Martin getur komust í lokaúrslitin í kvöld: „Góðan daginn, Hermannsson“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 14:31 Martin Hermannsson í leik með Valencia liðinu í vetur. Getty/Mike Kireev Valencia og Real Madrid spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum á móti Barcelona eða Lenovo Tenerife en staðan er 1-1 í báðum einvígum. Oddaleikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og íslenskt körfuboltaáhugafólk fær því flottan körfuboltaleik á kvöldi þegar Domino's deildin er í fríi. Leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid og hefst klukkan 19.50 að íslenskum tíma. Real Madrid vann fyrsta leikinn í einvíginu með ellefu stigum, 81-70, og deildarmeistararnir voru þá búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni. Fyrsta tapið þeirra kom í síðasta leik. Valencia liðið var ekki tilbúið að fara í sumarfrí og jafnaði metin í einvíginu með sannfærandi átján stiga sigri í leik tvö, 85-67. Þetta er annar oddaleikur Valencia í þessari úrslitakeppni og liðið er að fara spila sinn sjötta leik á ellefu dögum. Bon dia, Fonteta!Góðan daginn, @hermannsson15!1 -1 ... ¡y mañana el tercero! @RMBaloncesto P3 #PlayoffLigaEndesa Jueves, 22h @vamos @CocaCola_es#EActíVate pic.twitter.com/Kj6Vkk9p58— Valencia Basket Club (@valenciabasket) June 9, 2021 Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson var mjög góður í öðrum leiknum á móti Real Madrid þar sem hann var með 9 stig og 5 stoðsendingar á aðeins sautján mínútum. Valencia vann með fimmtán stigum þegar Martin var inn á vellinum. Hann fékk líka eitt „Góðan daginn, Hermannsson“ á samfélagsmiðlum Valencia. Martin var með 11 stig á 16 mínútum í fyrsta leiknun. Hann er því búinn að spila 33 mínútur í einvíginu og á þeim er íslenski landsliðsbakvörðurinn með 20 stig og 6 stoðsendingar sem er frábær tölfræði. Valencia er +19 með hann inn á vellinum en -12 með hann á bekknum. Lið Real Madrid og Valencia þekkjst mjög vel enda hafa þau þegar mæst sjö sinnum á tímabilinu, í deildinni, í úrslitakeppninni og í Euroleage. Valencia hefur unnið fjóra af þessum sjö leikjum og sigur í kvöld myndi þýða að deildarmeistararnir væru úr leik. Martin @hermannsson15, ¡especialista sobre la bocina!#LigaEndesa pic.twitter.com/KM1RM2Qy9E— Liga Endesa (@ACBCOM) June 10, 2021 Leikir Real Madrid og Valencia í vetur: Euroleague 8. október: Valencia vann með 16 stigum (93-77) Deildin 1. nóvember: Real Madrid vann með 8 stigum (86-78) Konungsbikarinn 11. febrúar: Real Madrid vann með 11 stigum (85-74) Euroleague 19. febrúar: Valencia vann með 11 stigum (89-78) Deildin 9. maí: Valencia vann með 10 stigum (79-69) Úrslitakeppnin 6. júní: Real Madrid vann með 11 stigum (81-70) Úrslitakeppnin 8. júní: Valencia vann með 18 stigum (85-67) Spænski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Oddaleikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og íslenskt körfuboltaáhugafólk fær því flottan körfuboltaleik á kvöldi þegar Domino's deildin er í fríi. Leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid og hefst klukkan 19.50 að íslenskum tíma. Real Madrid vann fyrsta leikinn í einvíginu með ellefu stigum, 81-70, og deildarmeistararnir voru þá búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni. Fyrsta tapið þeirra kom í síðasta leik. Valencia liðið var ekki tilbúið að fara í sumarfrí og jafnaði metin í einvíginu með sannfærandi átján stiga sigri í leik tvö, 85-67. Þetta er annar oddaleikur Valencia í þessari úrslitakeppni og liðið er að fara spila sinn sjötta leik á ellefu dögum. Bon dia, Fonteta!Góðan daginn, @hermannsson15!1 -1 ... ¡y mañana el tercero! @RMBaloncesto P3 #PlayoffLigaEndesa Jueves, 22h @vamos @CocaCola_es#EActíVate pic.twitter.com/Kj6Vkk9p58— Valencia Basket Club (@valenciabasket) June 9, 2021 Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson var mjög góður í öðrum leiknum á móti Real Madrid þar sem hann var með 9 stig og 5 stoðsendingar á aðeins sautján mínútum. Valencia vann með fimmtán stigum þegar Martin var inn á vellinum. Hann fékk líka eitt „Góðan daginn, Hermannsson“ á samfélagsmiðlum Valencia. Martin var með 11 stig á 16 mínútum í fyrsta leiknun. Hann er því búinn að spila 33 mínútur í einvíginu og á þeim er íslenski landsliðsbakvörðurinn með 20 stig og 6 stoðsendingar sem er frábær tölfræði. Valencia er +19 með hann inn á vellinum en -12 með hann á bekknum. Lið Real Madrid og Valencia þekkjst mjög vel enda hafa þau þegar mæst sjö sinnum á tímabilinu, í deildinni, í úrslitakeppninni og í Euroleage. Valencia hefur unnið fjóra af þessum sjö leikjum og sigur í kvöld myndi þýða að deildarmeistararnir væru úr leik. Martin @hermannsson15, ¡especialista sobre la bocina!#LigaEndesa pic.twitter.com/KM1RM2Qy9E— Liga Endesa (@ACBCOM) June 10, 2021 Leikir Real Madrid og Valencia í vetur: Euroleague 8. október: Valencia vann með 16 stigum (93-77) Deildin 1. nóvember: Real Madrid vann með 8 stigum (86-78) Konungsbikarinn 11. febrúar: Real Madrid vann með 11 stigum (85-74) Euroleague 19. febrúar: Valencia vann með 11 stigum (89-78) Deildin 9. maí: Valencia vann með 10 stigum (79-69) Úrslitakeppnin 6. júní: Real Madrid vann með 11 stigum (81-70) Úrslitakeppnin 8. júní: Valencia vann með 18 stigum (85-67)
Leikir Real Madrid og Valencia í vetur: Euroleague 8. október: Valencia vann með 16 stigum (93-77) Deildin 1. nóvember: Real Madrid vann með 8 stigum (86-78) Konungsbikarinn 11. febrúar: Real Madrid vann með 11 stigum (85-74) Euroleague 19. febrúar: Valencia vann með 11 stigum (89-78) Deildin 9. maí: Valencia vann með 10 stigum (79-69) Úrslitakeppnin 6. júní: Real Madrid vann með 11 stigum (81-70) Úrslitakeppnin 8. júní: Valencia vann með 18 stigum (85-67)
Spænski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira