Ronaldo fjarlægði kókið og hvatti fólk til að drekka vatn Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 13:00 Cristiano Ronaldo á blaðamannafundinum í Búdapest í gær, aðeins með vatnsflösku fyrir framan sig. Getty Cristiano Ronaldo var ekki hrifinn af því að sjá tvær kókflöskur á borðinu fyrir framan sig þegar hann settist niður til að svara spurningum á blaðamannafundi Portúgals á EM í gær. Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu hefja keppni á EM í dag með leik við Íslandsbanana í ungverska landsliðinu, í dauðariðlinum svokallaða. Þar mætast svo Frakkland og Þýskaland í stórleik í kvöld. Ronaldo var mættur ásamt þjálfaranum Fernando Santos á blaðamannafund í gær enda skyldar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, þátttökuþjóðirnar á EM til að senda þjálfara og fulltrúa leikmanna á slíka fundi degi fyrir hvern leik. Á þessum fundum má sjá auglýsingar frá bakhjörlum Evrópumótsins og meðal annars flöskur af Coca Cola. Þegar Ronaldo hafði fengið sér sæti var hann fljótur til að taka kókflöskurnar og reyna að koma þeim úr mynd. Hann tók svo upp vatnsflösku og hvatti fólk til að neyta frekar vatns, eins og sjá má: Klippa: Ronaldo fjarlægði gosið Ronaldo, sem er orðinn 36 ára gamall og hefur fimm sinnum hreppt Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims, fylgir sjálfur ströngu mataræði og hefur áður sagst helst aðeins drekka vatn. Hann leyfi sér þó stöku sinnum að fá sér safa með morgunmatnum eða vín með kvöldmatnum. Það var létt yfir Ronaldo á blaðamannafundi í gær fyrir fyrsta leik á EM sem er við Ungverja í dag kl. 16.Getty/Alex Livesey Portúgalinn hefur áður lýst vanþóknun sinni á gosdrykkjum og ruslfæði. „Ég er strangur við son minn,“ sagði Ronaldo við fjölmiðla á verðlaunaafhendingu í vetur. „Stundum drekkur hann Coca Cola og Fanta og borðar flögur, og hann veit að ég kann illa við það.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Gosdrykkir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjá meira
Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu hefja keppni á EM í dag með leik við Íslandsbanana í ungverska landsliðinu, í dauðariðlinum svokallaða. Þar mætast svo Frakkland og Þýskaland í stórleik í kvöld. Ronaldo var mættur ásamt þjálfaranum Fernando Santos á blaðamannafund í gær enda skyldar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, þátttökuþjóðirnar á EM til að senda þjálfara og fulltrúa leikmanna á slíka fundi degi fyrir hvern leik. Á þessum fundum má sjá auglýsingar frá bakhjörlum Evrópumótsins og meðal annars flöskur af Coca Cola. Þegar Ronaldo hafði fengið sér sæti var hann fljótur til að taka kókflöskurnar og reyna að koma þeim úr mynd. Hann tók svo upp vatnsflösku og hvatti fólk til að neyta frekar vatns, eins og sjá má: Klippa: Ronaldo fjarlægði gosið Ronaldo, sem er orðinn 36 ára gamall og hefur fimm sinnum hreppt Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims, fylgir sjálfur ströngu mataræði og hefur áður sagst helst aðeins drekka vatn. Hann leyfi sér þó stöku sinnum að fá sér safa með morgunmatnum eða vín með kvöldmatnum. Það var létt yfir Ronaldo á blaðamannafundi í gær fyrir fyrsta leik á EM sem er við Ungverja í dag kl. 16.Getty/Alex Livesey Portúgalinn hefur áður lýst vanþóknun sinni á gosdrykkjum og ruslfæði. „Ég er strangur við son minn,“ sagði Ronaldo við fjölmiðla á verðlaunaafhendingu í vetur. „Stundum drekkur hann Coca Cola og Fanta og borðar flögur, og hann veit að ég kann illa við það.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Gosdrykkir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjá meira