Henderson sneri aftur og brenndi af vítaspyrnu í sigri Englands | Öruggt hjá Dönum og Hollendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 18:45 Tyrone Mings faðmar Marcus Rashford eftir að sá síðarnefndi kom Englandi yfir. EPA-EFE/Paul Ellis Liðin sem taka þátt á EM í knattspyrnu í sumar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir mótið. England, Danmörk og Holland unnu öll vináttulandsleiki sína í dag. England vann Rúmeníu 1-0 þökk sé marki Marcus Rashford, fyrirliða liðsins í dag, úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins. Leikurinn var töluvert skemmtilegri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið fengu urmul færa. Jordan Henderson sneri aftur eftir langan tíma frá vegna meiðsla og spilaði síðari hálfleikinn í liði Englands. Hann brenndi af vítaspyrnu á 78. mínútu og er því enn að leita að sínu fyrsta landsliðsmarki. A week before England start the Euros, Jordan Henderson makes his first appearance since Feb. 20 pic.twitter.com/LT20DylILU— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Englendingar settu boltann alls þrisvar í slánna og Sam Johnstone, markvörður þeirra, átti stórbrotna markvörslu skömmu eftir að Rashford kom heimamönnum yfir. Lokatölur 1-0 en enn vantar leikmenn Chelsea og Manchester City í enska liðið. Danmörk vann 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Martin Braithwaite, framherji Barcelona, kom Dönum yfir á 18. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Andreas Cornelius, framherji Atalanta, gulltryggði sigurinn með öðru marki heimamanna á 73. mínútu. Staðan orðin 2-0 og þar við sat. Að lokum vann Holland þægilegan 3-0 sigur á Georgíu. Memphis Depay skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Wout Weghorst bætti við öðru marki Hollendinga þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Ryan Gravenberch skoraði þriðja markið þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
England vann Rúmeníu 1-0 þökk sé marki Marcus Rashford, fyrirliða liðsins í dag, úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins. Leikurinn var töluvert skemmtilegri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið fengu urmul færa. Jordan Henderson sneri aftur eftir langan tíma frá vegna meiðsla og spilaði síðari hálfleikinn í liði Englands. Hann brenndi af vítaspyrnu á 78. mínútu og er því enn að leita að sínu fyrsta landsliðsmarki. A week before England start the Euros, Jordan Henderson makes his first appearance since Feb. 20 pic.twitter.com/LT20DylILU— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Englendingar settu boltann alls þrisvar í slánna og Sam Johnstone, markvörður þeirra, átti stórbrotna markvörslu skömmu eftir að Rashford kom heimamönnum yfir. Lokatölur 1-0 en enn vantar leikmenn Chelsea og Manchester City í enska liðið. Danmörk vann 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Martin Braithwaite, framherji Barcelona, kom Dönum yfir á 18. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Andreas Cornelius, framherji Atalanta, gulltryggði sigurinn með öðru marki heimamanna á 73. mínútu. Staðan orðin 2-0 og þar við sat. Að lokum vann Holland þægilegan 3-0 sigur á Georgíu. Memphis Depay skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Wout Weghorst bætti við öðru marki Hollendinga þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Ryan Gravenberch skoraði þriðja markið þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira