„Algjör heiður að vera fyrirliði en allt liðið eru leiðtogar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2021 12:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur væntanlega sinn 79. landsleik í dag. vísir/sigurjón Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður fyrirliði íslenska landsliðsins næstu mánuðina. Hún segir það mikinn heiður en segir marga leiðtoga í íslenska liðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er barnshafandi og verður því frá næstu mánuðina. Gunnhildur hefur tekið við fyrirliðabandinu af Söru, var með það í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu í apríl, verður með það í leikjunum gegn Írlandi og í leikjunum í undankeppni HM 2023 í haust. Ísland mætir Írlandi á Laugardalsvelli í dag í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur. „Þetta er algjör heiður en ég er svo heppin að vera í liði þar sem allt liðið eru algjörir leiðtogar. Hver sem verður með bandið, það skiptir í sjálfu sér ekki máli því þetta er frábær hópur þar sem allir eru tilbúnir að stíga upp. En þetta er alltaf heiður,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að leikirnir á móti Írum séu afar mikilvægir fyrir íslenska liðið. „Þeir eru mjög mikilvægir. Þetta eru síðustu tveir leikirnir áður en við förum í undankeppni HM. Þetta er mjög mikilvægur undirbúningur fyrir það og við þurfum að nýta leikina til að koma liðinu saman og þróa okkar leik,“ sagði Gunnhildur. „Við höfum aðallega lagt áherslu á okkur og hvernig við viljum spila. Einbeitingin er meira á okkur og vinnum áfram í okkar málum.“ Gunnhildur segir að ekki hafi verið farið mjög djúpt ofan í leikina gegn Ítalíu í aðdraganda leikjanna gegn Írlandi. „Þannig séð ekki. Við gerðum það þegar við vorum úti á Ítalíu. Við vitum hvað við gerðum vel og hverju við þurfum að vinna í,“ sagði Gunnhildur. Hún býst við öðruvísi leikjum en gegn Ítalíu. „Írland er með hörkulið og eru fastar fyrir. Við þurfum bara að spila okkar leik og auðvitað viljum við halda eins mikið í boltann og við getum.“ Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er barnshafandi og verður því frá næstu mánuðina. Gunnhildur hefur tekið við fyrirliðabandinu af Söru, var með það í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu í apríl, verður með það í leikjunum gegn Írlandi og í leikjunum í undankeppni HM 2023 í haust. Ísland mætir Írlandi á Laugardalsvelli í dag í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur. „Þetta er algjör heiður en ég er svo heppin að vera í liði þar sem allt liðið eru algjörir leiðtogar. Hver sem verður með bandið, það skiptir í sjálfu sér ekki máli því þetta er frábær hópur þar sem allir eru tilbúnir að stíga upp. En þetta er alltaf heiður,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að leikirnir á móti Írum séu afar mikilvægir fyrir íslenska liðið. „Þeir eru mjög mikilvægir. Þetta eru síðustu tveir leikirnir áður en við förum í undankeppni HM. Þetta er mjög mikilvægur undirbúningur fyrir það og við þurfum að nýta leikina til að koma liðinu saman og þróa okkar leik,“ sagði Gunnhildur. „Við höfum aðallega lagt áherslu á okkur og hvernig við viljum spila. Einbeitingin er meira á okkur og vinnum áfram í okkar málum.“ Gunnhildur segir að ekki hafi verið farið mjög djúpt ofan í leikina gegn Ítalíu í aðdraganda leikjanna gegn Írlandi. „Þannig séð ekki. Við gerðum það þegar við vorum úti á Ítalíu. Við vitum hvað við gerðum vel og hverju við þurfum að vinna í,“ sagði Gunnhildur. Hún býst við öðruvísi leikjum en gegn Ítalíu. „Írland er með hörkulið og eru fastar fyrir. Við þurfum bara að spila okkar leik og auðvitað viljum við halda eins mikið í boltann og við getum.“ Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Sjá meira