Norðanáttir valdi því að júní verði kaldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2021 21:04 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við köldum júní. Vísir/Samsett Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við því að júnímánuður verði nokkuð kaldur hér á landi, sökum norðanáttar sem verði ríkjandi. „Það hafa verið ríkjandi sunnanáttir og svo verður til morguns, það er síðasti dagurinn. Svo verða breytingar á föstudag, þá snýst hann í norðanátt og loftið verður þurrrara. Við fáum meiri kulda úr norðri,“ sagði Einar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ef litið sé til veðurspár næstu daga sé norðanáttin ekki samfelld en að í stað þess að loftið komi sunnan úr höfum komi það að norðan. „Það skiptir miklu í júnímánuði, hvaðan loftið er að koma til okkar,“ segir Einar. Blár og kaldur blettur yfir landinu Einar segir að næsta vika, 14. til 21. júní sé útlit fyrir ríkjandi norðlægar áttir og djúpar lægðir fyrir sunnan landið. Mest verði rigningin líklega á norður- og austurhluta landsins. „Svo er bara að sjá áfram, ef maður skoðar þessi kort, þá eru meiri líkur en minni á því að norðanáttin sé ofan á. Þar með er kalt á landinu,“ segir Einar og bætir við að langtímaspáin gefi minni vísbendingu um úrkomu í mánuðinum. Síðasta vikan í spánni sem Einar vísar til er 28. júní til 5. júlí. Hann segir að þá megi sjá „vænlegan bláan, kaldan blett yfir landinu.“ „Ef það gerist að norðanátt er ríkjandi þá þekkjum við það á sumarveðráttunni að það er dumbungur og frekar svalt fyrir norðan, rigning annað slagið en þurrir dagar inni á milli en meiri sól sunnan heiða. Ágætis hiti að deginum en svalar nætur.“ Einar segir að einnig séu reiknaðar þriggja mánaða spár, sem gerðar séu einu sinni í mánuði. Honum hafi þó ekki tekist að lesa mikið úr þeirri nýjustu. Þær þriggja mánaða spár sem hann hafi séð fyrir sumarið hafi verið afar ólíkar. „Það er vísbending um það að það gangi ekkert að reikna svona langt fram í tímann, nema það að veðrið verði mjög breytilegt og við fáum eitthvað af öllu. Það gæti svo sem líka verið.“ Veður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
„Það hafa verið ríkjandi sunnanáttir og svo verður til morguns, það er síðasti dagurinn. Svo verða breytingar á föstudag, þá snýst hann í norðanátt og loftið verður þurrrara. Við fáum meiri kulda úr norðri,“ sagði Einar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ef litið sé til veðurspár næstu daga sé norðanáttin ekki samfelld en að í stað þess að loftið komi sunnan úr höfum komi það að norðan. „Það skiptir miklu í júnímánuði, hvaðan loftið er að koma til okkar,“ segir Einar. Blár og kaldur blettur yfir landinu Einar segir að næsta vika, 14. til 21. júní sé útlit fyrir ríkjandi norðlægar áttir og djúpar lægðir fyrir sunnan landið. Mest verði rigningin líklega á norður- og austurhluta landsins. „Svo er bara að sjá áfram, ef maður skoðar þessi kort, þá eru meiri líkur en minni á því að norðanáttin sé ofan á. Þar með er kalt á landinu,“ segir Einar og bætir við að langtímaspáin gefi minni vísbendingu um úrkomu í mánuðinum. Síðasta vikan í spánni sem Einar vísar til er 28. júní til 5. júlí. Hann segir að þá megi sjá „vænlegan bláan, kaldan blett yfir landinu.“ „Ef það gerist að norðanátt er ríkjandi þá þekkjum við það á sumarveðráttunni að það er dumbungur og frekar svalt fyrir norðan, rigning annað slagið en þurrir dagar inni á milli en meiri sól sunnan heiða. Ágætis hiti að deginum en svalar nætur.“ Einar segir að einnig séu reiknaðar þriggja mánaða spár, sem gerðar séu einu sinni í mánuði. Honum hafi þó ekki tekist að lesa mikið úr þeirri nýjustu. Þær þriggja mánaða spár sem hann hafi séð fyrir sumarið hafi verið afar ólíkar. „Það er vísbending um það að það gangi ekkert að reikna svona langt fram í tímann, nema það að veðrið verði mjög breytilegt og við fáum eitthvað af öllu. Það gæti svo sem líka verið.“
Veður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira