Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2021 09:18 Árásarmaðurinn, ökumaður bílsins, var handtekinn á bílastæði verslunarmiðstöðvar skammt frá skömmu eftir árásina. AP/Geoff Robins Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. Erlendir fjölmiðlar segja ökumanninn, sem er tvítugur að aldri, hafa ekið á fimm gangandi vegfarendur áður en hann flúði af vettvangi. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur fordæmt árásina og segist standa með múslimum í landinu. „Múslimahatur á sér engan stað í samfélagi okkar. Þetta hatur er undurförult og viðbjóðslegt – og því verður að linna,“ sagði Trudeau. I spoke on the phone this evening with @LdnOntMayor and @NTahir2015 about the hateful and heinous attack that took place in London, Ontario yesterday. I let them know we ll continue to use every tool we have to combat Islamophobia - and we ll be here for those who are grieving.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 8, 2021 Ökumaður bílsins var handtekinn skömmu eftir árásina á bílastæði verslunarmiðstöðvar skammt frá. Segir lögregla að hann eigi yfir höfði sér ákæru um fjögur morð og eina tilraun til morðs. Í árásinni lét 74 ára kona lífið, 46 ára karlmaður, 44 ára kona og fimmtán ára stúlka. Þá er ástand níu ára drengs sagt alvarlegt, en að búist sé við að hann muni komast lífs af. Vinafólk hinna látnu segir þau hafi flust til Kanada frá Pakistan fyrir fjórtán árum. Fánum verður flaggað í hálfa stöng í bænum London næstu þrjá daga vegna árásarinnar. Kanada Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar segja ökumanninn, sem er tvítugur að aldri, hafa ekið á fimm gangandi vegfarendur áður en hann flúði af vettvangi. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur fordæmt árásina og segist standa með múslimum í landinu. „Múslimahatur á sér engan stað í samfélagi okkar. Þetta hatur er undurförult og viðbjóðslegt – og því verður að linna,“ sagði Trudeau. I spoke on the phone this evening with @LdnOntMayor and @NTahir2015 about the hateful and heinous attack that took place in London, Ontario yesterday. I let them know we ll continue to use every tool we have to combat Islamophobia - and we ll be here for those who are grieving.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 8, 2021 Ökumaður bílsins var handtekinn skömmu eftir árásina á bílastæði verslunarmiðstöðvar skammt frá. Segir lögregla að hann eigi yfir höfði sér ákæru um fjögur morð og eina tilraun til morðs. Í árásinni lét 74 ára kona lífið, 46 ára karlmaður, 44 ára kona og fimmtán ára stúlka. Þá er ástand níu ára drengs sagt alvarlegt, en að búist sé við að hann muni komast lífs af. Vinafólk hinna látnu segir þau hafi flust til Kanada frá Pakistan fyrir fjórtán árum. Fánum verður flaggað í hálfa stöng í bænum London næstu þrjá daga vegna árásarinnar.
Kanada Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira