Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. júní 2021 07:00 Bill Gates mælir með fimm bókum til að lesa í sumar. Vísir/Getty Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. Eins og núna, fyrir sumarið 2021. Síðastliðinn mánudag birti Gates lista yfir fimm bækur sem hann mælir með fyrir þetta sumar. Þessar bækur eru: 1. Bók fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnun Þessi bók heitir Lights Out: Pride, Delusion, and the Fall of General Electric eftir Thomas Gryta og Ted Mann. Gates segist lengi hafa velt því fyrir sér hvernig fyrirtæki sem ná miklum árangri og verða mjög stór, geta samt endað í þroti. Að mati Gates gaf sagan um General Electric honum loksins svör og skýringar við þessum vangaveltum sínum. 2. Vangaveltur um umhverfið og framtíðina Hér mælir Gates með bók eftir höfund sem hann heldur mikið upp á, Elizabeth Kolbert. Bókin heitir Under a White Sky: The Nature of the Future og fjallar um það hvernig maðurinn er með stanslaus og óæskileg inngrip í náttúruna. Gates viðurkennir að áhuginn hans á umhverfismálum fer vaxandi, sem aftur þýðir að æ fleiri bækur um málefnið rata á bókalistana hans. 3. Ævisaga Gates segist alltaf hafa haft áhuga á forsetum Bandaríkjanna og mælir með ævisögu Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta: A Promised Land. Gates heillaðist sérstaklega af einlægni og hreinskilni Obama þegar hann segir frá forsetatíð sinni. 4. Óvenjuleg bók Ein óvenjulegasta bókin sem Bill hefur lesið í mörg ár heitir The Overstory, eftir Richard Powers. Hún kemst þó á bókalistann fyrir sumarið en í þessari sögu er rakin saga níu einstaklinga og sambandi þeirra við tré. Já, tré. Gates segir bókina öfgakennda leið til að benda á mikilvægi þess að vernda skóga. Honum fannst þó saga einstaklinganna níu sem þarna er skrifað um, vera áhugaverð. 5. Um ónæmiskerfið, skrifað fyrir tíma Covid Loks mælir Gates með bókinni An Elegant Defense: The Extraordinary New Science of the Immune System: A Tal ein Four Lives, eftir Matt Richtel. Bókin fjallar um ónæmiskerfi líkamans og að mati Gates, skýrir hún vel út hvað þarf til að stöðva heimsfaraldur eins og Covid. Bókin var þó skrifuð áður en heimsfaraldurinn brast á. Nánar má lesa um bókalista Gates og umsagnir hans HÉR. Góðu ráðin Bókmenntir Microsoft Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Eins og núna, fyrir sumarið 2021. Síðastliðinn mánudag birti Gates lista yfir fimm bækur sem hann mælir með fyrir þetta sumar. Þessar bækur eru: 1. Bók fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnun Þessi bók heitir Lights Out: Pride, Delusion, and the Fall of General Electric eftir Thomas Gryta og Ted Mann. Gates segist lengi hafa velt því fyrir sér hvernig fyrirtæki sem ná miklum árangri og verða mjög stór, geta samt endað í þroti. Að mati Gates gaf sagan um General Electric honum loksins svör og skýringar við þessum vangaveltum sínum. 2. Vangaveltur um umhverfið og framtíðina Hér mælir Gates með bók eftir höfund sem hann heldur mikið upp á, Elizabeth Kolbert. Bókin heitir Under a White Sky: The Nature of the Future og fjallar um það hvernig maðurinn er með stanslaus og óæskileg inngrip í náttúruna. Gates viðurkennir að áhuginn hans á umhverfismálum fer vaxandi, sem aftur þýðir að æ fleiri bækur um málefnið rata á bókalistana hans. 3. Ævisaga Gates segist alltaf hafa haft áhuga á forsetum Bandaríkjanna og mælir með ævisögu Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta: A Promised Land. Gates heillaðist sérstaklega af einlægni og hreinskilni Obama þegar hann segir frá forsetatíð sinni. 4. Óvenjuleg bók Ein óvenjulegasta bókin sem Bill hefur lesið í mörg ár heitir The Overstory, eftir Richard Powers. Hún kemst þó á bókalistann fyrir sumarið en í þessari sögu er rakin saga níu einstaklinga og sambandi þeirra við tré. Já, tré. Gates segir bókina öfgakennda leið til að benda á mikilvægi þess að vernda skóga. Honum fannst þó saga einstaklinganna níu sem þarna er skrifað um, vera áhugaverð. 5. Um ónæmiskerfið, skrifað fyrir tíma Covid Loks mælir Gates með bókinni An Elegant Defense: The Extraordinary New Science of the Immune System: A Tal ein Four Lives, eftir Matt Richtel. Bókin fjallar um ónæmiskerfi líkamans og að mati Gates, skýrir hún vel út hvað þarf til að stöðva heimsfaraldur eins og Covid. Bókin var þó skrifuð áður en heimsfaraldurinn brast á. Nánar má lesa um bókalista Gates og umsagnir hans HÉR.
Góðu ráðin Bókmenntir Microsoft Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira