Sjáðu mörkin úr sigurleikjum Englands, Hollands og Austurríkis á EM í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 08:00 Raheem Sterling fagnar sigurmarki sínu en með honum er liðsfélagi hans Mason Mount. AP/Justin Tallis Þrír leikir fóru fram á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær og í þeim voru skoruð tíu mörk sem gerir þetta að markahæsta degi Evrópumótsins til þessa. Raheem Sterling skoraði eina markið þegar England vann 1-0 sigur á Króatíu en markið kom eftir frábæran undirbúning frá Leeds leikmanninum Kalvin Phillips. Phillips var frábær á miðju Englendinga í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Englendinga á EM þar sem liðið vinnur fyrsta leikinn sinn á mótinu en hann kom í tíundu tilraun. Klippa: Markasyrpa frá leikjum EM 13. júní Varamennirnir Michael Gregoritsch og Marko Arnautovic tryggði Austurríkismönnum 3-1 sigur á Norður Makedóníu með mörkum á lokakafla leiksins. Gregoritsch skoraði eftir fyrirgjöf fyrirliðans David Alaba en Arnautovic eftir vandræðalegan varnarleik nýliðanna á EM. Hinn 37 ára gamli Goran Pandev hafði jafnað metin fyrir Norður Makedóníu á 28. mínútu í sínum 120. landsleik eftir að Stefan Lainer skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Austurríki eftir magnaða fyrirgjöf Marcel Sabitzer. Þetta var fyrst sigur Austurríkismanna í sögu EM. Denzel Dumfries tryggði Hollendingum 3-2 sigur á Úkraínu eftir að hollenska liðið hafði misst niður 2-0 forystu. Öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Georginio Wijnaldum og Wout Weghorst komu Hollandi í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibli en Andriy Yarmolenko kom þá Úkraínu á blað með frábæru skoti áður en Roman Yaremchuk jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Sigurmark Denzel Dumfries kom á 85. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá varamanninum Nathan Ake. Hollendingar unnu þar með sinn fyrsta leik á stórmóti í sjö ár en þeir misstu bæði af EM 2016 og HM 2018. Hér í myndbandinu fyrir ofan má sjá markasyrpu frá leikjunum þremur á EM í gær. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Raheem Sterling skoraði eina markið þegar England vann 1-0 sigur á Króatíu en markið kom eftir frábæran undirbúning frá Leeds leikmanninum Kalvin Phillips. Phillips var frábær á miðju Englendinga í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Englendinga á EM þar sem liðið vinnur fyrsta leikinn sinn á mótinu en hann kom í tíundu tilraun. Klippa: Markasyrpa frá leikjum EM 13. júní Varamennirnir Michael Gregoritsch og Marko Arnautovic tryggði Austurríkismönnum 3-1 sigur á Norður Makedóníu með mörkum á lokakafla leiksins. Gregoritsch skoraði eftir fyrirgjöf fyrirliðans David Alaba en Arnautovic eftir vandræðalegan varnarleik nýliðanna á EM. Hinn 37 ára gamli Goran Pandev hafði jafnað metin fyrir Norður Makedóníu á 28. mínútu í sínum 120. landsleik eftir að Stefan Lainer skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Austurríki eftir magnaða fyrirgjöf Marcel Sabitzer. Þetta var fyrst sigur Austurríkismanna í sögu EM. Denzel Dumfries tryggði Hollendingum 3-2 sigur á Úkraínu eftir að hollenska liðið hafði misst niður 2-0 forystu. Öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Georginio Wijnaldum og Wout Weghorst komu Hollandi í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibli en Andriy Yarmolenko kom þá Úkraínu á blað með frábæru skoti áður en Roman Yaremchuk jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Sigurmark Denzel Dumfries kom á 85. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá varamanninum Nathan Ake. Hollendingar unnu þar með sinn fyrsta leik á stórmóti í sjö ár en þeir misstu bæði af EM 2016 og HM 2018. Hér í myndbandinu fyrir ofan má sjá markasyrpu frá leikjunum þremur á EM í gær. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira