Konur standast helst ekki áttatíu kíló í bekkpressu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2021 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að unnið sé að endurskoðun á inntökuskilyrðum í sérsveitina. Til stendur að endurskoða inntökuskilyrði í sérsveitina í ljósi þess að engin kona hefur komist í sveitina. Ríkislögreglustjóri segir að konur verði hvattar til að gefa kost á sér. Sérstök úttekt var gerð hjá embætti Ríkislögreglustjóra á dögunum. „ Þá kom ýmislegt í ljós. Margt er í jákvæðum farvegi en annað þarf að skoða betur og það er til dæmis inngönguskilyrðin í sérsveitina,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Sérsveitarmenn eru eina vopnaða lögreglusveit landsins. Um er að ræða hreyfanlegt lögreglulið sem er sérþjálfað til þess að takast á við hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. Sveitin aðstoðar lögregluliðin á landinu, annast meðal annars handtökur hættulegra brotamanna og hústökuaðgerðir vegna fíkniefnamála. Engar konur í sérsveitinni Sérsveit ríkislögreglustjóra auglýsti á dögunum eftir umsækjendum í fjögur laus pláss í sveitinni. Engar konur eru í sérsveitinni en í auglýsingunni eru konur hvattar til að sækja um. „Það er kannski ekki alveg raunhæft eins og staðan er af því að til þess að uppfylla skilyrði sem sérsveitarmenn að þá þarftu að hafa lokið nýliðanámskeiði og það voru ekki konur sem luku því þetta árið en við viljum horfa til þess að það séu ekki útilokandi þættir í inntökuskilyrðinum,“ segir Sigríður Björk. Líkamsbygging karla og kvenna mismunandi Konur nái ekki að standast sum skilyrðin. „Það sem við höfum heyrt mest af er þessi talsverða þyngd í bekkpressu, áttatíu kíló, og samhliða hlaup. Þannig þú þarft bæði að vera mjög sterkur og einnig að geta hlaupið mjög hratt og það er mismunandi hvernig líkamsbygging karla og kvenna er mismunandi. Þess vegna þarf bara að meta það hvort þessar kröfur endurspegla þær raunkröfur sem þarf að gera til fólks sem gegnir þessum störfum og hvort það megi þá prófa það með öðrum hætti,“ segir Sigríður en uppfylla þarf mjög strangar kröfur til að komast í sérsveitina. Þetta eru meðal annars inntökuskilyrði. 3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur. Ekkert sem mælir gegn konum í sérsveitinni „Það er ekki þar með sagt að við séum að fara minnka kröfurnar heldur erum við að fara breyta þeim út frá eðli verkefna,“ segir Sigríður. Unnið sé að því að endurskoða inntökuskilyrðin. „Sérsveitin á náttúrulega bara að rúma okkar fólk sem hefur hæfni og getu á þessu sviði og ég sé ekkert sem mælir gegn því að það séu konur. Við eigum að hafa konur og karla í okkar störfum. Við erum að þjóna almenningi sem eru bæði konur og karlar,“ segir Sigríður Björk. Miðað verði við framkvæmdina á hinum Norðurlöndnunum. „Kröfurnar eru að taka breytingum hjá þeim sem við miðum okkur við. Við munum skoða það og hvetja þá eindregið konur jafnt sem karla til að gefa kost á sér í þessa þjálfun og að taka prófið inn í sérsveit,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Sérstök úttekt var gerð hjá embætti Ríkislögreglustjóra á dögunum. „ Þá kom ýmislegt í ljós. Margt er í jákvæðum farvegi en annað þarf að skoða betur og það er til dæmis inngönguskilyrðin í sérsveitina,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Sérsveitarmenn eru eina vopnaða lögreglusveit landsins. Um er að ræða hreyfanlegt lögreglulið sem er sérþjálfað til þess að takast á við hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. Sveitin aðstoðar lögregluliðin á landinu, annast meðal annars handtökur hættulegra brotamanna og hústökuaðgerðir vegna fíkniefnamála. Engar konur í sérsveitinni Sérsveit ríkislögreglustjóra auglýsti á dögunum eftir umsækjendum í fjögur laus pláss í sveitinni. Engar konur eru í sérsveitinni en í auglýsingunni eru konur hvattar til að sækja um. „Það er kannski ekki alveg raunhæft eins og staðan er af því að til þess að uppfylla skilyrði sem sérsveitarmenn að þá þarftu að hafa lokið nýliðanámskeiði og það voru ekki konur sem luku því þetta árið en við viljum horfa til þess að það séu ekki útilokandi þættir í inntökuskilyrðinum,“ segir Sigríður Björk. Líkamsbygging karla og kvenna mismunandi Konur nái ekki að standast sum skilyrðin. „Það sem við höfum heyrt mest af er þessi talsverða þyngd í bekkpressu, áttatíu kíló, og samhliða hlaup. Þannig þú þarft bæði að vera mjög sterkur og einnig að geta hlaupið mjög hratt og það er mismunandi hvernig líkamsbygging karla og kvenna er mismunandi. Þess vegna þarf bara að meta það hvort þessar kröfur endurspegla þær raunkröfur sem þarf að gera til fólks sem gegnir þessum störfum og hvort það megi þá prófa það með öðrum hætti,“ segir Sigríður en uppfylla þarf mjög strangar kröfur til að komast í sérsveitina. Þetta eru meðal annars inntökuskilyrði. 3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur. Ekkert sem mælir gegn konum í sérsveitinni „Það er ekki þar með sagt að við séum að fara minnka kröfurnar heldur erum við að fara breyta þeim út frá eðli verkefna,“ segir Sigríður. Unnið sé að því að endurskoða inntökuskilyrðin. „Sérsveitin á náttúrulega bara að rúma okkar fólk sem hefur hæfni og getu á þessu sviði og ég sé ekkert sem mælir gegn því að það séu konur. Við eigum að hafa konur og karla í okkar störfum. Við erum að þjóna almenningi sem eru bæði konur og karlar,“ segir Sigríður Björk. Miðað verði við framkvæmdina á hinum Norðurlöndnunum. „Kröfurnar eru að taka breytingum hjá þeim sem við miðum okkur við. Við munum skoða það og hvetja þá eindregið konur jafnt sem karla til að gefa kost á sér í þessa þjálfun og að taka prófið inn í sérsveit,“ segir Sigríður Björk.
3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur.
Lögreglan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira