvæmt Sky, og 127.782 hafa dáið. Búið er að fullbólusetja tæplega 26 milljónir íbúa Bretlands. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson. 27. maí 2021 19:38 Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14 Segist hafa heyrt Boris tala um að leyfa líkum að hrannast upp Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson, segist hafa heyrt forsætisráðherrann segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp á Bretlandi, frekar en að herða sóttvarnaaðgerðir. Sjálfur hefur Johnson neitað því að hafa látið þessi orð frá sér. 26. maí 2021 15:35 Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur. 26. maí 2021 10:15 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Nýjustu opinberu tölur Bretlandseyja segja 3.165 fimm hafa greinst smitaða á milli daga. Samkvæmt frétt Sky News koma tölur dagsins í kjölfar langrar helgi og geta bæði tilkynnt tilfelli og dauðsföll verið lægri samkvæmt opinberum tölum en í rauninni. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, birti tíst í dag þar sem hann sagði þjóðina alla fagna því að enginn hefði dáið í gær. Bóluefnin væru greinilega að virka og vernda fólk. Hann sagði að þrátt fyrir það væri ljóst baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, væri ekki lokið. Tilfellum færi fjölgandi og hvatti Hancock fólk til að sinna persónulegum sóttvörnum áfram og láta bólusetja sig. The whole country will be so glad there were no covid related deaths recorded yesterday. The vaccines are clearly working - protecting you, those around you and your loved ones.1/2— Matt Hancock (@MattHancock) June 1, 2021 Þann 10. maí síðastliðinn voru engin dauðsföll tilkynnt í Englandi, Skotlandi og Norður-Írlandi. Þá dóu þó fjórir í Wales. Í heildina hafa alls 4.490.438 smitast af Covid-19 á Bretlandi, samkvæmt Sky, og 127.782 hafa dáið. Búið er að fullbólusetja tæplega 26 milljónir íbúa Bretlands.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson. 27. maí 2021 19:38 Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14 Segist hafa heyrt Boris tala um að leyfa líkum að hrannast upp Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson, segist hafa heyrt forsætisráðherrann segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp á Bretlandi, frekar en að herða sóttvarnaaðgerðir. Sjálfur hefur Johnson neitað því að hafa látið þessi orð frá sér. 26. maí 2021 15:35 Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur. 26. maí 2021 10:15 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson. 27. maí 2021 19:38
Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14
Segist hafa heyrt Boris tala um að leyfa líkum að hrannast upp Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson, segist hafa heyrt forsætisráðherrann segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp á Bretlandi, frekar en að herða sóttvarnaaðgerðir. Sjálfur hefur Johnson neitað því að hafa látið þessi orð frá sér. 26. maí 2021 15:35
Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur. 26. maí 2021 10:15
Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21