Framhaldsskólinn og nemendur í ólgusjó COVID Steinn Jóhannsson skrifar 10. júní 2021 14:00 Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er einsdæmi að ljúka námi þar sem hátt í helmingur námstímans var óhefðbundinn í eiginlegum skilningi. Námið var ýmist í beinni á bak við skjáinn, í dreifnámi (blanda af staðnámi og námi í beinni/fjarnámi), fjarnámi og staðnámi í skóla með ýmsum takmörkunum. Nýjar reglugerðir heilbrigðisráðherra settu starfinu miklar takmarkanir og tók skólahald hröðum breytingum til að vera innan ramma laganna. Þá kynslóð sem útskrifaðist í vor má kalla sérfræðinga í breytingastjórnun en nemendur og ekki síður kennarar þurftu hvað eftir annað að endurskipuleggja sig í nýjum og jafnvel framandi aðstæðum. Þessi dýrmæta reynsla mun eflaust gera nemendur tilbúna til að mæta hvaða aðstæðum sem er í námi, á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Í nágrannalöndum okkar var kennsla felld niður og skólahald lítið sem ekkert víða í Evrópu á tímum COVID. Íslendingar brettu upp ermarnar og tókust á við áður ókunnar aðstæður af miklum glæsibrag. Nemendur eiga hrós skilið og prófgráðan í vor eru verðlaunin. Það mun styrkja íslenskan vinnumarkað og ekki síður háskólana að fá þessa nemendur í nám eða til starfa. Unga fólkið okkar er svo sannarlega tilbúið að kljást við erfiðar og flóknar áskoranir eins og síðustu misseri hafa sannað. Eins og fram hefur komið var ekki sjálfgefið í upphafi COVID að það tækist að halda uppi kennslu en það tókst með samstilltu átaki skólanna, menntamálayfirvalda, starfsfólks og kennara sem og nemenda. Stuðningur yfirvalda við skólakerfið á tímum COVID var mikill. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði reglulega með stjórnendum framhaldsskólanna og urðu fundirnir um tveir tugir á liðnum vetri. Samráð og samtal milli aðila skilaði svo sannarlega árangri og vonandi er það komið til að vera. Reynslunni var miðlað á milli skóla og skólar báru sig saman hvernig skólastarfið var skipulagt og leiðbeindu hver öðrum í framhaldinu. Þannig mátti strax greina hvað gekk vel og hvað þurfti að bæta í þessum aðstæðum. Aðrar þjóðir gætu vissulega tekið okkur Íslendinga til fyrirmyndar hvað varðar að halda uppi skólastarfi í ólgusjó COVID. Þegar horft er til framtíðar berum við þá von í brjósti að skólahald verði með eðlilegum hætti þegar vel á fimmta þúsund nýnemar (2005 árangurinn) koma til náms í framhaldsskólunum í haust. Reynslan úr COVID-tímabilinu í skólastarfinu mun nýtast okkur vel í verkefnum framtíðarinnar. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er einsdæmi að ljúka námi þar sem hátt í helmingur námstímans var óhefðbundinn í eiginlegum skilningi. Námið var ýmist í beinni á bak við skjáinn, í dreifnámi (blanda af staðnámi og námi í beinni/fjarnámi), fjarnámi og staðnámi í skóla með ýmsum takmörkunum. Nýjar reglugerðir heilbrigðisráðherra settu starfinu miklar takmarkanir og tók skólahald hröðum breytingum til að vera innan ramma laganna. Þá kynslóð sem útskrifaðist í vor má kalla sérfræðinga í breytingastjórnun en nemendur og ekki síður kennarar þurftu hvað eftir annað að endurskipuleggja sig í nýjum og jafnvel framandi aðstæðum. Þessi dýrmæta reynsla mun eflaust gera nemendur tilbúna til að mæta hvaða aðstæðum sem er í námi, á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Í nágrannalöndum okkar var kennsla felld niður og skólahald lítið sem ekkert víða í Evrópu á tímum COVID. Íslendingar brettu upp ermarnar og tókust á við áður ókunnar aðstæður af miklum glæsibrag. Nemendur eiga hrós skilið og prófgráðan í vor eru verðlaunin. Það mun styrkja íslenskan vinnumarkað og ekki síður háskólana að fá þessa nemendur í nám eða til starfa. Unga fólkið okkar er svo sannarlega tilbúið að kljást við erfiðar og flóknar áskoranir eins og síðustu misseri hafa sannað. Eins og fram hefur komið var ekki sjálfgefið í upphafi COVID að það tækist að halda uppi kennslu en það tókst með samstilltu átaki skólanna, menntamálayfirvalda, starfsfólks og kennara sem og nemenda. Stuðningur yfirvalda við skólakerfið á tímum COVID var mikill. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði reglulega með stjórnendum framhaldsskólanna og urðu fundirnir um tveir tugir á liðnum vetri. Samráð og samtal milli aðila skilaði svo sannarlega árangri og vonandi er það komið til að vera. Reynslunni var miðlað á milli skóla og skólar báru sig saman hvernig skólastarfið var skipulagt og leiðbeindu hver öðrum í framhaldinu. Þannig mátti strax greina hvað gekk vel og hvað þurfti að bæta í þessum aðstæðum. Aðrar þjóðir gætu vissulega tekið okkur Íslendinga til fyrirmyndar hvað varðar að halda uppi skólastarfi í ólgusjó COVID. Þegar horft er til framtíðar berum við þá von í brjósti að skólahald verði með eðlilegum hætti þegar vel á fimmta þúsund nýnemar (2005 árangurinn) koma til náms í framhaldsskólunum í haust. Reynslan úr COVID-tímabilinu í skólastarfinu mun nýtast okkur vel í verkefnum framtíðarinnar. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar