Brynjar Björn: Ég held að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur Árni Jóhannsson skrifar 20. júní 2021 19:43 Brynjar Björn og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Viktor Bjarni Arnarson. vísir/bára Þjálfari HK var á því að skaðinn hafi eiginlega verið skeður fyrir sína menn í fyrri hálfleik í tapi HK á móti Stjörnunni í Garðabænum í dag. Leikurinn var hluti af 9. umferð Pepsi Max deildarinnar og enduðu leikar 2-1 Stjörnunni í vil. Brynjar Björn var spurður að því eftir leik hvort hans menn gætu verið ósáttir við að ná ekki allavega einu stigi úr leiknum í dag miðað við hvernig leikurinn þróaðist seinustu mínútur leiksins. „Já að vissu leyti en skaðinn var skeður eiginlega í fyrri hálfleik. Engu að síður var það ekkert mikið að segja í hálfleik en að vera aðeins árasargjarnari og pressa örlítið meira á Stjörnuna. Þetta voru vonbrigði að fá á sig þessi tvö mörk en upp úr því þá snerist þetta um að ná næsta marki í leikinn sem við gerðu og gaf okkur færi á að ná einhverju út úr leiknum og fengum við færi til þess en það var ekki svo í dag.“ HK hefur ekki átt góðu gengi að fagna í deildinni undanfarna leiki og var Brynjar spurður út í það hvernig væri hægt að snúa skipinu við. „Baslið er að við erum ekki að fá nógu mikið af stigum en svona 80-90 prósent af tímanum erum við að spila vel fyrir utan kannski síðasta leik. Við vorum fínir hérna í seinni hálfleik og erum að fá góðar frammistöður en við þurfum að fara að fá stig. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram og berjast við erum með þannig hóp. Við þurfum að setja hælana í grasið og rífa okkur áfram.“ HK fékk dæmt á sig víti en markvörður liðsins gerði vel í að verja það og var Brynjar spurður út í hvort hann teldi það vera víti eða hvort það skipti engu máli þar sem það klikkaði. „Það var bara dæmt víti og Arnar varði það sem betur fer. Hefði verið mjög óheppilegur tímapunktur hefðu þeir skorað þarna þar sem við vorum nýbúnir að skora en þetta var samt ódýrt víti ef þú vilt fá að heyra mitt álit á því.“ Að lokum var spurt út í stöðuna á Martin Rauschenberg en hann er á láni til HK frá Stjörnunni og spilaði því ekki leikinn í dag á móti sínu liði. Brynjar hefði náttúrlega viljað að hann gæti spilað en var á því að þetta væri eðlilegt. „Þetta var nú svona í Englandi svo það kæmu ekki upp einhverjar óþægilegar stöður þegar menn voru að spila á móti sínum eigin liðum. Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt bara að menn séu ekki að spila á móti sínum liðum en á sama tíma í okkar tilfelli, án þess þó að ég ætli að fullyrða það, þá held ég að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur. Þannig að mögulega hefði hann átt að fá að spila í dag.“ HK Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Brynjar Björn var spurður að því eftir leik hvort hans menn gætu verið ósáttir við að ná ekki allavega einu stigi úr leiknum í dag miðað við hvernig leikurinn þróaðist seinustu mínútur leiksins. „Já að vissu leyti en skaðinn var skeður eiginlega í fyrri hálfleik. Engu að síður var það ekkert mikið að segja í hálfleik en að vera aðeins árasargjarnari og pressa örlítið meira á Stjörnuna. Þetta voru vonbrigði að fá á sig þessi tvö mörk en upp úr því þá snerist þetta um að ná næsta marki í leikinn sem við gerðu og gaf okkur færi á að ná einhverju út úr leiknum og fengum við færi til þess en það var ekki svo í dag.“ HK hefur ekki átt góðu gengi að fagna í deildinni undanfarna leiki og var Brynjar spurður út í það hvernig væri hægt að snúa skipinu við. „Baslið er að við erum ekki að fá nógu mikið af stigum en svona 80-90 prósent af tímanum erum við að spila vel fyrir utan kannski síðasta leik. Við vorum fínir hérna í seinni hálfleik og erum að fá góðar frammistöður en við þurfum að fara að fá stig. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram og berjast við erum með þannig hóp. Við þurfum að setja hælana í grasið og rífa okkur áfram.“ HK fékk dæmt á sig víti en markvörður liðsins gerði vel í að verja það og var Brynjar spurður út í hvort hann teldi það vera víti eða hvort það skipti engu máli þar sem það klikkaði. „Það var bara dæmt víti og Arnar varði það sem betur fer. Hefði verið mjög óheppilegur tímapunktur hefðu þeir skorað þarna þar sem við vorum nýbúnir að skora en þetta var samt ódýrt víti ef þú vilt fá að heyra mitt álit á því.“ Að lokum var spurt út í stöðuna á Martin Rauschenberg en hann er á láni til HK frá Stjörnunni og spilaði því ekki leikinn í dag á móti sínu liði. Brynjar hefði náttúrlega viljað að hann gæti spilað en var á því að þetta væri eðlilegt. „Þetta var nú svona í Englandi svo það kæmu ekki upp einhverjar óþægilegar stöður þegar menn voru að spila á móti sínum eigin liðum. Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt bara að menn séu ekki að spila á móti sínum liðum en á sama tíma í okkar tilfelli, án þess þó að ég ætli að fullyrða það, þá held ég að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur. Þannig að mögulega hefði hann átt að fá að spila í dag.“
HK Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira