9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 12:00 Grikkir fagna hér hinum óvænta sigri sínum á EM í Portúgal sumarið 2004. Getty/Henri Szwarc Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. Gríska karlalandsliðið í knattspyrnu er ekki með á EM í sumar og var heldur ekki með í Frakklandi fyrir fimm árum síðan. Fyrir sautján árum komu Grikkir hins vegar öllum á óvörum með því að fara alla leið í keppninni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að skora færri mörk en íslensku strákarnir á síðasta Evrópumóti. Grikkir mættu á EM í Portúgal sumarið 2004 í 35. sæti styrkleikalista FIFA og það voru sautján Evrópuþjóðir á undan þeim á listanum. Grikkir voru þannig á eftir þjóðum sem komust ekki einu sinni inn á Evrópumótið þetta sumar enda bara sextán þjóða keppni í þá daga. The History of The UEFA Euro: 2004, Boring Greece Stun Europe https://t.co/x5TVWZR6vn Bet now via https://t.co/0I4IIflkwI pic.twitter.com/CW6shh3TMv— Bitcoin Sportsbook (@SportsbookBTC) June 1, 2021 Það bjuggust því fæstir við því að Grikkir kæmust upp úr sínum riðli og hvað þá að þeir færu eitthvað lengra en það. Þetta var fyrsta Evrópumót þeirra í 24 ár og árangurinn á hinum tveimur var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þetta var aðeins þriðja stórmót gríska landsliðsins í sögunni og Grikkir höfðu aldrei unnið leik á EM eða HM. Þeir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á EM 1980 og töpuðu síðan öllum þremur leikjum sínum á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994 þar sem markatalan var 0-10. Grikkir gerðu aftur á móti það ómögulega á Evrópumótinu fyrir sautján árum. Þeir byrjuðu á því að vinna 2-1 sigur á gestgjöfum Portúgal í opnunarleiknum og eitt stig úr leikjunum á móti Spáni (1-1) og Rússlandi (1-2 tap) dugði til að tryggja liðinu annað sætið í riðlinum og sæti í átta liða úrslitunum. watch on YouTube Þetta var reyndar stórfurðulegt mót því risarnir Þýskaland, Ítalía og Spánn sátu allir eftir í riðlakeppninni og ríkjandi meistarar Frakka duttu síðan út í átta liða úrslitunum fyrir Grikkjum. Grikkir héldu hreinu alla útsláttarkeppnina og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið með þremur 1-0 sigrum í röð. Angelos Charisteas skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum með skalla á 57. mínútu þar sem Grikkir mættu gestgjöfum Portúgal í annað skiptið á mótinu og unnu aftur. Hann var markhæsti leikmaður Grikkja á mótinu skoraði þrjú af sjö mörkum liðsins. Sjö mörk þýða að íslensku strákarnir náðu að skora fleiri mörk á EM í Frakklandi 2016 en dugði Grikkjum til að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn 2004. Charisteas var einnig með sigurmarkið í átta liða úrslitunum á móti Frökkum en sigurmarkið í undanúrslitaleiknum á móti Tékkum skoraði Traianos Dellas í framlengingu. Theodoros Zagorakis, miðjumaður og fyrirliði gríska liðsins, var valinn besti leikmaður keppninnar af UEFA og í úrvalshópi mótsins voru einnig markvörðurinn Antonios Nikopolidis, varnarmennirnir Traianos Dellas og Giourkas Seitaridis og svo sóknarmaðurinn Angelos Charisteas. Þjóðverjinn Otto Rehhagel þjálfaði gríska landsliðið og landaði þessum óvænta Evrópumeistaratitli á þéttum varnarleik og vel útfærðum skyndisóknum og föstum leikatriðum. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegasta fótboltaliðið en það tókst bara engum að brjótast í gegnum grísku vörnina þær þrjú hundruð mínútur sem liðið spilaði í útsláttarkeppni EM 2004. watch on YouTube EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Gríska karlalandsliðið í knattspyrnu er ekki með á EM í sumar og var heldur ekki með í Frakklandi fyrir fimm árum síðan. Fyrir sautján árum komu Grikkir hins vegar öllum á óvörum með því að fara alla leið í keppninni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að skora færri mörk en íslensku strákarnir á síðasta Evrópumóti. Grikkir mættu á EM í Portúgal sumarið 2004 í 35. sæti styrkleikalista FIFA og það voru sautján Evrópuþjóðir á undan þeim á listanum. Grikkir voru þannig á eftir þjóðum sem komust ekki einu sinni inn á Evrópumótið þetta sumar enda bara sextán þjóða keppni í þá daga. The History of The UEFA Euro: 2004, Boring Greece Stun Europe https://t.co/x5TVWZR6vn Bet now via https://t.co/0I4IIflkwI pic.twitter.com/CW6shh3TMv— Bitcoin Sportsbook (@SportsbookBTC) June 1, 2021 Það bjuggust því fæstir við því að Grikkir kæmust upp úr sínum riðli og hvað þá að þeir færu eitthvað lengra en það. Þetta var fyrsta Evrópumót þeirra í 24 ár og árangurinn á hinum tveimur var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þetta var aðeins þriðja stórmót gríska landsliðsins í sögunni og Grikkir höfðu aldrei unnið leik á EM eða HM. Þeir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á EM 1980 og töpuðu síðan öllum þremur leikjum sínum á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994 þar sem markatalan var 0-10. Grikkir gerðu aftur á móti það ómögulega á Evrópumótinu fyrir sautján árum. Þeir byrjuðu á því að vinna 2-1 sigur á gestgjöfum Portúgal í opnunarleiknum og eitt stig úr leikjunum á móti Spáni (1-1) og Rússlandi (1-2 tap) dugði til að tryggja liðinu annað sætið í riðlinum og sæti í átta liða úrslitunum. watch on YouTube Þetta var reyndar stórfurðulegt mót því risarnir Þýskaland, Ítalía og Spánn sátu allir eftir í riðlakeppninni og ríkjandi meistarar Frakka duttu síðan út í átta liða úrslitunum fyrir Grikkjum. Grikkir héldu hreinu alla útsláttarkeppnina og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið með þremur 1-0 sigrum í röð. Angelos Charisteas skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum með skalla á 57. mínútu þar sem Grikkir mættu gestgjöfum Portúgal í annað skiptið á mótinu og unnu aftur. Hann var markhæsti leikmaður Grikkja á mótinu skoraði þrjú af sjö mörkum liðsins. Sjö mörk þýða að íslensku strákarnir náðu að skora fleiri mörk á EM í Frakklandi 2016 en dugði Grikkjum til að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn 2004. Charisteas var einnig með sigurmarkið í átta liða úrslitunum á móti Frökkum en sigurmarkið í undanúrslitaleiknum á móti Tékkum skoraði Traianos Dellas í framlengingu. Theodoros Zagorakis, miðjumaður og fyrirliði gríska liðsins, var valinn besti leikmaður keppninnar af UEFA og í úrvalshópi mótsins voru einnig markvörðurinn Antonios Nikopolidis, varnarmennirnir Traianos Dellas og Giourkas Seitaridis og svo sóknarmaðurinn Angelos Charisteas. Þjóðverjinn Otto Rehhagel þjálfaði gríska landsliðið og landaði þessum óvænta Evrópumeistaratitli á þéttum varnarleik og vel útfærðum skyndisóknum og föstum leikatriðum. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegasta fótboltaliðið en það tókst bara engum að brjótast í gegnum grísku vörnina þær þrjú hundruð mínútur sem liðið spilaði í útsláttarkeppni EM 2004. watch on YouTube EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira