Allt fyrir gróðann Gunnlaugur Stefánsson skrifar 10. júní 2021 12:01 Atli Eide, fyrrverandi forstjóri norska laxeldisrisans Mowi og stjórnarformaður Salmar í Noregi sem á Arnarlax á Vestfjörðum, spáir því í blaðaviðtali að sjókvíaeldi muni heyra sögunni til innan tíu ára, segir það ósjálfbært og ekki umhverfisvænt. Fiskeldið muni færast yfir í land-og aflandseldi og verða mjög tæknivætt. Þetta er mat manns sem hefur varið starfsævi sinni í fiskeldinu. Svo skráðu alþingismenn í nefndaráliti, þegar þeir samþykktu ný fiskeldislög 17. maí 2019, „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. En á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör fólksins í sveitum landsins, ferðaþjónustuna og 80 þúsund Íslendinga sem njóta stangaveiði á sumrin. Opna sjókvíaeldið á nú þegar í vök að verjast. Spurt er í vaxandi mæli á heimsmörkuðum um uppruna vörunnar. Laxinn úr opnum sjókvíum á þar erfiðara uppdráttar. Ef við lítum okkur nær, þá segja mér þjónar á veitingastöðum, að fólk spyrji æ oftar hvaðan laxinn komi og þeim fjölgar veitingastöðunum sem státa sig af að bjóða ekki lax úr opnum sjókvíum. Sömu sögu segja mér fisksalar. Fólki hrýs hugur við að borða fisk úr eldiskvíum, þar sem eitri gæti verið beitt, t.d. gegn lúsafári, og ekki síður til að sýna samstöðu í verki með umhverfinu. En hvað verður um fólkið og byggðirnar sem treysta á opna sjókvíaeldið, þegar því verður lokið innan tíu ára, eins og erlendir reynsluboltar laxeldisiðjunnar spá? Eða verður haldið áfram á Íslandi svo lengi sem stætt er hvernig sem umhverfisskaðanum framvindur eða orðspori þjóðar? „Það lafir á meðan ég lifi“, sagði Lúðvík 15 Frakkakóngur og lýsir vel áformum opnu eldisiðjunnar á Íslandi. Allt fyrir skammtímagróðann á meðan eitthvað lafir. Alls konar ævintýri hafa farið illa með dreifðar byggðir í áranna rás með fagurgala ábyrgðarlausra manna, sem hikuðu ekki við að kenna sig við vísindi og rannsóknir, þar til allt fór á hausinn. Það reyndist mörgu landsbyggðarfólki dýrkeypt. Er enn vegið í sama knérunn með opna sjókvíaeldinu? Er enn eitt ævintýrið að blása út sem hrynur svo með látum? Norsku eldisrisarnir hafa fengið flest á silfurfati, eldisleyfin nánast ókeypis sem borga þarf tugi milljarða fyrir í Noregi. En verða svo fljótir að hverfa, enda búnir að mergsjúga gróðann úr ævintýrinu og koma úr landi. Svo situr heimafólkið eftir með hrunið í fanginu. Atli Eide, laxeldisfrömuður í Noregi, boðar að þetta gæti orðið innan tíu ára. Alþingismenn taka undir það. Munu þeir bregðast við með aðgerðum til að forða hruninu fyrir umhverfið og fólkið í landinu? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Fiskeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Atli Eide, fyrrverandi forstjóri norska laxeldisrisans Mowi og stjórnarformaður Salmar í Noregi sem á Arnarlax á Vestfjörðum, spáir því í blaðaviðtali að sjókvíaeldi muni heyra sögunni til innan tíu ára, segir það ósjálfbært og ekki umhverfisvænt. Fiskeldið muni færast yfir í land-og aflandseldi og verða mjög tæknivætt. Þetta er mat manns sem hefur varið starfsævi sinni í fiskeldinu. Svo skráðu alþingismenn í nefndaráliti, þegar þeir samþykktu ný fiskeldislög 17. maí 2019, „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. En á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör fólksins í sveitum landsins, ferðaþjónustuna og 80 þúsund Íslendinga sem njóta stangaveiði á sumrin. Opna sjókvíaeldið á nú þegar í vök að verjast. Spurt er í vaxandi mæli á heimsmörkuðum um uppruna vörunnar. Laxinn úr opnum sjókvíum á þar erfiðara uppdráttar. Ef við lítum okkur nær, þá segja mér þjónar á veitingastöðum, að fólk spyrji æ oftar hvaðan laxinn komi og þeim fjölgar veitingastöðunum sem státa sig af að bjóða ekki lax úr opnum sjókvíum. Sömu sögu segja mér fisksalar. Fólki hrýs hugur við að borða fisk úr eldiskvíum, þar sem eitri gæti verið beitt, t.d. gegn lúsafári, og ekki síður til að sýna samstöðu í verki með umhverfinu. En hvað verður um fólkið og byggðirnar sem treysta á opna sjókvíaeldið, þegar því verður lokið innan tíu ára, eins og erlendir reynsluboltar laxeldisiðjunnar spá? Eða verður haldið áfram á Íslandi svo lengi sem stætt er hvernig sem umhverfisskaðanum framvindur eða orðspori þjóðar? „Það lafir á meðan ég lifi“, sagði Lúðvík 15 Frakkakóngur og lýsir vel áformum opnu eldisiðjunnar á Íslandi. Allt fyrir skammtímagróðann á meðan eitthvað lafir. Alls konar ævintýri hafa farið illa með dreifðar byggðir í áranna rás með fagurgala ábyrgðarlausra manna, sem hikuðu ekki við að kenna sig við vísindi og rannsóknir, þar til allt fór á hausinn. Það reyndist mörgu landsbyggðarfólki dýrkeypt. Er enn vegið í sama knérunn með opna sjókvíaeldinu? Er enn eitt ævintýrið að blása út sem hrynur svo með látum? Norsku eldisrisarnir hafa fengið flest á silfurfati, eldisleyfin nánast ókeypis sem borga þarf tugi milljarða fyrir í Noregi. En verða svo fljótir að hverfa, enda búnir að mergsjúga gróðann úr ævintýrinu og koma úr landi. Svo situr heimafólkið eftir með hrunið í fanginu. Atli Eide, laxeldisfrömuður í Noregi, boðar að þetta gæti orðið innan tíu ára. Alþingismenn taka undir það. Munu þeir bregðast við með aðgerðum til að forða hruninu fyrir umhverfið og fólkið í landinu? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun