Bielsa sá um æfingu hjá ellefu ára liði Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 14:30 Marcelo Bielsa gat ekki slappað af lengur en í tvær vikur. EPA-EFE/Martin Rickett Marcelo Bielsa er einstakur knattspyrnustjóri og það hefur hann sýnt og sannað með því að koma Leeds United aftur í hóp bestu liða Englands. Bielsa er samt orðinn 65 ára gamall og flestum þótti því ástæða fyrir hann að hvíla sig vel í sumar og safna kröftum fyrir næsta tímabil. Lokaleikur Leeds liðsins á þessu tímabili var á móti West Bromwich Albion 23. maí en lærisveinar Bielsa unnu fjóra síðustu leiki sína og enduðu í níunda sæti, einu sæti ofar en Everton. Bielsa hefur því fengið rúmar tvær vikur rúmar til að hvíla sig og þyrsti greinilega í að fara að þjálfa aftur. Karlinn var nefnilega mættur á æfingu hjá ellefu ára liði Leeds í gærkvöldi og strákarnir fengu þar góð ráð frá þessum mikla meistara. Marcelo Bielsa turned up on a Monday night out of season, to take a U11's training session.What a legend that man is ( - @JPHElectrical) pic.twitter.com/z1sj2MpClX— SPORTbible (@sportbible) June 8, 2021 Bielsa verður kannski orðinn sjötugur þegar þessir strákar fara að banka á meistaraflokksdyrnar en það hlýtur að hafa verið mjög spennandi að sjá knattspyrnustjóra félagsins standa fyrir framan sig á æfingu. Marcelo Bielsa var að klára sitt þriðja tímabil með Leeds en undir hans stjórn komst félagið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sextán ár. Hann hefur starfað við þjálfun frá því að hann gerðist yngri flokka þjálfari hjá Newell's Old Boys í Argentínu árið 1980. Eftir tíu ár í unglingaþjálfun þá tók Bielsa við meistaraflokksliði Newell's Old Boys árið 1990 og hefur verið knattspyrnustjóri síðan hjá liðum í Argentínu, Mexíkó, Spáni og Frakklandi auk þess að stýra bæði landsliðum Argentínu og Síle. Enski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Bielsa er samt orðinn 65 ára gamall og flestum þótti því ástæða fyrir hann að hvíla sig vel í sumar og safna kröftum fyrir næsta tímabil. Lokaleikur Leeds liðsins á þessu tímabili var á móti West Bromwich Albion 23. maí en lærisveinar Bielsa unnu fjóra síðustu leiki sína og enduðu í níunda sæti, einu sæti ofar en Everton. Bielsa hefur því fengið rúmar tvær vikur rúmar til að hvíla sig og þyrsti greinilega í að fara að þjálfa aftur. Karlinn var nefnilega mættur á æfingu hjá ellefu ára liði Leeds í gærkvöldi og strákarnir fengu þar góð ráð frá þessum mikla meistara. Marcelo Bielsa turned up on a Monday night out of season, to take a U11's training session.What a legend that man is ( - @JPHElectrical) pic.twitter.com/z1sj2MpClX— SPORTbible (@sportbible) June 8, 2021 Bielsa verður kannski orðinn sjötugur þegar þessir strákar fara að banka á meistaraflokksdyrnar en það hlýtur að hafa verið mjög spennandi að sjá knattspyrnustjóra félagsins standa fyrir framan sig á æfingu. Marcelo Bielsa var að klára sitt þriðja tímabil með Leeds en undir hans stjórn komst félagið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sextán ár. Hann hefur starfað við þjálfun frá því að hann gerðist yngri flokka þjálfari hjá Newell's Old Boys í Argentínu árið 1980. Eftir tíu ár í unglingaþjálfun þá tók Bielsa við meistaraflokksliði Newell's Old Boys árið 1990 og hefur verið knattspyrnustjóri síðan hjá liðum í Argentínu, Mexíkó, Spáni og Frakklandi auk þess að stýra bæði landsliðum Argentínu og Síle.
Enski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti