Fleiri fréttir af opnunum laxveiðiánna Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2021 10:08 Mynd: Midfjardara lodge FB Laxveiðiárnar opna nú hver af annari og það eru að veiðast laxar við þær allar á fyrsty vöktum sem verða að teljast góðar fréttir. Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Grímsá sem opnaði í fyrradag og veiddist einn í Lækjarfossi og annar á Klöpp. Tveir stórlaxar slitu sig lausa í Strengjum og Laxfossi en lax sást á nokkrum stöðum á þyrsta degi. Fyrsti laxinn er kominn úr Laxá á Ásum og það kom engum á óvart að um vænan lax var að ræða. Næstu opnanir sem beðið er eftir eru til dæmis Elliðaárnar en þar er nokkuð síðan fyrstu laxarnir fóru að sýna sig, Langá á Mýrum opnar í dag og svo verður spennandi að sjá hvernig Víðidalsá, Vatnsdalsá og hinar árnar á norðurlandi koma út á fyrsta degi. Það er verið að horfa á hvernig staðan er í Miðfjarðará til samanburðar þrátt fyrir að sá samanburður hafi síðustu árin ekki verið sanngjarn því veiðin í Miðfjarðará hefur verið svo miklu betri en í hinum ánum á Norðurlandi en engu að síður gefur góð byrjun í Miðfirðinum væntingar um að göngur verði góðar. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Grímsá sem opnaði í fyrradag og veiddist einn í Lækjarfossi og annar á Klöpp. Tveir stórlaxar slitu sig lausa í Strengjum og Laxfossi en lax sást á nokkrum stöðum á þyrsta degi. Fyrsti laxinn er kominn úr Laxá á Ásum og það kom engum á óvart að um vænan lax var að ræða. Næstu opnanir sem beðið er eftir eru til dæmis Elliðaárnar en þar er nokkuð síðan fyrstu laxarnir fóru að sýna sig, Langá á Mýrum opnar í dag og svo verður spennandi að sjá hvernig Víðidalsá, Vatnsdalsá og hinar árnar á norðurlandi koma út á fyrsta degi. Það er verið að horfa á hvernig staðan er í Miðfjarðará til samanburðar þrátt fyrir að sá samanburður hafi síðustu árin ekki verið sanngjarn því veiðin í Miðfjarðará hefur verið svo miklu betri en í hinum ánum á Norðurlandi en engu að síður gefur góð byrjun í Miðfirðinum væntingar um að göngur verði góðar.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði