Sandá merkt í bak og fyrir Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2021 08:51 Nýju veiðistaðaskiltin fyrir Sandá verða komin niður þegar veiðimenn mæta við ánna Stangaveiðifélag Reykjavíkur tók við Sandá í vetur og í sumar er fyrsta sumarið sem félagar SVFR fá tækifæri til að veiða í ánni hjá félaginu. Árnefnd Sandár hefur verið sveitt síðustu vikur við endurbætur á veiðihúsinu sem er orðið hið glæsilegasta enda var skipt um rúm, húsgögn og aðra innanstokksmuni ásamt því að mála. Það er annað sem árnefndin hefur gert og það er að merkja ánna vel og vandlega. Þetta er eitt af því sem er eiginlega alveg óskiljanlegt við sumar veiðiár á Íslandi, það er að segja hvað veiðistaðirnir eru illa merktir. Ein af þeim ám sem þykir hvað best merkt er Langá á Mýrum en Ingvi Hrafn Jónsson, sem var leigutaki Langár lengi, gerði hlutina þannig að allir veiðistaðir voru vel merktir og á þann háttinn að þar sem skiltin voru sett niður, þar áttu veiðimenn að byrja að veiða þann veiðistað. Það eru ennþá fjölmörg dæmi um veiðiár, og nokkrar af þeim á topp 10 listanum yfir bestu ár landsins, þar sem veiðistaðir eru ekki eða illa merktir. Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði
Árnefnd Sandár hefur verið sveitt síðustu vikur við endurbætur á veiðihúsinu sem er orðið hið glæsilegasta enda var skipt um rúm, húsgögn og aðra innanstokksmuni ásamt því að mála. Það er annað sem árnefndin hefur gert og það er að merkja ánna vel og vandlega. Þetta er eitt af því sem er eiginlega alveg óskiljanlegt við sumar veiðiár á Íslandi, það er að segja hvað veiðistaðirnir eru illa merktir. Ein af þeim ám sem þykir hvað best merkt er Langá á Mýrum en Ingvi Hrafn Jónsson, sem var leigutaki Langár lengi, gerði hlutina þannig að allir veiðistaðir voru vel merktir og á þann háttinn að þar sem skiltin voru sett niður, þar áttu veiðimenn að byrja að veiða þann veiðistað. Það eru ennþá fjölmörg dæmi um veiðiár, og nokkrar af þeim á topp 10 listanum yfir bestu ár landsins, þar sem veiðistaðir eru ekki eða illa merktir.
Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði