Henderson sneri aftur og brenndi af vítaspyrnu í sigri Englands | Öruggt hjá Dönum og Hollendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 18:45 Tyrone Mings faðmar Marcus Rashford eftir að sá síðarnefndi kom Englandi yfir. EPA-EFE/Paul Ellis Liðin sem taka þátt á EM í knattspyrnu í sumar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir mótið. England, Danmörk og Holland unnu öll vináttulandsleiki sína í dag. England vann Rúmeníu 1-0 þökk sé marki Marcus Rashford, fyrirliða liðsins í dag, úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins. Leikurinn var töluvert skemmtilegri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið fengu urmul færa. Jordan Henderson sneri aftur eftir langan tíma frá vegna meiðsla og spilaði síðari hálfleikinn í liði Englands. Hann brenndi af vítaspyrnu á 78. mínútu og er því enn að leita að sínu fyrsta landsliðsmarki. A week before England start the Euros, Jordan Henderson makes his first appearance since Feb. 20 pic.twitter.com/LT20DylILU— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Englendingar settu boltann alls þrisvar í slánna og Sam Johnstone, markvörður þeirra, átti stórbrotna markvörslu skömmu eftir að Rashford kom heimamönnum yfir. Lokatölur 1-0 en enn vantar leikmenn Chelsea og Manchester City í enska liðið. Danmörk vann 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Martin Braithwaite, framherji Barcelona, kom Dönum yfir á 18. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Andreas Cornelius, framherji Atalanta, gulltryggði sigurinn með öðru marki heimamanna á 73. mínútu. Staðan orðin 2-0 og þar við sat. Að lokum vann Holland þægilegan 3-0 sigur á Georgíu. Memphis Depay skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Wout Weghorst bætti við öðru marki Hollendinga þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Ryan Gravenberch skoraði þriðja markið þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
England vann Rúmeníu 1-0 þökk sé marki Marcus Rashford, fyrirliða liðsins í dag, úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins. Leikurinn var töluvert skemmtilegri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið fengu urmul færa. Jordan Henderson sneri aftur eftir langan tíma frá vegna meiðsla og spilaði síðari hálfleikinn í liði Englands. Hann brenndi af vítaspyrnu á 78. mínútu og er því enn að leita að sínu fyrsta landsliðsmarki. A week before England start the Euros, Jordan Henderson makes his first appearance since Feb. 20 pic.twitter.com/LT20DylILU— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Englendingar settu boltann alls þrisvar í slánna og Sam Johnstone, markvörður þeirra, átti stórbrotna markvörslu skömmu eftir að Rashford kom heimamönnum yfir. Lokatölur 1-0 en enn vantar leikmenn Chelsea og Manchester City í enska liðið. Danmörk vann 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Martin Braithwaite, framherji Barcelona, kom Dönum yfir á 18. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Andreas Cornelius, framherji Atalanta, gulltryggði sigurinn með öðru marki heimamanna á 73. mínútu. Staðan orðin 2-0 og þar við sat. Að lokum vann Holland þægilegan 3-0 sigur á Georgíu. Memphis Depay skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Wout Weghorst bætti við öðru marki Hollendinga þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Ryan Gravenberch skoraði þriðja markið þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti