Hazard: Ég verð aldrei sami leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 10:00 Eden Hazard mun leiða belgíska landsliðið út á völlinn í lokaleik riðilsins í dag. AP/Martin Meissner Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard var spurður út í meiðslahrjáð tímabil sín með Real Madrid en kappinn er nú staddur með belgíska landsliðinu á EM. Real Madrid keypti Harzard af Chelsea fyrir hundrað milljónir evra en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og er bara með 5 mörk og 8 stoðsendingar í 43 leikjum með Real. Eden Hazard fór ekkert í felur með það að þessi ítrekuðu ökklameiðsli hafi haft sín áhrif en um leið er hann staðráðinn að láta til sín taka á stóra sviðinu. Eden Hazard has had a tough time with injuries the past few seasons Will we ever see the old Hazard again? pic.twitter.com/VsT6xg4x8Z— ESPN FC (@ESPNFC) June 20, 2021 Roberto Martinez, þjálfari Belga, staðfesti á blaðamannafundi fyrir lokaleik riðilsins á móti Finnum í dag að Eden Hazard verði í byrjunarliðinu. Belgar eru komnir áfram í sextán liða úrslitin. „Ég hef aldrei efast um mína hæfileika en stóra spurningin var hvort ég yrði hundrað prósent klár fyrir Evrópumeistaramótið. Ég er búinn að brjóta þrisvar sinnum á mér ökklann. Ég verð aldrei sami leikmaður og ég var fyrir tíu árum,“ sagði Eden Hazard. „Ég veit samt að þegar ég er í formi þá get ég sannað mig inn á vellinum og ég er að vinna að því núna,“ sagði Hazard sem er orðinn þekktur fyrir það að mæta í yfirþyngd úr flestum fríum sínum. Players should train the way you play, you ve got to perform at your peak! I know players like Dele Alli don t. Maybe it s starting to catch up on Hazard! @MrJamieOHara1 believes that Eden Hazard s awful training at #CFC is catching up with him at #RealMadrid. pic.twitter.com/yorOAlLdcm— talkSPORT (@talkSPORT) June 21, 2021 „Ég er ekki hundrað prósent ennþá en ég klár í að byrja. Það var planið að koma rólega með mig inn. Það er sérstaklega mikilvægt að vera í sínu besta formi í útsláttarkeppninni. Þá þarf ég að vera í toppformi,“ sagði Hazard. Hazard hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu leikjum Belga sem unnu þar 3-0 sigur á Rússum og 2-1 sigur á Dönum. Eden lagði upp sigurmark Kevin De Bruyne í leiknum á móti Dönum. „Við þurfum áfram að vinna að því að verða betri. Við erum að gera okkar besta til þess og byrjum á morgun. Þetta er langt mót og við ætlum að komast eins langt og mögulegt er. Það eru hlutir sem við getum bætt okkur í,“ sagði Hazard. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Sjá meira
Real Madrid keypti Harzard af Chelsea fyrir hundrað milljónir evra en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og er bara með 5 mörk og 8 stoðsendingar í 43 leikjum með Real. Eden Hazard fór ekkert í felur með það að þessi ítrekuðu ökklameiðsli hafi haft sín áhrif en um leið er hann staðráðinn að láta til sín taka á stóra sviðinu. Eden Hazard has had a tough time with injuries the past few seasons Will we ever see the old Hazard again? pic.twitter.com/VsT6xg4x8Z— ESPN FC (@ESPNFC) June 20, 2021 Roberto Martinez, þjálfari Belga, staðfesti á blaðamannafundi fyrir lokaleik riðilsins á móti Finnum í dag að Eden Hazard verði í byrjunarliðinu. Belgar eru komnir áfram í sextán liða úrslitin. „Ég hef aldrei efast um mína hæfileika en stóra spurningin var hvort ég yrði hundrað prósent klár fyrir Evrópumeistaramótið. Ég er búinn að brjóta þrisvar sinnum á mér ökklann. Ég verð aldrei sami leikmaður og ég var fyrir tíu árum,“ sagði Eden Hazard. „Ég veit samt að þegar ég er í formi þá get ég sannað mig inn á vellinum og ég er að vinna að því núna,“ sagði Hazard sem er orðinn þekktur fyrir það að mæta í yfirþyngd úr flestum fríum sínum. Players should train the way you play, you ve got to perform at your peak! I know players like Dele Alli don t. Maybe it s starting to catch up on Hazard! @MrJamieOHara1 believes that Eden Hazard s awful training at #CFC is catching up with him at #RealMadrid. pic.twitter.com/yorOAlLdcm— talkSPORT (@talkSPORT) June 21, 2021 „Ég er ekki hundrað prósent ennþá en ég klár í að byrja. Það var planið að koma rólega með mig inn. Það er sérstaklega mikilvægt að vera í sínu besta formi í útsláttarkeppninni. Þá þarf ég að vera í toppformi,“ sagði Hazard. Hazard hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu leikjum Belga sem unnu þar 3-0 sigur á Rússum og 2-1 sigur á Dönum. Eden lagði upp sigurmark Kevin De Bruyne í leiknum á móti Dönum. „Við þurfum áfram að vinna að því að verða betri. Við erum að gera okkar besta til þess og byrjum á morgun. Þetta er langt mót og við ætlum að komast eins langt og mögulegt er. Það eru hlutir sem við getum bætt okkur í,“ sagði Hazard. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Sjá meira